Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2024 07:09 Kosningabaráttan er hafin og Sunak verið á ferð og flugi að hitta kjósendur. Með honum í för er eigikona hans, Akshata Murty, en faðir hennar er meðal ríkustu manna heims. AP/Chris Ratcliffe Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Sjá meira