Svíþjóð

Fréttamynd

Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu

Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna.

Lífið
Fréttamynd

Magda­lena Anders­son for­sætis­ráð­herra aftur á ný

Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Tilnefnir Andersson á nýjan leik

Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti

Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð

Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Andersson fær fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar og nýr leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur fyrst leiðtoga flokka á sænska þinginu fengið stjórnarmyndunarumboð. Mynda þarf nýja ríkisstjórn eftir að Stefan Löfven sagði af sér.

Erlent
Fréttamynd

Stefan Löfven búinn að segja af sér

Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina.

Erlent
Fréttamynd

Idol-ævin­týri Birkis heldur á­fram

Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti.

Tónlist
Fréttamynd

Hægriöfgamaður grunaður um að skipuleggja voðaverk í Svíþjóð

Sænska lögreglan handtók í gær karlmann á þrítugsaldri sem er grunaður að hafa ætlað að valda eyðileggingu sem ógnaði almenningi. Maðurinn er talinn hafa tengsl við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, hreyfingu norrænna nýnasista sem teygir anga sína meðal annars til Íslands.

Erlent