Eldri borgarar

Fréttamynd

Telja sig hafa komist að því hvers vegna heila­frumurnar deyja

Vísindamenn í Bretlandi og Belgíu telja sig hafa komist að því af hverju heilafrumur deyja í Alzheimersjúklingum. Dauði heilafrumanna hefur verið ráðgáta í marga áratugi en vonir eru bundnar við að uppgötvunin greiði fyrir þróun nýrra lyfja við sjúkdómnum.

Erlent
Fréttamynd

Sú yngsta í hollinu er níutíu ára

Fjórar vinkonur á tíræðisaldri sem spila golf nánast daglega segja félagsskap og hreyfingu skipta miklu máli á efri árum. Þær segja aldrei of seint að prufa eitthvað nýtt og ætla að spila ævina út. 

Lífið
Fréttamynd

Hundrað ára dansari í Reykja­nes­bæ

Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ.

Lífið
Fréttamynd

Óð út í Reynis­fjöru með göngu­grind

Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu.  

Innlent
Fréttamynd

„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“

Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna.

Innlent
Fréttamynd

Nýr pipar­sveinn á átt­ræðis­aldri

Raunveruleikaþættirnir Bachelor hafa lengi verið vinsælir en í haust hefst ný útgáfa af þáttunum, The Golden Bachelor. Þar er piparsveinninn ekki ungur maður í leit að fyrstu ástinni sinni heldur karlmaður á áttræðisaldri sem leitar að ástinni í annað skipti.

Lífið
Fréttamynd

Fólk sem lifir með heilabilun þurfi rödd

Teepa Snow, alþjóðlegur fyrirlesari um þjónustu við heilabilaða, segir skipta mestu máli að hafa jákvæðni að leiðarljósi. Það geti dregið úr álagi bæði hjá þeim sem eru með heilabilun og þeirra sem standa þeim næst. 

Innlent
Fréttamynd

Sveitarstjórinn kom færandi hendi með morgunverðarkörfu

Eldri borgar í Flóahreppi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar sveitarstjórinn kom færandi hendi með morgunarverðarkörfu að gjöf til íbúa níutíu ára og eldri í tilefni dagsins. Um var að ræða sjö heimili í sveitinni.

Innlent
Fréttamynd

Sonur Al Pa­cino kominn í heiminn

Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans, Noor Alfallah eru nýbakaðir foreldrar drengs. Talsmaður parsins staðfestir þetta í samtali við TMZ og segir að strákurinn hafi fengið nafnið Roman. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er að okkar mati mögu­leg eigna­upp­taka“

Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Virði en ekki byrði

Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp.

Skoðun