Reykjavík Dæmdar tæplega fimmtíu milljónir fjórtán árum eftir handtökuna Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni. Innlent 5.7.2024 11:45 Allsgáður en ók niður ljósastaur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni. Innlent 5.7.2024 06:32 Gámur fluttur án leyfis eiganda og öllu stolið úr honum Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. Innlent 4.7.2024 20:47 Mátti ekki pissa á starfsmann svo hann meig á glugga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um mann sem hótaði að pissa á starfsmann verslunar í miðbæ Reykjavíkur. Þegar manninum var vísað út meig hann á glugga verslunarinnar. Innlent 4.7.2024 18:51 Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóróveiru síðasta sumar Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar. Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. Innlent 4.7.2024 10:00 Stærðarinnar skilti sem ekkert má sýna Framkvæmdastjóri Ormsson segir dapurlegt að deilur við Reykjavíkurborg um auglýsingaskilti félagsins þurfi að fara fyrir dómstóla. Innlent 3.7.2024 21:01 Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Innlent 3.7.2024 20:55 Skemmdu bíla í reiðiskasti áður en þeir flúðu lögreglu á rafskútu Tveir góðkunningjar lögreglunnar sem voru handteknir og yfirheyrðir í gær eru nú lausir úr haldi. Mennirnir ullu skemmdum á ökutækjum við Granda í Reykjavík, og flúðu svo lögreglu á rafhlaupahjóli. Innlent 3.7.2024 14:58 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Innlent 3.7.2024 14:30 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Innlent 3.7.2024 10:43 Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. Innlent 3.7.2024 08:41 Íbúí í Holtunum smitaðist af hermannaveiki Íbúí í Vatnsholti í Reykjavík smitaðist af hermannaveiki og hefur heilbrigðiseftirlit borgarinnar gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu. Innlent 2.7.2024 21:38 Íslandsbankahúsið rústir einar Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi er rústir einar. Unnið hefur verið að niðurrifi hússins í rúma tvo mánuði. Innlent 2.7.2024 19:42 Tveir góðkunningjar flúðu lögregluna á hlaupahjóli Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir síðdegis eftir að hafa flúið lögreglu á hlaupahjóli í vesturhluta Reykjavíkur. Lögregla ók lengi eftir mönnunum á grasi við göngustíg en þeir hvikuðu hvergi á ferð sinni. Innlent 2.7.2024 15:33 Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. Innlent 1.7.2024 23:13 Sumir sautján ára, aðrir á sjötugsaldri og enn aðrir ákærðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð þó nokkra ökumenn að hraðakstri um helgina. Ökumenn voru svo gott sem á öllum aldri, en sumir keyrðu svo hratt að þeir eiga yfir höfði sér ákæru. Innlent 1.7.2024 16:30 Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. Innlent 1.7.2024 11:06 Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. Innlent 1.7.2024 10:38 Eldur kom upp í rafmagnshlaupahjóli í hleðslu innandyra Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um tíuleytið í gærmorgun vegna elds í bílskúr í Ártúnsholti. Eldurinn kom upp í rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu innandyra. Innlent 1.7.2024 09:08 Brotist inn í fataverslun Brotist var inn í fataverslun í miðæ Reykjavíkur í nótt. Málið er í rannsókn lögreglu. Innlent 1.7.2024 06:30 Hundsbitum fari fjölgandi Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. Innlent 30.6.2024 21:01 Séra Arna Ýrr tekur við af verðandi biskupi Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið ráðin sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, en hún tekur við 1. júlí af sr. Guðrún Karls Helgudóttur sem hefur verið ráðin biskup Íslands. Innlent 30.6.2024 15:23 Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. Innlent 30.6.2024 15:01 Óður hundur réðst á tvo í Grafarvogi Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi. Innlent 30.6.2024 13:08 Tekinn próflaus á 120 kílómetra hraða Ökumaður sem var stöðvaður í hverfi 108 í nótt fyrir að aka á 120 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, reyndist án gildra ökuréttinda. Tveir aðrir voru stöðvaðir í nótt sem reyndust án ökuréttinda, einn þeirra var undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn sektaður fyrir að nota ekki bílbelti við akstur. Innlent 30.6.2024 10:34 Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 29.6.2024 22:36 „Hann á að vera hér á Íslandi“ Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Innlent 29.6.2024 19:24 Rændi fötum fyrir nánast hundrað þúsund Tilkynnt var í dag um þjófnað í verslun í hverfi 101, þar sem fatnaði að verðmæti 92 þúsund krónum var stolið. Gerandi er ókunnur. Innlent 29.6.2024 17:50 Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall Séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakalls. Prestakallið þarnast nýs prests frá og með 1. júlí, þegar séra Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til embættis biskups Íslands. Innlent 29.6.2024 14:43 Parísarhjólið varla óvinsælt ef sextíu þúsund vilja taka snúning Borgarstjóri hefur ekki áhyggjur af því sem kallaður hefur verið lítill áhugi landsmanna á parísarhjólinu við Miðbakka í Reykjavík. Fimmtán prósent þjóðarinnar reiknar með að fara hring í hjólinu í sumar. Innlent 29.6.2024 13:51 « ‹ 29 30 31 32 33 34 35 36 37 … 334 ›
Dæmdar tæplega fimmtíu milljónir fjórtán árum eftir handtökuna Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni. Innlent 5.7.2024 11:45
Allsgáður en ók niður ljósastaur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni. Innlent 5.7.2024 06:32
Gámur fluttur án leyfis eiganda og öllu stolið úr honum Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. Innlent 4.7.2024 20:47
Mátti ekki pissa á starfsmann svo hann meig á glugga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um mann sem hótaði að pissa á starfsmann verslunar í miðbæ Reykjavíkur. Þegar manninum var vísað út meig hann á glugga verslunarinnar. Innlent 4.7.2024 18:51
Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóróveiru síðasta sumar Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar. Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. Innlent 4.7.2024 10:00
Stærðarinnar skilti sem ekkert má sýna Framkvæmdastjóri Ormsson segir dapurlegt að deilur við Reykjavíkurborg um auglýsingaskilti félagsins þurfi að fara fyrir dómstóla. Innlent 3.7.2024 21:01
Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Innlent 3.7.2024 20:55
Skemmdu bíla í reiðiskasti áður en þeir flúðu lögreglu á rafskútu Tveir góðkunningjar lögreglunnar sem voru handteknir og yfirheyrðir í gær eru nú lausir úr haldi. Mennirnir ullu skemmdum á ökutækjum við Granda í Reykjavík, og flúðu svo lögreglu á rafhlaupahjóli. Innlent 3.7.2024 14:58
„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Innlent 3.7.2024 14:30
„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Innlent 3.7.2024 10:43
Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. Innlent 3.7.2024 08:41
Íbúí í Holtunum smitaðist af hermannaveiki Íbúí í Vatnsholti í Reykjavík smitaðist af hermannaveiki og hefur heilbrigðiseftirlit borgarinnar gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu. Innlent 2.7.2024 21:38
Íslandsbankahúsið rústir einar Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi er rústir einar. Unnið hefur verið að niðurrifi hússins í rúma tvo mánuði. Innlent 2.7.2024 19:42
Tveir góðkunningjar flúðu lögregluna á hlaupahjóli Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir síðdegis eftir að hafa flúið lögreglu á hlaupahjóli í vesturhluta Reykjavíkur. Lögregla ók lengi eftir mönnunum á grasi við göngustíg en þeir hvikuðu hvergi á ferð sinni. Innlent 2.7.2024 15:33
Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. Innlent 1.7.2024 23:13
Sumir sautján ára, aðrir á sjötugsaldri og enn aðrir ákærðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð þó nokkra ökumenn að hraðakstri um helgina. Ökumenn voru svo gott sem á öllum aldri, en sumir keyrðu svo hratt að þeir eiga yfir höfði sér ákæru. Innlent 1.7.2024 16:30
Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. Innlent 1.7.2024 11:06
Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. Innlent 1.7.2024 10:38
Eldur kom upp í rafmagnshlaupahjóli í hleðslu innandyra Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um tíuleytið í gærmorgun vegna elds í bílskúr í Ártúnsholti. Eldurinn kom upp í rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu innandyra. Innlent 1.7.2024 09:08
Brotist inn í fataverslun Brotist var inn í fataverslun í miðæ Reykjavíkur í nótt. Málið er í rannsókn lögreglu. Innlent 1.7.2024 06:30
Hundsbitum fari fjölgandi Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. Innlent 30.6.2024 21:01
Séra Arna Ýrr tekur við af verðandi biskupi Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið ráðin sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, en hún tekur við 1. júlí af sr. Guðrún Karls Helgudóttur sem hefur verið ráðin biskup Íslands. Innlent 30.6.2024 15:23
Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. Innlent 30.6.2024 15:01
Óður hundur réðst á tvo í Grafarvogi Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi. Innlent 30.6.2024 13:08
Tekinn próflaus á 120 kílómetra hraða Ökumaður sem var stöðvaður í hverfi 108 í nótt fyrir að aka á 120 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, reyndist án gildra ökuréttinda. Tveir aðrir voru stöðvaðir í nótt sem reyndust án ökuréttinda, einn þeirra var undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn sektaður fyrir að nota ekki bílbelti við akstur. Innlent 30.6.2024 10:34
Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 29.6.2024 22:36
„Hann á að vera hér á Íslandi“ Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Innlent 29.6.2024 19:24
Rændi fötum fyrir nánast hundrað þúsund Tilkynnt var í dag um þjófnað í verslun í hverfi 101, þar sem fatnaði að verðmæti 92 þúsund krónum var stolið. Gerandi er ókunnur. Innlent 29.6.2024 17:50
Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall Séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakalls. Prestakallið þarnast nýs prests frá og með 1. júlí, þegar séra Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til embættis biskups Íslands. Innlent 29.6.2024 14:43
Parísarhjólið varla óvinsælt ef sextíu þúsund vilja taka snúning Borgarstjóri hefur ekki áhyggjur af því sem kallaður hefur verið lítill áhugi landsmanna á parísarhjólinu við Miðbakka í Reykjavík. Fimmtán prósent þjóðarinnar reiknar með að fara hring í hjólinu í sumar. Innlent 29.6.2024 13:51