
Sambandsdeild Evrópu

Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi
Víkingar leika afar mikilvægan leik við Borac frá Bosníu á Kópavogsvelli í dag. Veðrið verður vonandi skárra en í aðdraganda leiksins þegar til að mynda auglýsingaskjáir við völlinn fuku um koll.

Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni
Guðmundur Þórarinsson og félagar í liðinu Noah frá Armeníu mæta á Brúnna, Stamford Bridge, í kvöld í Sambandsdeild Evrópu og mæta þar heimamönnum í Chelsea. Liðið er nefnt eftir sögunni um örkina hans Nóa og er sagt vera tilbúið að „leggja örkinni“ í leik kvöldsins.

„Langar að svara fyrir okkur“
Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, segir leikmenn liðsins vilja svara fyrir sig í dag þegar þeir mæta Borac í Sambandsdeild Evrópu.

Svona var blaðamannafundur Víkings
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Borac Banja Luka í Sambandsdeild Evrópu á morgun.

Ástæðan fyrir því að Íslendingar eru á móti Gumma Tóta
Sögulegur sigur Víkinga á belgíska liðinu Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld færir félaginu ekki bara þrjú stig og sextíu milljónir króna, heldur hjálpar hann öðrum íslenskum félagsliðum.

Hrokafullir Belgar skrifa um skömmina á Íslandi: „Miðlungslið valtar yfir Víkinga“
„Hlaupabraut í kringum völlinn. Myndavélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínulitlum vinnuskúr. Þetta er Sambandsdeildin dömur mínar og herrar. Á Kópavogsvelli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykjavíkur og Cercle Brugge í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópavogsvelli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjölfar leiksins.

Elías Rafn með stórleik í Evrópudeildinni
Elías Rafn Ólafsson hélt marki sínu hreinu í kvöld þegar danska félagið FC Midtjylland vann 1-0 sigur á belgíska félaginu Union St.Gilloise í Evrópudeildinni.

Joao Félix í stuði í stórsigri Chelsea
Chelsea vann 4-0 stórsigur á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“
Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag.

Sjáðu þrjú mörk Víkinga í sögulegum Evrópusigri
Víkingar skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér frábæran 3-1 sigur á belgíska liðinu Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í dag.

Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn
Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu.

Uppgjörið: Víkingur - Cercle Brugge 3-1 | Sögulegur sigur Víkings
Víkingur vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þegar liðið vann frækinn sigur gegn Cercle Brugge í annari umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag.

Þjálfari Cercle þakkar Blikum: „Gáfu okkur stærsta og besta klefann“
Miron Muslic, þjálfari Cercle Brugge, er nokkuð bjartsýnn fyrir leik liðs hans við Víking í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Víkingar séu á útivelli líkt og hans menn.

Má ekki „verða að engu“ líkt og hjá Blikum
„Þetta er virkilega spennandi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um leik liðsins við Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag.

Sjáðu blaðamannafund Víkinga fyrir leikinn við Cercle Brugge
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu. Hann má sjá í heild sinni að neðan.

Andri Lucas: „Vona að pabbi hafi haldið með mér“
Þrátt fyrir að Gent hafi tapað fyrir Chelsea segir Andri Lucas Guðjohnsen að endurkoman á Stamford Bridge hafi verið ánægjuleg.

Eiður Smári sá son sinn leggja upp mark á móti Chelsea
Eiður Smári Guðjohnsen var staddur í stúkunni á Stamford Bridge ásamt syni sínum Sveini Aroni í gær þegar Chelsea vann 4-2 gegn Gent. Annar sonur hans, Andri Lucas, lagði upp fyrra mark gestanna.

„Fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik“
„Þetta er bara svekkjandi. Við vitum í svona leikjum þá er refsað fyrir öll mistök, ekki bara einstaklingsmistök heldur líka taktísk. Það gerðist fjórum sinnum í dag og þetta er mjög svekkjandi,“ segir Gísli Gottskálk Þórðarson eftir 4-0 tap Víkings ytra fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Andri Guðjohnsen lagði upp í tapi gegn Chelsea
Andri Lucas Guðjohnsen lagði upp mark Gent í 4-2 tapi gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.

„Þarft að vera sami leikmaður og á Íslandi og bæta tuttugu prósentum ofan á það“
Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst tapið fyrir Omonia í Sambandsdeild Evrópu vera of stórt. Hann sagði að sínir menn hefðu gert mistök sem þeir gera alla jafna ekki. Þá höfðu meiðsli Tariks Ibrahimagic mikil áhrif á gang mála að mati þjálfarans.

„Það var helvíti maður, Jesús kristur“
„Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Uppgjörið: Omonia - Víkingur 4-0 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik
Víkingur tapaði fyrir Omonia á Kýpur, 4-0, í fyrsta leik sínum í Sambandsdeild Evrópu í dag. Andronikos Kakoullis skoraði tvö mörk og Senou Coulibaly og Saidou Alioum sitt markið hvor. Öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Tottenham sótti sigur til Ungverjalands
Tottenham vann 2-1 á útivelli gegn Ferencvaros í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Lundúnarliðið hefur unnið báða sína leiki í keppninni hingað til.

Hansen snýr aftur í lið Víkinga
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, snýr aftur í byrjunarlið félagsins fyrir leik dagsins við Omonoia í Sambandsdeild Evrópu.

„Það verður allt dýrvitlaust“
„Ég held að menn séu vel stemmdir, það hlýtur að vera. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum degi sem félag, ég sjálfur og leikmenn,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um verkefni dagsins. Víkingur mætir Omonoia í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu.

Kári með skoðunarferð fyrir Víkinga á Kýpur
Víkingar undirbúa sig fyrir fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu síðar í dag. Andstæðingurinn er Omonoia í Kýpur en Kári Árnason var leikmaður liðsins á sínum tíma. Þrátt fyrir að hafa stoppað stutt við þekkir hann til á svæðinu og kynnir menn fyrir landi og þjóð í dag.

Frumsýna nýja Evróputreyju
Víkingar verða í nýrri, sérstakri Evróputreyju í komandi Sambandsdeildarævintýri. Sú verður frumsýnd í leik dagsins við Omonoia frá Kýpur.

Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“
Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma.

Hélt hann væri laus við þessi mál
Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar.

Ætla að sniðganga leikinn við Víking
Stuðningsmenn austurríska fótboltaliðsins LASK frá Linz eru allt annað en ánægðir með miðaverð á heimaleiki liðsins í Sambandsdeild karla í fótbolta. Þar á meðal er leikur við Íslandsmeistara Víkings í desember.