Fangelsismál

Fréttamynd

Dvaldi sjálfviljugur í fangelsi á Íslandi í tvær vikur

Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ borist ábendingar vegna vinnu fanga

Alþýðusamband Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þess efnis að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinna meðal annars störfum iðnaðarmanna og fá eingöngu greiddar 400 krónur á tímann.

Innlent
Fréttamynd

Mál Mirjam kalli á breytt verklag

Við erum í þessum töluðu orðum að klára kæruna til ráðuneytisins, þar sem við erum að óska eftir betri niðurstöðu í hennar málum, segir Sveinn Guðmundsson lögmaður

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjóri Ohio þyrmdi lífi fanga

John Kasich, ríkisstjóri Ohio, þyrmdi lífi manns sem dæmdur hafði verið til dauða vegna galla í málsmeðferð mannsins. Ákvörðunin var tekin eftir að meðlimur kviðdómsins komst á snoðir um misnotkun sem maðurinn varð fyrir í æsku.

Erlent