ÍBV

Leikmenn keyptu kokkahúfurnar og gabbið var vel æft
Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum.

„Ég átti ekki von á þessu svona“
Sigurður Bragason er búinn að koma Eyjakonum í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna og einu skrefi nær því að vinna þrennuna á þessu tímabili.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 29-31 | Eyjamenn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úrslit
Þriðji leikur í undanúrslita einvígi FH og ÍBV fór fram í kvöld í Kaplakrika. ÍBV vann í æsispennandi framlengdum leik eftir vægast sagt mikla dramatík. Lokatölur í Kaplakrika urðu 29-31 fyrir ÍBV sem með sigrinum kláruðu þetta einvígi 3-0 og tryggðu farseðilinn í úrslitaeinvígið þar sem þeir mæta annað hvort Haukum eða Aftureldingu.

„Menn langar að svara fyrir þetta“
„Við vitum alveg hvaða þýðingu þessi leikur hefur. Við erum klárir með gott leikplan og getum bara hugsað um einn leik í einu. Við verðum klárir þegar það verður flautað til leiks í kvöld,“ segir Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH en leiktíðinni gæti mögulega lokið hjá liðinu í kvöld.

ÍBV getur komist í úrslitaeinvígi tvö kvöld í röð
Eyjakonur tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í gærkvöldi og Eyjakarlarnir geta leikið það eftir í kvöld.

Teddi og Þorgerður Katrín þjáningarsystkini: Yrði eitt af kraftaverkum Jesú
Útlitið er ekki allt of gott fyrir FH-inga í undanúrslitaeinvígi þeirra á móti ÍBV en þeir spila upp á líf eða dauða í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-23 | Eyjakonur í úrslit eftir sigur í framlengdum oddaleik
ÍBV er á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna eftir nauman fjögurra marka sigur gegn Haukum í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur 27-23 eftir framlengdan leik, en ÍBV mætir Val í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

Geta bæði endað átján ára bið í hreinum úrslitaleik í Eyjum
ÍBV og Haukar spila í dag úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta og fer leikurinn fram úti í Vestmannaeyjum.

Hrifist mjög af liðinu sem hann ætlar að slá út í kvöld: „Stórt hrós á Díönu“
„Þetta er bara úrslitaleikur. Fyrir annað liðið þá er ekkert á morgun. Það er allt undir og mikil spenna í okkur,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fyrir oddaleikinn í kynngimögnuðu einvígi liðsins við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta.

Sjáðu flautumark Víkinga og grátlega endinn fyrir Fylkismenn
Víkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bestu deild karla í fótbolta í gær eftir dramatískan sigur í Vestmannaeyjum.

„Djöfull er ég fúll“
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var að vonum svekktur eftir að ÍBV hafði haldið hreinu í 95 mínútur gegn Víking, heitasta liði landsins, en tapa samt.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur 0-1 | Dramatík í Eyjum
Víkingur endurheimti toppsæti Bestu deildar karla í knattspyrnu með dramatískum 1-0 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í fyrsta leik dagsins. Sigurmarkið kom þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

FH-ingum enn neituð innganga í Eyjaklúbbinn
Aðeins fjórum félögum hefur tekist að vinna ÍBV í úrslitakeppni úti í Vestmannaeyjum. Það leit út fyrir að það myndi fjölga í hópnum í gær en ótrúleg endurkoma heimamanna breytti því.

Sigursteinn: Viðbjóðslega svekkjandi
Sigursteinn Arndal var eðlilega mjög svekktur eftir ótrúlegt tap í öðrum leik liðanna en FH voru betri aðilinn meginhluta leiksins.

Umfjöllun, viðtal og myndbönd: ÍBV - FH 31-29 | ÍBV komið í 2-0 eftir ótrúlega endurkomu
ÍBV er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik. Lokatölur 31-29 eftir framlengingu en ÍBV vann upp átta marka forskot FH í síðari hálfleik venjulegs leiktíma.

Umfjöllun: Sandra María tryggði Þór/KA sigur í Eyjum
Þór/KA vann í dag góðan útisigur á ÍBV er liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Sandra María Jessen skoraði sigurmark leiksins í fyrri hálfleik.

Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri
„Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik.

Umfjöllun og viðtal: Haukar - ÍBV 29-26 | Haukakonur knúðu fram oddaleik í Eyjum
Haukar höfðu betur í framlengingu gegn ÍBV í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og unnu að lokum 29-26.

„Hann sveik dálítið liðið“
FH-ingar misstu heimavallarréttinn í gær þegar þeir töpuðu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti ÍBV með fjögurra marka mun, 27-31.

Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“
Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað.

„Náðum að þreyta þá og þeir tóku skot úr erfiðum stöðum“
ÍBV vann fjögurra marka útisigur gegn FH 27-31. Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigur í fyrsta leik í undanúrslitum gegn FH.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 27-31 | ÍBV stal heimavallarréttinum
ÍBV er komið í forystu í undanúrslitum gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik eftir sigur í fyrsta leik liðanna í Kaplakrika í kvöld.

Meira en þrjátíu ár síðan FH tókst síðast að slá ÍBV út úr úrslitakeppninni
FH-ingar taka í kvöld á móti Eyjamönnum í fyrsta leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta.

Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg
Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki.

Veðjar á að ÍBV landi titlinum: „Þetta verður svakaleg viðureign“
„Eyjamenn líta virkilega vel út og ef ég ætti að veðja á eitthvað lið til að vinna titilinn þá myndi ég veðja á ÍBV, en þetta verður svakaleg viðureign,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem rýndi í undanúrslitarimmurnar í Olís-deild karla í handbolta.

Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda
Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur
Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 3-1 | Fyrsti sigur Framara í hús
Fram lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld.

Stoltur af systur sinni og segir hana yfirburða leikmann í deildinni
Orri Freyr Þorkelsson fylgist stoltur með systur sinni blómstra með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Hann segir hana besta leikmann deildarinnar.

„Ég er mjög mikill aðdáandi Eyjunnar en held að FH sé sterkari“
Logi Geirsson hefur meiri trú á FH en ÍBV í einvígi liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla.