
Hveragerði

Segja löðrunginn eiga sér enga hliðstæðu hér á landi
Íslenskir leiðsögumenn fordæma atvik á Hótel Örk nýlega þar sem kona, sem sögð er fararstjóri, löðrungaði skólastelpu frá Bretlandi. Þetta ömurlega háttalag er sagt ekki eiga sér hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis.

Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk
Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð.

Litla hryllingsbúðin slær í gegn í Hveragerði
Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar er leikfélag bæjarins að sýna Litlu Hryllingsbúðina við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Bræður og systur spila stór hlutverk í sýningunni svo ekki sé minnst á Guggurnar eins og þær kalla sig, sem fara á kostum.

„Svona gerir maður ekki, mamma“
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði.

Tómas Ingi tekur við spennandi starfi í Hveragerði
Tómas Ingi Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Hamars og hefur nú formlega hafið störf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hamar.

Risa bjórhátíð í Hveragerði um helgina
Þrjátíu og tvö brugghús af öllu landinu taka þátt í Bjórhátíð Ölverks í Hveragerði um helgina, sem fer fram í gömlu heitu ylræktargróðurhúsi í bæjarfélaginu.

Fordæma uppsagnir og krefjast þess að ráðherra axli ábyrgð
Trúnaðarráð Eflingar fordæmir harðlega fjöldauppsagnir sem beinast gegn Eflingarfélögum á starfsstöðvum Grundarheimilanna í Hveragerði . Trúnaðarráð krefst þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka.

Eitt prósent Hveragerðisbúa missir vinnuna
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir uppsagnir fjölda starfsmanna dvalarheimilisins Áss í Hveragerði högg fyrir bæinn. Hann ætlar að reyna að fá Grund til að hætta við uppsagnirnar.

Skorar á forstjórann að endurskoða fjöldauppsögn
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir tíðindi af uppsögnum starfsfólks Grundar og dvalarheimilisins Áss í Hveragerði sorgleg. Hann hefur óskað eftir fundi með forstjóra Grundar.

Fækkun heimilisfólks ástæðan fyrir á fjórða tug uppsagna
Forstjóri Grundarheimilanna segir að 38 störf séu úr sögunni hjá fyrirtækinu og engar frekari uppsagnir fyrirhugaðar. Reksturinn hafi þyngst um nokkurn tíma og ástæðan sé fækkun heimilisfólks.

Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi.

33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp
Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður.

Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti
Sveitarfélag í örum vexti er eins og unglingur með vaxtarverki. Unglingurinn er hvattur áfram í þeirri vissu að þetta sé tímabil sem komast muni yfir, það er hlúð að honum eins og frekast er unnt. Framkvæmdir við þriðja áfanga stækkunar grunnskólans eru vel á veg komnar.

Skjálfti 3,2 að stærð við Geitafell
Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði.

Bleikur ráðherrafíll í umferðinni
Fyrr í vikunni barst mér til eyrna að hjón í Hveragerði hafi bæði verið handtekin sama kvöldið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Umrætt fíkniefni reyndist þó vera ADHD lyfið Elvanse sem bæði taka samkvæmt læknisráði og að fenginni ADHD greiningu.

Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu
Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði.

Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði
Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Handtekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum
Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru handtekin í fyrrakvöld þar sem amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau eru á. Fjórtán ára sonur þeirra varð eftir heima. Formaður ADHD samtakanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri innviðaráðherra og dómsmálaráðherra ábyrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Slökkvilið kallað til þegar reykur barst frá rútu í Kömbunum
Slökkviliðsbíll frá Brunavörnum Árnessýslu var sent í Kambana á Hellisheiði þegar tilkynning barst um reyk frá rútu. Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að aðeins hafði lekið inn á vél rútunnar svo reykur kom upp. Engum varð meint af.

Sóttu eldisstjóra til Færeyja
Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa.

Héldu eldi í skefjum með garðslöngu
Eldur kviknaði í húsi í Hveragerði í morgun á meðan íbúar þess, fimm manna fjölskylda, voru fjarverandi. Nágrannar brugðust hratt við og notuðu garðslöngu til þess að halda eldinum í skefjum.

Þriðja útkallið í Reykjadal á tveimur dögum
Björgunarsveitir voru kallaðar út í þriðja skiptið á tveimur dögum í dag. Í öll skiptin ræddi um fólk sem hafði dottið við göngu um svæðið.

Apinn Bóbó heiðursgestur í Hveragerði um helgina
Það var mikill fögnuður í Hveragerði í dag þegar apinn Bóbó kom með sendibíl úr Reykjavík til að taka þátt í bæjarhátíðinni “Blómastrandi dagar” um helgina. Hér erum við að tala um arftaka apa, sem margir muna eftir úr Eden.

Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði?
Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu.

„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“
Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna.

Uppbygging íþróttaaðstöðu í Hveragerði
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar.

Fresta byggingu nýrrar Hamarshallar
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Nauðsynlegt er talið að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar vegna aukinnar íbúafjölgunar og uppbyggingu á gervigrasvelli.

Rúta brann í Kömbunum
Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.

Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum
Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund.

Slæm loftgæði á Ísafirði og í Hveragerði í dag
Mikil loftmengun er á Ísafirði og í Hveragerði í dag og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna slæmra loftgæða. Gasmengun frá gosinu berst til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið.