Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Innlent 16.3.2022 07:14 Lét tilleiðast og tók umdeilt frumvarp af dagskrá Heilbrigðisráðherra tók í dag umdeilt frumvarp um réttindi sjúklinga af dagskrá þingsins eftir mikla gagnrýni um samráðsleysi við sjúklingana sem það hefði áhrif á. Fréttir 15.3.2022 20:30 Katrín segir það hafa verið mjög áhrifamikið að heyra beint í Selenskí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í Lundúnum í dag með leiðtogum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Bretlands og Hollands sem mynda Sameiginlegu viðbragðssveitina (e. Joint Expeditionary Force) um stöðuna í Úkraínu. Innlent 15.3.2022 17:00 Átta vilja stýra úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Átta umsækjendur sóttu um embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem auglýst var laus til umsóknar í síðasta mánuði. Innlent 15.3.2022 12:44 Ráðherra skipar starfshóp um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks „Ég tel nauðsynlegt að taka þessi mál upp að nýju og nýta þá vinnu sem fyrir liggur í þessum efnum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Innlent 15.3.2022 12:27 Meirihlutinn telur óþarft að grípa strax til aðgerða vegna verðbólguhækkana Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag og sökuðu hana um andvararleysi gagnvart verðbólgu og verðhækkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa tafarlaust inn í en þingmaður Vinstri grænna segir óþarft að grípa strax til aðgerða. Viðskipti innlent 14.3.2022 23:43 Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. Innlent 14.3.2022 20:57 Ísland opnar sendiráð í Varsjá í haust Íslenskt sendiráð verður stofnað í pólsku höfuðborginni Varsjá síðast á þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag og kynnti utanríkismálanefnd málið í morgun. Innlent 14.3.2022 14:17 Tæplega þrjú þúsund vildu undanþágu frá sóttvarnatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hafa borist tæplega 3.000 fyrirspurnir og beiðnir um undanþágur frá samkomutakmörkunum síðan í febrúar 2020. Ráðherra segir að fjöldinn endurspegli ekki þann sem raunverulega fékk undanþágur frá reglunum. Innlent 13.3.2022 19:32 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. Innlent 12.3.2022 17:32 Barnaleg trú á samstarfsvilja VG hafi orðið Samfylkingunni að falli Formaður Samkfylkingarinnar segir flokkinnn ekki hafa náð markmiði sínu fyrir síðustu alþingiskosningar, að leiða saman ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Barnaleg tiltrú flokksmanna á að Vinstri græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri hafi verið þeirra stærstu mistök. Innlent 12.3.2022 13:14 Forsætisráðherra óttast að stríðið dragist á langinn Forsætisráðherra segir að að þjóðin eigi að halda áfram að fylgjast með fréttum af stríðinu í Úkraínu, þó það reyni mikið á og geti verið erfitt, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Hún óttast að stríðið eigi eftir að dragast á langinn. Innlent 12.3.2022 12:01 Líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um sjálfstæði Innviðaráðherra líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykjavíkurborg samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði áfram hluti af Reykjavík en íbúar ættu að hafa sitt að segja um það. Innlent 12.3.2022 11:38 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Innlent 11.3.2022 18:18 Dúi verður upplýsingafulltrúi í ráðuneyti Svandísar Dúi J. Landmark hefur verið ráðinn nýr upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. Hann hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Innlent 11.3.2022 16:46 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. Innlent 11.3.2022 14:50 Þau sækjast eftir embætti forstjóra Tryggingastofnunar Alls sækja níu manns um embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði. Innlent 11.3.2022 13:07 Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Innlent 10.3.2022 21:01 Sakar ráðherra og Útlendingastofnun um valdarán Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun um valdarán á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Innlent 10.3.2022 14:21 „Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“ Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum. Innlent 10.3.2022 13:01 Tókust á um hvort uppfæra þyrfti varnarsamninginn Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um hvort þörf væri á því að uppfæra varnarsamning Íslands við Bandaríkin, í ljósi nýrra ógna. Innlent 10.3.2022 12:45 Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. Viðskipti innlent 9.3.2022 21:00 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. Viðskipti innlent 9.3.2022 20:01 23 vilja verða skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Alls sóttu 23 einstaklingar um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára en umsóknarfrestur rann út 3. mars síðastliðinn. Innlent 9.3.2022 11:01 Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. Innlent 9.3.2022 07:42 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Viðskipti innlent 8.3.2022 22:32 Óprúttnir aðilar seldu Landspítala ónothæfan hlífðarbúnað:Fleiri fyrirtæki lentu í því sama Óprúttnir aðilar nýttu sér neyðarástandið sem skapaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins og seldu Landspítalanum ófullnægjandi hlífðarbúnað. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir slíkt hafa komið upp hjá fleiri fyrirtækjum í faraldrinum. Innlent 8.3.2022 19:00 Kostnaður ríkisins vegna skimana vel á 10 milljarða króna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti nú rétt í þessu svar við fyrirspurn frá Bergþóri Ólafssyni Miðflokki en hann vildi hver kostnaður við skimanir vegna COVID-19 væri. Svarið er: 9.227.332.740 krónur. Innlent 7.3.2022 15:43 Hafi farið eftir leiðbeiningum við ólögmæta skipun ráðuneytisstjóra Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta. Innlent 4.3.2022 19:02 Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir. Innlent 4.3.2022 14:42 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 149 ›
Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Innlent 16.3.2022 07:14
Lét tilleiðast og tók umdeilt frumvarp af dagskrá Heilbrigðisráðherra tók í dag umdeilt frumvarp um réttindi sjúklinga af dagskrá þingsins eftir mikla gagnrýni um samráðsleysi við sjúklingana sem það hefði áhrif á. Fréttir 15.3.2022 20:30
Katrín segir það hafa verið mjög áhrifamikið að heyra beint í Selenskí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í Lundúnum í dag með leiðtogum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Bretlands og Hollands sem mynda Sameiginlegu viðbragðssveitina (e. Joint Expeditionary Force) um stöðuna í Úkraínu. Innlent 15.3.2022 17:00
Átta vilja stýra úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Átta umsækjendur sóttu um embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem auglýst var laus til umsóknar í síðasta mánuði. Innlent 15.3.2022 12:44
Ráðherra skipar starfshóp um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks „Ég tel nauðsynlegt að taka þessi mál upp að nýju og nýta þá vinnu sem fyrir liggur í þessum efnum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Innlent 15.3.2022 12:27
Meirihlutinn telur óþarft að grípa strax til aðgerða vegna verðbólguhækkana Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag og sökuðu hana um andvararleysi gagnvart verðbólgu og verðhækkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa tafarlaust inn í en þingmaður Vinstri grænna segir óþarft að grípa strax til aðgerða. Viðskipti innlent 14.3.2022 23:43
Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. Innlent 14.3.2022 20:57
Ísland opnar sendiráð í Varsjá í haust Íslenskt sendiráð verður stofnað í pólsku höfuðborginni Varsjá síðast á þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag og kynnti utanríkismálanefnd málið í morgun. Innlent 14.3.2022 14:17
Tæplega þrjú þúsund vildu undanþágu frá sóttvarnatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hafa borist tæplega 3.000 fyrirspurnir og beiðnir um undanþágur frá samkomutakmörkunum síðan í febrúar 2020. Ráðherra segir að fjöldinn endurspegli ekki þann sem raunverulega fékk undanþágur frá reglunum. Innlent 13.3.2022 19:32
Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. Innlent 12.3.2022 17:32
Barnaleg trú á samstarfsvilja VG hafi orðið Samfylkingunni að falli Formaður Samkfylkingarinnar segir flokkinnn ekki hafa náð markmiði sínu fyrir síðustu alþingiskosningar, að leiða saman ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Barnaleg tiltrú flokksmanna á að Vinstri græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri hafi verið þeirra stærstu mistök. Innlent 12.3.2022 13:14
Forsætisráðherra óttast að stríðið dragist á langinn Forsætisráðherra segir að að þjóðin eigi að halda áfram að fylgjast með fréttum af stríðinu í Úkraínu, þó það reyni mikið á og geti verið erfitt, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Hún óttast að stríðið eigi eftir að dragast á langinn. Innlent 12.3.2022 12:01
Líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um sjálfstæði Innviðaráðherra líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykjavíkurborg samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði áfram hluti af Reykjavík en íbúar ættu að hafa sitt að segja um það. Innlent 12.3.2022 11:38
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Innlent 11.3.2022 18:18
Dúi verður upplýsingafulltrúi í ráðuneyti Svandísar Dúi J. Landmark hefur verið ráðinn nýr upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. Hann hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Innlent 11.3.2022 16:46
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. Innlent 11.3.2022 14:50
Þau sækjast eftir embætti forstjóra Tryggingastofnunar Alls sækja níu manns um embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði. Innlent 11.3.2022 13:07
Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Innlent 10.3.2022 21:01
Sakar ráðherra og Útlendingastofnun um valdarán Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun um valdarán á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Innlent 10.3.2022 14:21
„Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“ Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum. Innlent 10.3.2022 13:01
Tókust á um hvort uppfæra þyrfti varnarsamninginn Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um hvort þörf væri á því að uppfæra varnarsamning Íslands við Bandaríkin, í ljósi nýrra ógna. Innlent 10.3.2022 12:45
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. Viðskipti innlent 9.3.2022 21:00
Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. Viðskipti innlent 9.3.2022 20:01
23 vilja verða skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Alls sóttu 23 einstaklingar um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára en umsóknarfrestur rann út 3. mars síðastliðinn. Innlent 9.3.2022 11:01
Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. Innlent 9.3.2022 07:42
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Viðskipti innlent 8.3.2022 22:32
Óprúttnir aðilar seldu Landspítala ónothæfan hlífðarbúnað:Fleiri fyrirtæki lentu í því sama Óprúttnir aðilar nýttu sér neyðarástandið sem skapaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins og seldu Landspítalanum ófullnægjandi hlífðarbúnað. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir slíkt hafa komið upp hjá fleiri fyrirtækjum í faraldrinum. Innlent 8.3.2022 19:00
Kostnaður ríkisins vegna skimana vel á 10 milljarða króna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti nú rétt í þessu svar við fyrirspurn frá Bergþóri Ólafssyni Miðflokki en hann vildi hver kostnaður við skimanir vegna COVID-19 væri. Svarið er: 9.227.332.740 krónur. Innlent 7.3.2022 15:43
Hafi farið eftir leiðbeiningum við ólögmæta skipun ráðuneytisstjóra Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta. Innlent 4.3.2022 19:02
Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir. Innlent 4.3.2022 14:42