Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 21. desember 2022 10:01
Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Eftir þunga daga undanfarið teljum við þörf á því að létta lund landans. Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er líklega ekki það jólalegasta né hátíðlegasta, en það gleður. Það ætti í það minnsta að gleðja alla í kringum fimm ára aldurinn og vonandi fleiri. Jól 21. desember 2022 07:01
Lög ársins 2022 að mati Loga Pedro Frumlegheit og fjölbreytni réðu ríkjum í tónlistarheiminum árið 2022 ef marka má ýmsa álitsgjafa sem Lífið á Vísi hefur rætt við. Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro er meðal þeirra en hér fyrir neðan deilir hann því sem honum fannst standa upp úr í tónlistinni frá árinu sem er að líða. Tónlist 20. desember 2022 20:01
„Það eru engin jól án tónlistar“ „Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld. Lífið 20. desember 2022 13:09
Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 20. desember 2022 11:31
Forsprakki The Specials er látinn Breski söngvarinn Terry Hall, forsprakki ska-sveitarinnar The Specials, er látinn, 63 ára að aldri. Tónlist 20. desember 2022 07:37
Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað. Jól 20. desember 2022 07:00
Syngur íslenskt lag í erlendri Netflix seríu Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Anna Gréta flytur íslenska lagið „Hafið syngur“ í japönsku sjónvarpsseríunni First Love sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í nóvember. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá verkefninu. Tónlist 19. desember 2022 20:31
Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári. Jól 18. desember 2022 07:01
Ótrúlega samrýmdir jólabræður á Íslenska listanum Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson dreifa jólaskapinu á Íslenska listanum á FM í þessari viku en lagið þeirra Jólabróðir er kynnt inn sem líklegt til vinsælda. Tónlist 17. desember 2022 16:00
Jóladagatal Vísis: Jólalagið sem allir og amma þeirra elska Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er klassískt, fallegt jólalag sem hefur fylgt kynslóðum áratugum saman eða réttara sagt frá árinu 2009.Lagið sem um ræðir er Það snjóar. Jól 17. desember 2022 07:01
Lög ársins 2022 hjá plötusnúðinum Sóleyju Plötusnúðurinn DJ Sóley Bjarna ræddi við Lífið á Vísi um þau lög sem henni fannst standa upp úr á árinu. Tónlist 16. desember 2022 20:01
Þessi fá listamannalaunin 2023 Tilkynningar hafa verið sendar út til þeirra listamanna sem sóttu um starfslaun fyrir árið 2023 og hafa beðið milli vonar og ótta. Nú liggur fyrir hverjir fá listamannalaun og hverjir ekki. Menning 16. desember 2022 17:37
Sex listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin í ár Una Torfa, gugusar, Kvikindi, Oh Mama (Ruxpin), Final Boss Type Zero og Kusk hljóta Kraumsverðlaunin í ár. Verðlaunin voru afhent á tónleikastaðnum Mengi. Tónlist 16. desember 2022 10:04
Jóladagatal Vísis: Tryllt syrpa með Frikka Dór og Steinda Kæru lesendur. Það er kominn 16.desember og ekki lengur hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að jólin eru á næsta leiti. Það er föstudagur og þess vegna erum við ekki með eitt lag í Jóladagatali Vísis í dag, ekki tvö, heldur þrjú! Jól 16. desember 2022 07:00
Fjölbreyttur hópur íslenskra tónlistarkvenna í uppáhaldi Tónlistarárið 2022 var viðburðaríkt og fjölbreytt og eflaust voru ótal margir sem nutu þess til hins ítrasta að geta upplifað tónleika í margmenni á ný. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár. Tónlist 15. desember 2022 20:00
Íslandsvinir ársins 2022: Rómantík í lóninu, spenna á Suðurnesi og heimsókn í Icelandverse Ferðaþjónustan komst skrefi nær því að komast í eðlilegt horf í ár eftir harðar samkomu- og ferðatakmarkanir árin 2020 og 2021. Öllum takmörkunum var aflétt hér á landi í febrúar og streymdu ferðamenn til landsins, þar á meðal fræga fólkið. Íslensk náttúra virðist áfram vera helsta aðdráttaraflið. Lífið 15. desember 2022 14:00
Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Tónlistarkonan Klara Elías heldur jólatónleika í sundlaug um helgina í sínum heimabæ Hafnarfirði. Jól 15. desember 2022 13:31
Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Jól 15. desember 2022 07:01
Uppáhalds lög Birgittu Lífar árið 2022 Árið 2022 var með sanni viðburðaríkt í tónlistinni og fjölbreytileikinn skein skært með ólíkum tónlistarstefnum sem náðu vinsældum. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að deila með lesendum hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár. Tónlist 14. desember 2022 20:00
Hágrét á miðju sviðinu eftir tilfinningalegan rússíbana „Undirbúningur er í fullum gangi og gengur mjög vel. Það er fullt af lausum endum sem þarf að græja en þetta er allt að koma heim og saman,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson sem heldur Jülevenner Emmsjé Gauta í næstu viku. Lífið 14. desember 2022 13:09
Snorri Ásmundsson segist tilbúinn í hlutverkið besti málari Evrópu Snorri Ásmundsson er nýkominn heim úr ævintýralegri og vel heppnaðri gestavinnustofudvöl í Vínarborg þar sem hann hélt frægan píanó gjörning og einkasýningu. Blaðamaður tók púlsinn á Snorra sem hefur nú gefið út yfirlýsingu um það sem koma skal. Menning 14. desember 2022 11:30
Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu 14. desember er runninn upp. Lag dagsins er stuðsmellur af bestu gerð, tilvalinn með jólatiltektinni eða til að létta lundina í bílnum í jólaumferðinni. Jól 14. desember 2022 07:01
Bestu erlendu lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2022. Á mánudaginn taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2022. Lífið 13. desember 2022 15:29
Þessi komust í úrslit í Sykurmolanum, lagakeppni X977 Dómnefnd X-977 hefur nú valið lögin til úrslita í Sykurmolanum, lagakeppni X-977 og Orku náttúrunnar. Lífið samstarf 13. desember 2022 14:01
Bein útsending - Jólatónleikar Fíladelfíu hefjast kl 21 Jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu hefjast klukkan 21 í kvöld í hátíðarsal kirkjunnar við Hátún 2. Tónleikunum verður streymt beint hér á Vísi. Lífið samstarf 13. desember 2022 13:00
Meðlimur BTS hefur herþjálfun Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar. Tónlist 13. desember 2022 10:52
Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Bíó og sjónvarp 13. desember 2022 10:27
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. Atvinnulíf 13. desember 2022 07:26
Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Lag dagsins er mögulega ekki sérstaklega jólalegt, en það er allt í lagi því það hefur svo margt annað sem vegur upp á móti því. Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti dillað sér við þetta lag, hið eina sanna Skólarapp. Jól 13. desember 2022 07:00