Reykjavíkurflugvöllur Ný byggð og flugvöllurinn Um Reykjavíkurflugvöll hefur verið tekist á frá því áður en ég fæddist. Sum hafa verið á móti veru hans í Vatnsmýrinni, önnur ekki talið neinn annan stað koma til greina. Skoðanirnar hafa meðal annars markast af því hvar fólk býr og myndað gjá milli höfuðborgar og landsbyggðar sem og ríki og borgar. Sá skotgrafahernaður sem hefur verið háður hefur ekki verið neinu til framdráttar heldur skapað sundrung og ósætti. Skoðun 3.6.2023 07:00 Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag. Innlent 2.6.2023 22:52 Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. Innlent 1.6.2023 23:40 Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. Innlent 30.5.2023 21:00 Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Innlent 24.5.2023 21:36 Hætta við lokun flugvallar vegna orkuskipta í flugi Ríkisstjórn Sviþjóðar hefur snúið við ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar í Stokkhólmi og segir hann gegna lykilhlutverki í orkuskiptum flugsins. Ákvörðunin er þvert á vilja borgarstjórnar Stokkhólms sem stefndi að því að loka flugvellinum eftir tvö ár. Erlent 22.5.2023 22:10 Þórdís Kolbrún tók á móti forsætisráðherra Úkraínu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók á móti Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, þegar hann kom ásamt öðrum í sendinefnd Úkraínu með flugi til Reykjavíkurflugvallar um hádegisbil í dag. Innlent 16.5.2023 13:15 Óheilindi hverra? Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Skoðun 7.5.2023 11:30 Hvorki gengur né rekur að koma æfingaflugi úr Vatnsmýrinni Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál. Innlent 4.5.2023 16:12 Uppbygging í Skerjafirði og framtíð flugvallarins í Vatnsmýri Uppbygging í Skerjafirði og framtíð flugvallarins í Vatnsmýri verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi.is og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Innlent 4.5.2023 12:16 Flugvöllurinn fer hvergi Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt. Skoðun 4.5.2023 09:32 Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar sameinaðir í afstöðu sinni Þingflokkur Framsóknar og sveitarstjórnarfulltrúar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka þá afstöðu sína að það eigi ekki að rísa byggð í Vatnsmýrinni sem hefur áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Innlent 4.5.2023 08:27 Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins. Innlent 3.5.2023 19:00 Segja ríki og borg spila með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fjórtán sveitarfélögum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem áform innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning íbúðauppbyggingar í Skerjafirði eru fordæmd. Þau setji framtíð Reykjavíkurflugvallar, og þar með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar í uppnám. Innlent 30.4.2023 23:07 Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Skoðun 29.4.2023 10:31 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. Innlent 27.4.2023 22:12 Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. Innlent 27.4.2023 10:19 Þyrlur Landhelgisgæslunnar gerðar út frá Akureyri og Reykjavík næstu daga Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar verður til taks á Akureyri fram á föstudag. Þangað hélt þyrlusveitin síðdegis og mun hafa aðsetur fyrir norðan ásamt lækni. Innlent 29.3.2023 19:27 „Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Innlent 20.2.2023 22:00 Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. Innlent 17.2.2023 22:18 Fluttu um 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári Flugfélagið Icelandair flutti 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári, eða um 150 prósent fleiri en árið 2021. Flugframboð félagsins jókst jafnt og þétt á árinu og var það um 91 prósent af framboði ársins 2019 í desember. Viðskipti innlent 6.1.2023 08:40 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. Viðskipti innlent 3.1.2023 19:30 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. Innlent 30.12.2022 14:18 Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. Innlent 21.12.2022 21:12 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. Innlent 20.12.2022 18:29 Öllu innanlandsflugi og tugum flugferða til og frá Keflavík aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag og tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag. Innlent 19.12.2022 09:08 Milljarður króna tapast á ári frá því að varaflugvallargjaldið var lagt af Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir gríðarlega innviðaskuld blasa við þegar kemur að varaflugvöllum landsins eftir óreiðukenndan fókus stjórnvalda í rúman áratug. Varaflugvallagjald sé nauðsynlegt til að tryggja uppbyggingu en ekkert óvænt megi koma upp á eins og staðan er í dag. Innlent 11.12.2022 12:15 Stundvísi komin yfir níutíu prósent Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nóvembermánuði sýna aukningu á farþegum í mánuðinum á milli ára. Einnig var stundvísi félagsins 91 prósent. Viðskipti innlent 6.12.2022 22:32 Varaflugvallargjaldi einnig ætlað að kosta framkvæmdir í Reykjavík Tvöhundruð króna varaflugvallargjald verður lagt á bæði innanlands- og millilandaflugfarþega, samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra boðar. Gjaldinu er ætlað að standa undir framkvæmdum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Innlent 5.12.2022 22:22 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. Skoðun 19.11.2022 14:31 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Ný byggð og flugvöllurinn Um Reykjavíkurflugvöll hefur verið tekist á frá því áður en ég fæddist. Sum hafa verið á móti veru hans í Vatnsmýrinni, önnur ekki talið neinn annan stað koma til greina. Skoðanirnar hafa meðal annars markast af því hvar fólk býr og myndað gjá milli höfuðborgar og landsbyggðar sem og ríki og borgar. Sá skotgrafahernaður sem hefur verið háður hefur ekki verið neinu til framdráttar heldur skapað sundrung og ósætti. Skoðun 3.6.2023 07:00
Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag. Innlent 2.6.2023 22:52
Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. Innlent 1.6.2023 23:40
Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. Innlent 30.5.2023 21:00
Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Innlent 24.5.2023 21:36
Hætta við lokun flugvallar vegna orkuskipta í flugi Ríkisstjórn Sviþjóðar hefur snúið við ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar í Stokkhólmi og segir hann gegna lykilhlutverki í orkuskiptum flugsins. Ákvörðunin er þvert á vilja borgarstjórnar Stokkhólms sem stefndi að því að loka flugvellinum eftir tvö ár. Erlent 22.5.2023 22:10
Þórdís Kolbrún tók á móti forsætisráðherra Úkraínu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók á móti Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, þegar hann kom ásamt öðrum í sendinefnd Úkraínu með flugi til Reykjavíkurflugvallar um hádegisbil í dag. Innlent 16.5.2023 13:15
Óheilindi hverra? Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Skoðun 7.5.2023 11:30
Hvorki gengur né rekur að koma æfingaflugi úr Vatnsmýrinni Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál. Innlent 4.5.2023 16:12
Uppbygging í Skerjafirði og framtíð flugvallarins í Vatnsmýri Uppbygging í Skerjafirði og framtíð flugvallarins í Vatnsmýri verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi.is og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Innlent 4.5.2023 12:16
Flugvöllurinn fer hvergi Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt. Skoðun 4.5.2023 09:32
Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar sameinaðir í afstöðu sinni Þingflokkur Framsóknar og sveitarstjórnarfulltrúar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka þá afstöðu sína að það eigi ekki að rísa byggð í Vatnsmýrinni sem hefur áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Innlent 4.5.2023 08:27
Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins. Innlent 3.5.2023 19:00
Segja ríki og borg spila með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fjórtán sveitarfélögum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem áform innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning íbúðauppbyggingar í Skerjafirði eru fordæmd. Þau setji framtíð Reykjavíkurflugvallar, og þar með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar í uppnám. Innlent 30.4.2023 23:07
Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Skoðun 29.4.2023 10:31
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. Innlent 27.4.2023 22:12
Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. Innlent 27.4.2023 10:19
Þyrlur Landhelgisgæslunnar gerðar út frá Akureyri og Reykjavík næstu daga Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar verður til taks á Akureyri fram á föstudag. Þangað hélt þyrlusveitin síðdegis og mun hafa aðsetur fyrir norðan ásamt lækni. Innlent 29.3.2023 19:27
„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Innlent 20.2.2023 22:00
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. Innlent 17.2.2023 22:18
Fluttu um 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári Flugfélagið Icelandair flutti 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári, eða um 150 prósent fleiri en árið 2021. Flugframboð félagsins jókst jafnt og þétt á árinu og var það um 91 prósent af framboði ársins 2019 í desember. Viðskipti innlent 6.1.2023 08:40
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. Viðskipti innlent 3.1.2023 19:30
Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. Innlent 30.12.2022 14:18
Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. Innlent 21.12.2022 21:12
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. Innlent 20.12.2022 18:29
Öllu innanlandsflugi og tugum flugferða til og frá Keflavík aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag og tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag. Innlent 19.12.2022 09:08
Milljarður króna tapast á ári frá því að varaflugvallargjaldið var lagt af Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir gríðarlega innviðaskuld blasa við þegar kemur að varaflugvöllum landsins eftir óreiðukenndan fókus stjórnvalda í rúman áratug. Varaflugvallagjald sé nauðsynlegt til að tryggja uppbyggingu en ekkert óvænt megi koma upp á eins og staðan er í dag. Innlent 11.12.2022 12:15
Stundvísi komin yfir níutíu prósent Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nóvembermánuði sýna aukningu á farþegum í mánuðinum á milli ára. Einnig var stundvísi félagsins 91 prósent. Viðskipti innlent 6.12.2022 22:32
Varaflugvallargjaldi einnig ætlað að kosta framkvæmdir í Reykjavík Tvöhundruð króna varaflugvallargjald verður lagt á bæði innanlands- og millilandaflugfarþega, samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra boðar. Gjaldinu er ætlað að standa undir framkvæmdum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Innlent 5.12.2022 22:22
Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. Skoðun 19.11.2022 14:31