
Sjókvíaeldi

Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda
Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis.

Svar við bréfi Ingós: 3.233.700.000 krónur
Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“

Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda?
Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar.

Fiskeldi og Vestfirðir
Í lok maí var birt nýtt fasteignamat. Fasteignamat endurspeglar verðgildi fasteigna og fasteignamatið hækkar nú hvergi meira en á Vestfjörðum. Þetta eru góðar fréttir og endurspegla uppbyggingu í atvinnulífi þar vestra sem fjölgar atvinnutækifærum og hækkar fasteignaverð.

Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd
Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd.

Takk, Kristinn
Kristinn H. Gunnarsson, núverandi ritstjóri héraðsfréttamiðilsins BB, en sat áður á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn, Frjálslynda flokkinn og utan flokka á þingferli sínum, benti á ýmis ósómamál sem tengjast sjókvíaeldi á laxi í aðsendri grein hér á Vísi í vikunni. Þetta var þarft verk hjá Kristni en sá galli er á grein hans að heimildir fyrir sumu sem þar kemur fram hafa skolast aðeins til. Þar sem Kristinn, af kunnri hófstillingu sinni, nefnir nafn mitt í greininni er rétt og skylt að ég taki við keflinu og rifji upp bakgrunn þeirra mála sem hann nefnir.

Hroki og ósvífni
Eru engin takmörk fyrir hroka, ósvífni og yfirgangi eins fyrirtækis? Kaldvík er nýtt nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum og var skráð í kauphöllina 28. maí s.l. Kaldvík lætur ekki deigan síga og birti áróðursauglýsingu um almenn fiskeldisstörf í Seyðisfirði, sem hugsanlega geta þó verið annars staðar.

Jónsósómi
Það komst eitt sinn í tísku að berjast með bölmóðinn að vopni og sjá ekkert bjart framundan. Undanfarið ár hefur verið rekin mikil herferð gegn laxeldi í sjó, einmitt í þessum sérstaka heimsósómastíl. Þar er allt sem úrskeiðis fer í mannheimum laxeldinu að kenna sama hvað það er.

Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur
Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð.

Þjóðaröryggi
Fjarskiptastrengina þrjá í eigu Farice þarf að vernda, vegna þjóðaröryggis. Öll viljum við hafa hraða, örugga og góða tengingu við umheiminn. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs.

Tækifæri til atvinnuuppbyggingar í haftengdri starfsemi
Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi.

Í djúpneti íslenskra stjórnmála
Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu.

„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“
Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum.

Snúningshurðin í ráðuneytinu
Matvælaráðherra birtir í dag grein á Vísi þar sem hún kvartar undan ábendingum um skynsemi þess að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi.

Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar
Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu.

Vegið að æru embættismanna
Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf.

Afhentu ráðherra 46 þúsund undirskriftir á eldislöxum
Matvælaráðherra var í dag afhentar 46 þúsund undirskriftir gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Ráðherra vonast til þess að tekið verði tillit til undirskriftanna hjá atvinnuveganefnd.

Sjókvíafúskið mikla
Rán Flygenring fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi.

Olía á eld átaka
Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi.

Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn
„Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur.

Afvegaleiðing SFS?
Á dögunum lagði matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fram frumvarp um lagareldi sem átti að hennar sögn að skýra reglur og eftirlit með iðnaðinum og stuðla þannig að umfangsmiklum úrbótum í umhverfisvernd. Þar að auki nefndi ráðherrann að lagt væri upp með að frumvarpið myndi styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerðust brotleg við lög.

Skálkaskjól
Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum.

„Á endanum snýst þetta allt um peninga“
Kynningarfundur um lagareldisfrumvarpið hefði getað verið tölvupóstur að mati framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga því hvorki hafi verið boðið upp á spurningar né samtal. Hann segir frumvarpið ekki veita villtum laxastofnum næga vernd og að banna þurfi eldi á frjóum norskum laxi.

Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan.

„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær.

Af auðvaldsmönnum og undirlægjuhætti
Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri.

Norska veiðistöðin
Elsta nafnið sem norrænir menn gáfu Íslandi var nafnið „Veiðistöð.“ Það er annars vegar sterk vísbending um að vitneskjuna um landið fengu þeir frá fólki á Bretlandseyjum, sem sótt hafði hingað upp í einhverjar kynslóðir til veiða, og hins vegar vísbending um að erindi þeirra hingað var fyrst og fremst að nýta auðlindir landsins sem verslunarvöru: fugl, fisk, æðardún, sel og rostunga til dæmis, eins og glöggt má ráða af bók Bergsveins Birgissonar, Leitin að svarta víkingnum.

Sjálfbær framtíð Vestfjarða
Í opnu auglýsingu í Morgunblaðinu 2. maí hvetur forystufólk úr ferðaþjónustu og stangveiði, alþingismenn og ráðherra til að banna sjókvíaeldi við Ísland. Undir þetta tekur svo umtalsverður fjöldi erlendra aðila. En hvað þýðir þessi krafa fyrir Vestfirði?

Náttúran njóti vafans, ótímabundið
Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum.

Heimildin sem hvarf úr frumvarpi matvælaráðherra
Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði