Andlát

Fréttamynd

Ná­granna­stjarnan Janet Andrewartha látin

Leikkonan Janet Andrewartha sem fór með hlutverk Lyn Scully í sápuóperunni Nágrönnum er látin, 72 ára að aldri. Greint er frá fráfalli hennar á Instagram-síðu sjónvarpsþáttanna vinsælu en persónan Lyn Scully var móðir Stephanie, Felicity og Michelle, og var gift Joe, í um tuttugu ár frá árinu 1999.

Lífið
Fréttamynd

Four Tops söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir látinn

Söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir, sem söng með Motown-hópnum Four Tops, er látinn 88 ára að aldri. Four Tops-hópurinn var þekktastur fyrir lögin Reach Out I'll Be There og I Can't Help Myself (Sugar Pie Honey Bunch). 

Tónlist
Fréttamynd

Faðir Kobe Bryant er látinn

Joe Bryant, faðir körfuboltagoðsagnarinnar Kobe Bryan heitins, er látinn 69 að aldri. Líkt og sonur hans lék Bryant í NBA-deildinni á sínum yngri árum. 

Körfubolti
Fréttamynd

Shannen Doherty látin

Bandaríska leikkonann Shannen Doherty, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210 er látin 53 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Viðar „Enski“ Skjól­dal látinn

Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Shelley Duvall látin

Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin. Hún lést í dag, fjórum dögum eftir 75 ára afmælisdaginn sinn. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum Shining og Annie Hall.

Lífið
Fréttamynd

Hall­dór B. Jóns­son látinn

Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést þriðjudaginn 9. júlí eftir veikindi. Hann var 75 ára gamall. Greint er frá andláti Halldórs á heimasíðu Fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Arki­tektinn sem mótaði útivistarperlurnar látinn

Landslagsarktitektinn Reynir Vilhjálmsson er látinn, 89 ára að aldri. Fáir hafa á ferli sínum haft jafn rík áhrif og hann á mótun mannngerðra útivistarsvæða hérlendis, bæði innan borgarlandsins sem og í bæjum víða um land.

Innlent
Fréttamynd

Stofnandi Stealers Wheel látinn

Skoski tónlistarmaðurinn Joe Egan er látinn, 77 ára að aldri. Tilkynnt var um andlát hans á sunnudag. Joe Egan var annar tveggja stofnmeðlima hljómsveitarinnar Stealers Wheel, sem gerði garðinn frægan með laginu Stuck in the middle with you.

Lífið
Fréttamynd

Jon Landau er látinn

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Einn helsti rit­höfundur Albaníu er allur

Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Portúgalar syrgja mikla goð­sögn á miðju Evrópu­móti

Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho eru meðal þeirra sem minnast portúgölsku fótboltagoðsagnarinnar Manuel Fernandes sem lést í gær. Portúgalska þjóðin syrgir þessa miklu goðsögn en fram undan er leikur á móti Slóveníu í sextán liða úrslitum EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Söngvari Crazy Town látinn

Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Söngvarinn, sem heitir Seth Binzer, lést í gær samkvæmt upplýsingum frá réttarmeinafræðingum í Los Angeles. Söngvarinn fannst látinn heima hjá sér en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök.

Lífið
Fréttamynd

Donald Sutherland er látinn

Kanadíski leikarinn Donald Sutherland, frægur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen og MASH, er látinn eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 88 ára gamall.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Jose Luis Garcia er allur

Veitingamaðurinn Jose Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hann hafi starfað áratugum saman að veitingarekstri í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ellý Katrín hefur kvatt þennan heim

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, lögfræðingur,  fyrrverandi borgarritari og sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, er látin. Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Lág­vaxinn, grjót­harður nagli og alltaf hress

Skúli Óskarsson kraftlyftingamaður er fallinn frá. Ekki er víst að yngri kynslóðin geri sér fulla grein fyrir því hvers kyns stórstjarna Skúli var á sínum tíma og átti hvert bein í þjóðinni. Hann lét sannarlega til sín taka, svo mjög að Laddi samdi um hann lag sem naut talsverðra vinsælda.

Innlent