

Ólympíuleikar 2024
Fréttir af Ólympíuleikunum sem fram fóru í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst 2024.

„Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf“
Rúmenska fimleikakonan Ana Barbosu er aftur orðin handhafi bronsverðlaunanna í gólfæfingum kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa misst þau rétt eftir keppnina sjálfa.

Mamman tók verðlaunaféð af Ólympíumeistaranum
Er Ólympíumeistara treystandi fyrir verðlaunafénu sínu eða ætlar að móðir hans kannski að nota það til eigin nota? Deilur mæðgina eru stórt fjölmiðlamál á Filippseyjum.

„Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af“
María Þórisdóttir var meðal áhorfanda í París um helgina þegar faðir hennar, Þórir Hergeirsson, gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum.

Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles
Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles.

Raygun svarar gagnrýnisröddum
Nokkrir keppendur á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en síðustu daga hefur ástralski breikdansarinn Raygun átt sviðið.

Kallaði liðsfélaga sinn tík í beinni
A'ja Wilson, sem fór á kostum í úrslitaleik Ólympíuleikanna í körfuknattleik kvenna, sparaði ekki stóru orðin í viðtali eftir leik á NBC sjónvarpstöðinni.

Ótrúleg tölfræði Nikola Jokic á Ólympíuleikunum
Serbinn Nikola Jokic átti alveg hreint ótrúlega Ólympíuleika þegar tölfræðin er skoðuð. Hann leiddi sitt lið í öllum helstu tölfræðiflokkum og var raunar efstur í flestum flokkum einnig heilt yfir meðal allra leikmanna.

Bandaríkin sigursælust á Ólympíuleikunum í ár
Nú þegar keppni er lokið í öllum greinum á Ólympíuleikunum í París eru það Bandaríkin sem standa uppi með flest verðlaun 126 talsins.

Yfirburðir Bandaríkjanna halda áfram en tæpt var það
Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta vann sín áttundu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í röð í dag þegar liðið lagði Frakkland með minnsta mun í spennuleik, 67-66.

Niðurbrotin eftir að bronsið var tekið af henni
Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hefur verið svipt bronsverðlaununum sem hún vann í gólfæfingum á Ólympíuleikunum á mánudaginn.

Rústuðu Þjóðverjum í úrslitaleiknum
Danir urðu í dag Ólympíumeistarar í handbolta karla eftir risasigur á Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar í úrslitaleik, 26-39.

„Þegar þú gerir ekkert í hópverkefninu en færð samt A“
Körfuboltamaðurinn Tyrese Haliburton var hluti af sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum og fékk að sjálfsögðu gullmedalíu, þrátt fyrir að hafa fengið fá tækifæri á leikunum.

Enn og aftur unnu Spánverjar brons
Spánn vann Slóveníu, 23-22, í leiknum um bronsið í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París í morgun.

Kastaði spjótinu næstum því í dómara
Litlu mátti muna að illa færi þegar suður-afrískur spjótkastari átti misheppnað kast á Ólympíuleikunum í gær.

Allt fallið í ljúfa löð hjá Bogdanovic og Melo
Bogdan Bogdanović, leikmaður Serbíu á Ólympíuleikunum, náði að hrista hressilega upp í fjölmörgum stuðningsmönnum Bandaríkjanna þegar liðin áttust við í undanúrslitum leikanna.

Fyrsta japanska konan til að vinna gull í frjálsum
Spjótkastarinn Haruka Kitaguchi skráði sig í sögubækurnar í kvöld þegar hún varð fyrsta japanska konan í sögunni til að vinna til gullverðalauna í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum.

Sjúkrateymi Bretlands bjargaði lífi þjálfara Úsbekistan
Skjót viðbrögð sjúkrateymis breska landsliðsins í hnefaleikum björguðu lífi Tulkin Kilichev, þjálfara Úsbekistan í hnefaleikum, þegar Kilichev fór í hjartastopp á fimmtudaginn.

Curry skaut Frakka í kaf í lokin
Bandaríkin tryggðu sér fimmta Ólympíugullið í röð í körfuknattleik þegar stjörnum prýtt lið þeirra lagði Frakkland í úrslitaleik í kvöld, 87-98.

Kínverjar unnu hvert einasta gull í dýfingum
Kínverjar skráðu sig á blöð Ólympíusögunnar í dag þegar Cao Yuan tryggði sér gullverðlaun í dýfingum af tíu metra palli en sigur hans þýðir að Kína vann öll átta gullverðlaunin sem í boði voru í dýfingum.

Fimmta Ólympíugull Bandaríkjakvenna í hús
Bandaríkin eru Ólympíumeistarar kvenna í knattspyrnu eftir að liðið lagði Brasilíu í úrslitleik nú rétt í þessu, 1-0. Liðið vann alla leiki sína á leikunum í ár.

Tíundu gullverðlaun Þóris sem þjálfara Noregs
Noregur varð í dag Ólympíumeistari í handbolta kvenna í þriðja sinn og annað í sinn undir stjórn Þóris Hergeirssonar eftir sigur á heimaliði Frakkalands í úrslitaleiknum, 29-21.

Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum
Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu.

Spilaði „Imagine“ til að róa æsta keppendur
Þegar keppendur í úrslitaleik kvenna í strandblaki á Ólympíuleikunum fóru að rífast átti plötusnúður ás uppi í erminni.

Handboltaparið bæði í úrslitum á Ólympíuleikunum
Það gerist ekki á hverjum degi að par spilar til úrslita á Ólympíuleikum, hvað þá í sömu grein.

„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“
Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari.

Fyrstu verðlaun Dana í tuttugu ár
Danir tryggðu sér bronsverðlaun í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París með því að vinna Svía í morgun, 30-25.

Glímumaður á ÓL handtekinn og gæti fengið lífstíðarbann
Egypski glímumaðurinn Mohamed „Kesho“ Ibrahim, sem keppti á Ólympíuleikunum, hefur verið handtekinn.

Af hverju eru Bandaríkjamenn svona lélegir í boðhlaupi?
Enn eina Ólympíuleikana komst karlaboðhlaupssveit Bandaríkjanna ekki á verðlaunapall í 4x100 metra boðhlaupi eftir að liðið var dæmt úr leik í úrslitum í gær. Tuttugu ár eru liðin síðan Bandaríkin unnu síðast til verðlauna í greininni.

Imane Khelif landaði gullinu örugglega
Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni.

Hetjulegur endasprettur dugði Slóvenum skammt
Danir eru komnir í úrslitaleik Ólympíuleikanna í handbolta, þriðju leikana í röð, eftir 31-30 sigur á Slóveníu í kvöld.