Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Kærastan fegin að hafa kynnst Patrik fyrir Prettyboitjokko

Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan Patrik Atlason, þekktur undir listamannanafninu Prettyboitjokko, og Friðþóra Sigurjónsdóttir eru eitt heitasta par landsins. Ást þeirra hefur blómstrað síðan þau byrjuðu að slá sér upp í síðbúinni sumarást í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Tók U-beygju eftir krabba­meins­greiningu og gerðist húð­flúrari

„Þetta var svo mikið sjokk. Ég man að það kom ekki orð upp úr mér í tíu mínútur,“ segir tónlistarmaðurinn, húðflúrslistamaðurinn og kvikmyndatökumaðurinn Gunnar Ingi Jones. Hann greindist með krabbamein 27 ára gamall en náði blessunarlega bata á skömmum tíma. Hann segir andlegu áhrifin hafa komið mánuðum seinna en þessi lífsreynsla hafi kennt honum mikilvægi jákvæðs hugarfars. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá lífinu og listsköpuninni.

Lífið
Fréttamynd

Diljá komst ekki áfram

Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

„Hann er alltaf bara litli strákurinn minn“

„Ég er eiginlega ekkert að fatta það að hann sé vinsæll. Kannski líka að það er svo einfalt að vera þekktur á Íslandi. Hann gerir allt sem hann vill og það er ekkert vesen eða áreiti,“ segir Hekla Aðalsteinsdóttir flugfreyja og mamma tónlistarmannsins Arons Can Gultekin.

Lífið
Fréttamynd

Ástar-haturs sam­band við Reykja­vík varð að lagi

„Ég komst að því nýlega að ég ætti í ástar-haturs sambandi við Reykjavík, borgina sem ég hef búið í rúmlega 70% af ævinni,“ segir tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Einar Lövdahl, sem var að senda frá sér lagið Reykjavík, ó, Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Óperu­stjarnan Grace Bumbry er látin

Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar.

Menning
Fréttamynd

Ína Berg­lind vann Söng­keppni Sam­fés

Ína Berglind Guðmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Nýjung á Egilsstöðum stóð uppi sem sigurvegari í Söngkeppni Samfés í gær. Söng hún frumsamda lagið Tilgangslausar setningar. 

Lífið
Fréttamynd

Prettyboitjokko grátbað um annað lag

Tónlistarmaðurinn Prettyboitjokko hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Fyrst með samnefndu lagi, Prettyboitjokko, sem hann frumflutti í mars síðastliðnum, en í gær kom svo út fyrsta smáskífan. Listamaðurinn, sem heitir réttu nafni Patrekur Atlason, tók sér sviðsnafnið í upphafi ferils síns.

Lífið
Fréttamynd

Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar

Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu.

Tónlist
Fréttamynd

Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud

Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran.

Erlent
Fréttamynd

Frum­­sýning: Fóru á list­rænt flug á hár­greiðslu­stofunni

Þeir Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason, Þórður Sigurðsson og Jón Björn Ríkharðsson mynda hljómsveitina Rock Paper Sisters. Systurnar svokallaðar voru að klára sína fyrstu plötu eftir mikla vinnu og frumsýna hér listrænt tónlistarmyndband við fyrsta smellinn sinn With You.

Tónlist
Fréttamynd

Þróaði með sér dellu fyrir míkra­fóna­smíði

„Sýningin tengir saman myndlist, tónlist og eðlisfræði og kjarni hennar er að fanga útlit tónbilanna tólf á sínu myndræna formi,“ segir fjöllistamaðurinn Baldvin Hlynsson, sem opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag klukkan 18:00. Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til ellefta maí næstkomandi.

Menning
Fréttamynd

Lærði ensku til að geta skilið Back­street Boys

Sýrlensk-kanadíski rithöfundurinn Danny Ramadan er staddur hér á landi og fór á Backstreet Boys-tónleikana í gærkvöldi með forsetafrúnni Elizu Reid. Að sögn Elizu lærði Ramadan ensku til þess að geta skilið texta Backstreet Boys. 

Lífið
Fréttamynd

„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“

Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi.

Innlent