Reykjavík

Þriggja bíla árekstur á Miklubraut
Þrír bílar skullu saman á Miklubraut í kvöld, við Grensásveg. Að minnsta kosti tveir voru fluttir á slysadeild.

Misspennt fyrir verkfalli: „Þetta er fínt, meira frí“
Krakkar í Laugalækjaskóla í Reykjavík og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru misspenntir fyrir yfirvofandi verkfalli kennara við skólana. Sumir óttast að missa of mikið úr á meðan aðrir eru spenntir fyrir smá auka fríi.

Albert sýknaður
Albert Guðmundsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í dag.

Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni
Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“.

Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli
Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall.

Stefna á að opna sundlaugar í Reykjavík í fyrramálið
Nesjavallavirkjun er nú aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og Kópavogi búast þau við því að geta opnað allar sundlaugar aftur í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort önnur sveitarfélög opni líka.

Ísland sagt „heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar“
Einhverjar allra vafasömustu vefsíður sem finna má á alnetinu eru með heimilisfang skráð á Íslandi, nánar tiltekið við Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, þar sem Reðasafnið er meðal annars til húsa. Umfangsmikil fréttaskýring um málið birtist á vef New York Times í dag undir yfirskriftinni „Svona varð Ísland að stafrænu heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar.“

Tólf hundruð fylgdust með tendrun friðarsúlunnar
Um 1.200 komu saman í Viðey í kvöld til að fylgjast með tendrun friðarsúlunnar. Kveikt var á friðarsúlunni í kvöld í 18. sinn.

Þurfa ekki að greiða vegna viðskiptavina sem borguðu ekki fyrir bílastæði
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að Brimborg ehf. þurfi ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur, auk vaxta frá 31. maí 2019, vegna afnota viðskiptavina bílaleigu Brimborgar á bílastæði við Hafnartorg. Brimborg var sýknað af kröfum Rekstrarfélagsins á öllum dómstigum.

The Guardian fjallar um túrismann sem gleypi íslenska tónleikastaði
Tíðindi af fækkun tónlistarstaða í Reykjavík þar sem listamenn á borð við Björk, Sigur Rós og Ólaf Arnalds stigu áður á stokk hafa ratað í heimsfréttirnar. The Guardian fjallar um hina miklu fjölgun ferðamanna og hótela sem hafi hreinlega gleypt minni tónleikastaði.

Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað
Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu.

Hlaut lífshættulega áverka vegna stunguárásar
Einstaklingur sem var stunginn í Grafarvogi í nótt hlaut lífshættulega áverka. Hann var fluttur á á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans.

Bilun gæti valdið heitavatnsleysi víðar
Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu.

Ökumaðurinn liðlega tvítugur
Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma.

Nú má keyra á nagladekkjum í borginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða sem búnar eru nagladekkjum.

Heitavatnslaust víða í Vesturbænum
Heitavatnslaust verður í stórum hluta Vesturbæjar Reykjavíkur sunnan Hringbrautar milli klukkan 08 og 16 í dag.

Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu
Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum.

Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli
Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun.

Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp.

Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri
Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst.

Burt með mismunun!
Börnum af erlendum uppruna og reyndar fullorðnum líka er mismunað á Íslandi eftir uppruna og búsetu. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu OECD um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og samanburð við stöðuna í Evrópu dregur vel fram mikilvægi þessa málaflokks.

Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum
Byggjum blokkir ofan í Sundahöfn. Setjum hraðahindrun í innsiglingu Reykjavíkurhafnar. Reisum stökkbretti í Kömbunum. Hljóma þessar tillögur skynsamlega? Nei auðvitað ekki. Það eru fleiri slæmar hugmyndir eins og t.d. þessar; Þrengjum að Reykjavíkurflugvelli með byggð í Nýja Skerjafirði og nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík 90 metra frá brautarstefnu 13 og sleppum því að grisja tré í Öskjuhlíð.

Engu um að kenna nema „handónýtu kerfi“
Inga Dagný Ingadóttir, móðir hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar sem ráðinn var bani í síðasta mánuði, segir um að ræða hörmulegan og ófyrirsjáanlegan atburð sem ekki sé hægt að kenna neinu öðru um en „handónýtu kerfi“.

„Þú hugsar bara: Hver var skotinn?”
Leandro Mulinari afbrotafræðingur frá Svíþjóð segir hlutverk borgaralegra samtaka vanmetið þegar kemur að ofbeldi í litlum samfélögum. Það verði að styrkja hlutverk þeirra. Það sé ekki nóg að skoða hvar og hvenær ofbeldið eigi sér stað heldur líka hvaða áhrif það hefur og hver gæti verið ástæðan.

Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar
Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld.

Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag
Dómur í nauðgunarmáli Alberts Guðmundssonar verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm.

Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar
Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn.

Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi
Eigandi fiskbúðar sem opnar í Laugardalnum í dag segir að þó fiskbúðum fækki ört í borginni sé ákall frá íbúum um sérverslanir í nærumhverfinu. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu eigi enn við.

JL Gettó
Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun.

Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor
Stúdentar í Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands stóðu fyrir verkfalli og mótmælum í hádeginu í dag. Gróflega áætlað voru um tvö hundruð manns samankomin til að krefjast þess að menntastofnanirnar skýrðu afstöðu sína.