Valur Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn. Körfubolti 19.3.2025 19:17 Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 29-23. Með sigrinum tók Valur stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Handbolti 19.3.2025 17:16 Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald. Íslenski boltinn 18.3.2025 21:28 „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Kristinn Freyr Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu til loka tímabilsins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag, þriðjudag. Íslenski boltinn 18.3.2025 20:32 Frá Króknum á Hlíðarenda Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 17.3.2025 18:16 „Betri ára yfir okkur“ „Mér fannst bara stemningin hjá okkur vera betri eiginlega allan leikinn,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigur gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Fram 28-26. Handbolti 15.3.2025 20:57 „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var súr og svekktur eftir naumt tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri heimakvenna í Fram, 28-26, en leikurinn var hnífjafn allan tímann. Handbolti 15.3.2025 20:38 Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Efstu lið Olís-deildar kvenna, Fram og Valur, öttu kappi í kvöld í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal og var um hnífjafnan leik að ræða. Lauk leiknum með naumum tveggja marka sigri heimakvenna í leik sem var hnífjafn allan tímann. Lokatölur 28-26. Handbolti 15.3.2025 17:46 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Valur hefur ráðið Róbert Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmann í handbolta, sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins frá og með næsta tímabili. Handbolti 14.3.2025 11:03 Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigur sinna manna þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í 21. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13.3.2025 22:02 Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Valur vann afar sannfærandi sigur, dd-dd, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 21. og næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 13.3.2025 18:31 Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Valskonur komust í kvöld í undanúrslit Lengjubikars kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á Þrótti í lokaleik riðilsins en spilað var í Laugardalnum. Íslenski boltinn 12.3.2025 21:23 Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Njarðvík hélt sigurgöngu sinni áfram i Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig á Hlíðarenda. Körfubolti 12.3.2025 20:52 Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo „Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu. Handbolti 12.3.2025 09:30 Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Norski miðjumaðurinn Marius Lundemo hefur samið við Val og mun leika með liðinu í Bestu deild karla næstu tvö árin. Lundemo kom til móts við Valsmenn sem eru í æfingaferð á Marbella á Spáni. Íslenski boltinn 11.3.2025 08:30 Valur tímabundið á toppinn Valsmenn eru komnir á topp Olís-deildar karla í handbolta eftir sigur á Gróttu. Það var svo engin bikarþynnka í Fram sem lagði HK. Handbolti 8.3.2025 19:06 „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ „Við vorum alls ekki góðir í kvöld og getum sagt að það eina sem við tökum með úr þessum leik eru tvö stig“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir að hafa séð sína menn kreista út 85-81 sigur gegn föllnu liði Hauka í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Körfubolti 6.3.2025 21:30 Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur. Körfubolti 6.3.2025 18:30 Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og lykilmaður meistaraliðs Vals, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe. Samningurinn tekur gildi í sumar og klárar Elín Rósa tímabilið með Val. Handbolti 6.3.2025 10:25 Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Valsmenn komust upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Fram. Handbolti 5.3.2025 21:48 Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Haukakonur náðu sex stiga forystu á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld eftir 21 stigs útisigur á Valskonum á Hlíðarenda, 98-77. Körfubolti 5.3.2025 19:32 Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld en þær unnu þá 5-0 sigur á Tindastól á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 4.3.2025 21:21 Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 2.3.2025 21:26 Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í 1-2 sigri á Vestra í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 2.3.2025 14:44 Kári: Bara negla þessu niður Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar. Körfubolti 1.3.2025 21:40 Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. Körfubolti 1.3.2025 18:46 Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði Val með tveimur mörkum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar en Framarar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og sigruðu 22-20. Handbolti 27.2.2025 17:16 „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld. Handbolti 27.2.2025 14:02 Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Kjartan Kári Halldórsson var orðaður við Val og Víking sem bæði hafa boðið í strákinn en nú staðfestir hann sjálfur að hann fari ekki fet og verði áfram í Hafnarfirðinum. Íslenski boltinn 27.2.2025 13:03 Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga 29. maí 2022 urðu Framkonur Íslandsmeistarar í handbolta kvenna eftir sigur í fjórða leik á móti Val. Þær unnu titilinn á heimavelli Vals og lyftu Íslandsbikarnum fyrir framan Valskonur. Nú eru næstum því 33 mánuðir liðnir og Fram hefur enn ekki unnið Valsliðið aftur. Handbolti 27.2.2025 12:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 105 ›
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn. Körfubolti 19.3.2025 19:17
Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 29-23. Með sigrinum tók Valur stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Handbolti 19.3.2025 17:16
Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald. Íslenski boltinn 18.3.2025 21:28
„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Kristinn Freyr Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu til loka tímabilsins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag, þriðjudag. Íslenski boltinn 18.3.2025 20:32
Frá Króknum á Hlíðarenda Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 17.3.2025 18:16
„Betri ára yfir okkur“ „Mér fannst bara stemningin hjá okkur vera betri eiginlega allan leikinn,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigur gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Fram 28-26. Handbolti 15.3.2025 20:57
„Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var súr og svekktur eftir naumt tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri heimakvenna í Fram, 28-26, en leikurinn var hnífjafn allan tímann. Handbolti 15.3.2025 20:38
Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Efstu lið Olís-deildar kvenna, Fram og Valur, öttu kappi í kvöld í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal og var um hnífjafnan leik að ræða. Lauk leiknum með naumum tveggja marka sigri heimakvenna í leik sem var hnífjafn allan tímann. Lokatölur 28-26. Handbolti 15.3.2025 17:46
Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Valur hefur ráðið Róbert Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmann í handbolta, sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins frá og með næsta tímabili. Handbolti 14.3.2025 11:03
Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigur sinna manna þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í 21. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13.3.2025 22:02
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Valur vann afar sannfærandi sigur, dd-dd, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 21. og næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 13.3.2025 18:31
Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Valskonur komust í kvöld í undanúrslit Lengjubikars kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á Þrótti í lokaleik riðilsins en spilað var í Laugardalnum. Íslenski boltinn 12.3.2025 21:23
Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Njarðvík hélt sigurgöngu sinni áfram i Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig á Hlíðarenda. Körfubolti 12.3.2025 20:52
Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo „Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu. Handbolti 12.3.2025 09:30
Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Norski miðjumaðurinn Marius Lundemo hefur samið við Val og mun leika með liðinu í Bestu deild karla næstu tvö árin. Lundemo kom til móts við Valsmenn sem eru í æfingaferð á Marbella á Spáni. Íslenski boltinn 11.3.2025 08:30
Valur tímabundið á toppinn Valsmenn eru komnir á topp Olís-deildar karla í handbolta eftir sigur á Gróttu. Það var svo engin bikarþynnka í Fram sem lagði HK. Handbolti 8.3.2025 19:06
„Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ „Við vorum alls ekki góðir í kvöld og getum sagt að það eina sem við tökum með úr þessum leik eru tvö stig“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir að hafa séð sína menn kreista út 85-81 sigur gegn föllnu liði Hauka í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Körfubolti 6.3.2025 21:30
Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur. Körfubolti 6.3.2025 18:30
Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og lykilmaður meistaraliðs Vals, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe. Samningurinn tekur gildi í sumar og klárar Elín Rósa tímabilið með Val. Handbolti 6.3.2025 10:25
Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Valsmenn komust upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Fram. Handbolti 5.3.2025 21:48
Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Haukakonur náðu sex stiga forystu á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld eftir 21 stigs útisigur á Valskonum á Hlíðarenda, 98-77. Körfubolti 5.3.2025 19:32
Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld en þær unnu þá 5-0 sigur á Tindastól á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 4.3.2025 21:21
Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 2.3.2025 21:26
Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í 1-2 sigri á Vestra í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 2.3.2025 14:44
Kári: Bara negla þessu niður Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar. Körfubolti 1.3.2025 21:40
Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. Körfubolti 1.3.2025 18:46
Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði Val með tveimur mörkum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar en Framarar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og sigruðu 22-20. Handbolti 27.2.2025 17:16
„Litla höggið í sjálfstraustið“ „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld. Handbolti 27.2.2025 14:02
Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Kjartan Kári Halldórsson var orðaður við Val og Víking sem bæði hafa boðið í strákinn en nú staðfestir hann sjálfur að hann fari ekki fet og verði áfram í Hafnarfirðinum. Íslenski boltinn 27.2.2025 13:03
Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga 29. maí 2022 urðu Framkonur Íslandsmeistarar í handbolta kvenna eftir sigur í fjórða leik á móti Val. Þær unnu titilinn á heimavelli Vals og lyftu Íslandsbikarnum fyrir framan Valskonur. Nú eru næstum því 33 mánuðir liðnir og Fram hefur enn ekki unnið Valsliðið aftur. Handbolti 27.2.2025 12:01