Sósíalistaflokkurinn

Fréttamynd

Runnið á rassinn í Reykja­vík

Það fór ekki framhjá mörgum í síðasta mánuði þegar miklum snjó kyngdi niður á stuttum tíma á höfuðborgarsvæðinu, og raunar um land allt. Illa gekk hjá borginni að moka götur og stíga í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­vík ný­frjáls­hyggjunnar

Í síðustu viku komu borgarfulltrúar saman í borgarstjórn til þess að ræða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, 2023. Þarna höfðu kjörnir fulltrúar tækifæri til þess að sýna og segja borgarbúum hvernig þau hygðust vilja reka borgina. Hlutverk Reykjavíkur er að sjá til þess að það sé hér til grunnur fyrir alla.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi Sam­fylkingar rúm­lega tvö­faldast frá síðustu kosningum

Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna.

Innlent
Fréttamynd

Úr einum vasa í annan

Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar.

Skoðun
Fréttamynd

Sagðir hafa rætt um að drepa sósíal­ista­leið­toga

Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum okrið á leigj­endum

Leigjendur á Íslandi búa við mjög erfiða stöðu. Á síðustu árum hefur leiga farið hækkandi og var há fyrir. Þegar stærstur hluti heildarráðstöfunartekna þinna fer í húsnæðið, þá getur þú ekki leyft þér ýmislegt sem samfélagið hefur upp á að bjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn missir fjögur prósent milli mánaða

Framsóknarflokkurinn mælist með 15,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem framkvæmd var dagana 16. til 27. september. Flokkurinn var með 19,6 prósent í ágúst en tapaða fylgið virðist dreifast á Samfylkinguna, Viðreisn og Vinstri græna.

Innlent
Fréttamynd

„Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi“

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir of langt gengið í aukinni skattlagningu með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Svo langt gengið raunar, að óhætt væri fyrir sósíalista að segja þetta gott, enda erindið þrotið. Gunnar Smári Egilsson gefur lítið fyrir þetta og segir nú lag að hækka bankaskatt og sækja gróðann sem þar hafi myndast.

Innlent
Fréttamynd

Sáttmáli um áframhaldandi stéttaskiptingu

Alltof margir komast rétt svo í gegnum mánuðinn, hangandi á kvíðanum, streitunni og yfirdráttarheimildinni við að reyna að láta hlutina ganga upp í þessu stéttskipta samfélagi sem við búum í. Borgarstjórn ber ábyrgð á þjónustuveitingu í nærumhverfinu og vinnur út frá stefnumótun flokka sem mynda meirihluta. Sú stefnumótun var til umræðu í borgarstjórn í dag og er stefnumótun sem tekur engan veginn á rót vandans.

Skoðun
Fréttamynd

Mesta rán Ís­lands­sögunnar

Ég ætla að byrja á að segja ykkur sögu nýfrjálshyggjunnar. Sagan byrjar þar sem hin ríku lofa ykkur að skattalækkanir til þeirra sjálfra muni bæta hag allra. Málið er að við förum betur með fé en allir aðrir. Þess vegna erum við rík.

Skoðun
Fréttamynd

Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig

Ég hef skrifað greinar á Vísi undanfarna daga um skattaafslátt stjórnvalda til fjármagnseigenda, mest til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Sjálfstæðisflokknum og fylgitunglum hans finnst það frábærlega snjallt að rukka helmingi lægri skatt af fjármagnstekjum en af launatekjum, vitandi að eigendur flokksins græða mest á þessari reglu; hin fáu ríku og valdamiklu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtum á­fengis­gjald í fé­lags­lega upp­byggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af á­fengis­neyslu

Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi.

Skoðun
Fréttamynd

Skatt­kerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitar­fé­lög

Sveitarfélögin í landinu verða af um 18,9 milljarða tekjum þar sem ekki er tekið útsvar af fjármagnstekjum eins og af launatekjum. Megnið af fjármagnstekjum renna til allra tekjuhæsta fólksins. Það veldur því að hin tekjuhæstu borga hlutfallslega minnst til sveitarfélaganna þar sem þau búa. Sum hver borga ekki krónu, en nota samt skóla, götur og sundlaugar.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíalistar hástökkvarar í nýrri könnun

Fylgi Sósíalista hefur nær aldrei mælst hærra og hækkar mesta allra flokka í nýrri könnun Maskínu. Í júlí mældist flokkurinn með um fimm prósenta fylgi en nú með 7,3 prósent. Flokkurinn hefur hæst farið í 7,6 prósent í könnun Maskínu í desember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Skattkerfið hygli þeim tekjuháu

Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína.

Innlent
Fréttamynd

Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé

Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé.

Innlent
Fréttamynd

Svar við tísti Bjarna

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé. Tilefnið var andmæli mín við vangaveltum Bjarna að um draga þyrfti úr styrkjum til smærri stjórnmálahreyfinga og takmarka enn frekar möguleika þeirra til að fá kjörna þingmenn. Í sjálfu sér hef ég litlu við það að bæta sem ég skrifaði í Vísi í gær en mig langar samt að leggja inn í þessa umræðuna hvernig Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn fer með fé annara, láta eins og það klárist aldrei.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hlusta á Lilju

„Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun.

Skoðun
Fréttamynd

Skatt­píning barna

Á Íslandi er lagður hærri tekjuskattur á börn en fullorðið fólk. Og öfugt við þau fullorðnu fá börn engan persónuafslátt. Í þessari grein er lagt til að þessu verði breitt: Að börn verði skattlögð eins og fullorðið fólk, að þau fái persónuafslátt og að persónuafsláttur sé nýtanlegur innan fjölskyldunnar eins og á við um persónuafslátt sambúðarfólks.

Skoðun
Fréttamynd

Til hamingju með kosninga­réttinn – sorrí þið hin

Í dag eru liðin 88 ár síðan afnumdar voru takmarkanir á kosningarétti vegna fátæktar. Það gerðist með þingkosningunum 24. júní 1934. Á sama tíma var kosningaaldur lækkaður úr 25 árum í 21 ár. Eftir kosningarnar var stjórn hinna vinnandi stétta mynduð, samsteypustjórn flokka sem áttu rætur í meginhreyfingum almennings; samvinnu- og verkalýðshreyfingunni.

Skoðun