Lögreglan

Fréttamynd

Kjósa ekki fulltrúa í stjórn

Lögreglufélag Norðurlands vestra mun ekki kjósa nýjan fulltrúa í stjórn Landssambands lögreglumanna. Ástæðan er deila um fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi

Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.

Innlent
Fréttamynd

Stríðið loksins háð fyrir opnum tjöldum

Ágreiningur milli ríkislögreglustjóra og lögregluembætta landsins hefur birst almenningi í fjölmiðlum í vikunni. Ríkislögreglustjóri hefur ráðið almannatengil hjá KOM sér til aðstoðar. Mikið mæðir á ráðuneytinu sem hefur eineltis

Innlent
Fréttamynd

Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi

Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum.

Innlent
Fréttamynd

Helga Vala segir lögregluna fjársvelta

Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun

Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur ráðu­neyti vinna til­lögur vegna vaxandi ógnar af skipu­lagðri glæpa­starf­semi

Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Spurður um gagnaleka lögreglu

Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans.

Innlent
Fréttamynd

Alda Hrönn: LÖKE-málið tók á

Öldu Hrönn Jóhannsdóttur var gefið að sök að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn LÖKE-málsins. Málið var fellt niður að rannsókn lokinni. Málsmeðferðin gekk henni mjög nærri. Alda Hrönn gerir upp störf sín í lögreglunni og LÖKE-málið.

Lífið
Fréttamynd

Aukið við vopnabúnað lögreglunnar

Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins

Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu

Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna.

Innlent
Fréttamynd

Norrænir lögreglumenn ræddu viðbrögð við Breivik

Fulltrúar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sóttu á dögunum ráðstefnu í Svíþjóð um skipulagða glæpastarfsemi. Boðað var til ráðstefnunnar í framhaldi af fundi ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Á ráðstefnunni var ákveðið að auka enn frekar samstarf landanna hvað varðar baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mögulegum umsvifum hryðjuverkamanna.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu.

Innlent