Reykjavík

Fréttamynd

Furða sig yfir að rannsóknin nái ekki yfir allan tímann

Fólk sem var vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins gagnrýnir að heimilið hafi ekki verið rannsakað allan þann tíma sem það starfaði. Vísbendingar séu um að börn hafi sætt illri meðferð þar allt til ársins 1979. Ráðherra býst við að sanngirnisbætur verði ákveðnar í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Fresta opnun Laugardalslaugar

Reykjarvíkurborg greinir frá því í tilkynningu að ekki verði unnt að opna Laugardalslaug 10. október eins og fyrirhugað var.

Innlent
Fréttamynd

Inga Lind mætti í einkapartý

Það var heldur betur góð stemmning á Hverfisgötunni í gær þar sem eigendur Röntgen buðu útvöldum til haustfögnuðar. Staðurinn var lokaður almenningi á milli 17 og 19 á meðan gestir nutu drykkja og matar auk tónlistar.

Lífið
Fréttamynd

„Enginn svefn í 365 nætur“

Athafnakonan og tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir fagnaði eins árs afmæli yngstu dóttur hennar og Gunnars Steins Jónssonar handboltakappa, Önnu Magdalenu, í gær. Hún segir árið hafa einkennst af miklu svefnleysi.

Lífið
Fréttamynd

Hvað telst vera eðlileg leið heim úr vinnu?

Hæstiréttur ákvað í fyrradag að skokkari sem lenti í slysi á leið heim úr vinnu eigi rétt á bótum eins og um vinnuslys hafi verið að ræða þar sem leiðin milli vinnustaðar og heimilis taldist eðlileg, þrátt fyrir að ekki hafi verið um stystu leið að ræða. En hvað telst eðlileg leið? 

Innlent
Fréttamynd

„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“

Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað.

Innlent
Fréttamynd

Var lengi í afneitun

„Ég ætlaði bara að taka þetta létt. Fá léttustu útgáfuna af þessu. Eins og ég gæti pantað það,“ segir Salóme H. Gunnarsdóttir en hún er ein af þeim Íslendingum sem greinst hafa með Parkinson sjúkdóminn.

Innlent
Fréttamynd

Minnst milljarður á ári í hjól­reiða­inn­viði

Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Björk og Rosali­a berjast gegn sjó­kvía­eldi með lagi

Björk vill á­samt spænsku söng­konunni Rosaliu leggja bar­áttunni gegn sjó­kvía­eldi á Ís­landi lið. Þær hafa til­kynnt út­gáfu lags í októ­ber og hvetja alla Ís­lendinga til að mæta á mót­mæli gegn fisk­eldi á Austur­velli á laugar­dag. Þar mun Bubbi stíga á svið.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra

Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast við í­trekuðum seinkunum leiðar 14

Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skóflu­stungan tekin við Grens­ás

Heil­brigðis­ráð­herra, Willum Þór Þórs­son, tók í dag fyrstu skóflu­stunguna að nýrri við­byggingu við Grens­ás­deild Land­spítala. Deildin er endur­hæfingar­deild Land­spítala en þangað koma sjúk­lingar til endur­hæfingar eftir að hafa lokið með­ferð á öðrum deildum spítalans.

Innlent
Fréttamynd

Um að­gengi að upp­lýsingum

Þann 27. september birtist pistill eftir Sigurð Gylfa Magnússon prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands þar sem hann skorar á borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs að endurskoða ákvarðanir þeirra um að hætta rekstri Borgarskjalasafns og Héraðsskjalasafni Kópavogs.

Skoðun
Fréttamynd

Of­bauð verðið á köku­­­sneiðum og kjöt­­­súpu í Perlunni

Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 

Neytendur