Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar 4. febrúar 2025 14:30 Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Húsnæðisvandi og hátt íbúðaverð hefur verið eitt meginviðfangsefni stjórnmálanna undanfarin ár og eitt af aðalumræðuefnunum fyrir hvort heldur er sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar. Það vekur óneitanlega furðu ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar í dag að taka ákvörðun, sem mun stuðla að hækkun íbúðaverðs og frekari húsnæðisvanda. Borgin leggur hærri kvaðir á húsbyggjendur Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að gatnagerðargjöld standi í dag ekki undir kostnaði við gatnagerð og muni heldur ekki gera það eftir hækkun. Þá verði gjaldskráin bara svipuð og í öðrum sveitarfélögum. Þá gleymist að nefna að Reykjavíkurborg gengur á mörgum öðrum sviðum miklu lengra í gjaldtöku og kvöðum á húsbyggjendur en önnur sveitarfélög, til dæmis þessum: Borgin leggur kvaðir á byggingarfélög um að félagsíbúðir séu 5% nýrra íbúða, en önnur sveitarfélög gera ekki sömu kröfur. Söluverð á þessum íbúðum er fyrirfram ákveðið og vel undir kostnaði, þannig að í því felast álögur á húsbyggjendur. Af sama toga eru kvaðir um að hlutfall leiguíbúða sé 15%. Byggingarréttargjöld eða innviðagjöld eru 17.500 krónur á fermetra í Reykjavík og eiga sér enga hliðstæðu. Reykjavík gerir þá kröfu til lóðarhafa á nýjum skipulagssvæðum að ákveðinni fjárhæð sé varið í listsköpun í almenningsrýmum, en það gera önnur sveitarfélög ekki. Á sumum nýjum þróunarreitum í borginni er kostnaður við uppbyggingu innviða á höndum lóðarhafa og má þar nefna Kringlureitinn og Skeifuna 7-9. Húsnæðisumbætur ríkisstjórnarinnar núllaðar út? Það vekur ekki síður furðu að á sama tíma og borgarstjórn Reykjavíkur ræðir hækkun byggingarkostnaðar sunnan við Vonarstræti hefur ríkisstjórn, sem er að hluta samansett af sömu stjórnmálaflokkum og borgarstjórnarmeirihlutinn, boðað að norðan götunnar, á Alþingi, verði lagður fram stafli af málum sem eiga að stuðla að því að lækka íbúðaverð og hjálpa fólki að eignast eigin húsnæði. Vonarstrætið er vissulega tvístefnugata - en eigum við að trúa því að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar í borgarstjórn ætli að greiða atkvæði með tillögum sem fara mögulega langt með að núlla út ávinninginn af þingmálum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að húsnæðiskostnaði almennings í stærsta sveitarfélagi landsins? Hér er ástæða fyrir borgarstjórn að staldra við og samþykkja ekki þessar miklu hækkanir á gatnagerðargjöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Húsnæðisvandi og hátt íbúðaverð hefur verið eitt meginviðfangsefni stjórnmálanna undanfarin ár og eitt af aðalumræðuefnunum fyrir hvort heldur er sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar. Það vekur óneitanlega furðu ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar í dag að taka ákvörðun, sem mun stuðla að hækkun íbúðaverðs og frekari húsnæðisvanda. Borgin leggur hærri kvaðir á húsbyggjendur Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að gatnagerðargjöld standi í dag ekki undir kostnaði við gatnagerð og muni heldur ekki gera það eftir hækkun. Þá verði gjaldskráin bara svipuð og í öðrum sveitarfélögum. Þá gleymist að nefna að Reykjavíkurborg gengur á mörgum öðrum sviðum miklu lengra í gjaldtöku og kvöðum á húsbyggjendur en önnur sveitarfélög, til dæmis þessum: Borgin leggur kvaðir á byggingarfélög um að félagsíbúðir séu 5% nýrra íbúða, en önnur sveitarfélög gera ekki sömu kröfur. Söluverð á þessum íbúðum er fyrirfram ákveðið og vel undir kostnaði, þannig að í því felast álögur á húsbyggjendur. Af sama toga eru kvaðir um að hlutfall leiguíbúða sé 15%. Byggingarréttargjöld eða innviðagjöld eru 17.500 krónur á fermetra í Reykjavík og eiga sér enga hliðstæðu. Reykjavík gerir þá kröfu til lóðarhafa á nýjum skipulagssvæðum að ákveðinni fjárhæð sé varið í listsköpun í almenningsrýmum, en það gera önnur sveitarfélög ekki. Á sumum nýjum þróunarreitum í borginni er kostnaður við uppbyggingu innviða á höndum lóðarhafa og má þar nefna Kringlureitinn og Skeifuna 7-9. Húsnæðisumbætur ríkisstjórnarinnar núllaðar út? Það vekur ekki síður furðu að á sama tíma og borgarstjórn Reykjavíkur ræðir hækkun byggingarkostnaðar sunnan við Vonarstræti hefur ríkisstjórn, sem er að hluta samansett af sömu stjórnmálaflokkum og borgarstjórnarmeirihlutinn, boðað að norðan götunnar, á Alþingi, verði lagður fram stafli af málum sem eiga að stuðla að því að lækka íbúðaverð og hjálpa fólki að eignast eigin húsnæði. Vonarstrætið er vissulega tvístefnugata - en eigum við að trúa því að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar í borgarstjórn ætli að greiða atkvæði með tillögum sem fara mögulega langt með að núlla út ávinninginn af þingmálum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að húsnæðiskostnaði almennings í stærsta sveitarfélagi landsins? Hér er ástæða fyrir borgarstjórn að staldra við og samþykkja ekki þessar miklu hækkanir á gatnagerðargjöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar