Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025

Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki
Nú er að koma aðalfundur og þar býst ég við að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum og efla hann og koma honum í hæstu hæðir. Það kann að hljóma digurbarkalega komandi frá manni sem ekki hefur komið mikið við sögu í stefnumótun flokksins áður. Einhverjir vilja þagga jafnvel niður í mér af ótta við ókunn áhrif mín innan flokksins.

Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt og ljóst að mikla vinnu þurfi innan flokksins til að endurheimta það. Flokkurinn sé samt langt því frá að vera brotinn. Með mikinn stuðning í grasrót og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Það séu fjórtán þingmenn, sem mætti vera fleiri, en þau séu með skýra hugsjón.

Formannsefnið sem á ekki bara erindi við Mjóddina
Eitthvert alverst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála var afhjúpað í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. Á svæðinu voru gamlar kempur úr flokknum, stuðningsmenn annarra formannsefna, en enginn úr þingflokknum nema Áslaug sjálf. Vísir var á svæðinu.

„Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“
Stjórnmálaskýrandi telur ekki hægt að lesa í það að þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafi verið fjarverandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu. Hann telur miklar breytingar myndu fylgja Áslaugu sem yrði yngsti formaður í sögu flokksins.

Áslaug hafi þennan „x-factor“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar
„Ég vona að flokkurinn fái val um fólk til að velja í forystuna. Ég hef sýnt að ég víla ekki fyrir mér að biðja um embætti og treysti mér til þess að sinna því, stíga inn í framtíðina og líta inn á við á sama tíma og ekki síst að vera öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Og ég ætla að gefa sjálfstæðismönnum það val á landsfundi.“

Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar
Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig.

Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans
Merki sem þykir sína Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.

Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir sögu flokksins vel, segir að ýmislegt megi lesa í samsetningu hópsins sem verður viðstaddur. Óljóst er með mótframboð en hann bendir á að allt geti gerst fram á síðustu stundu.

Áslaug ætlar í formanninn
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins.

Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun.

Enginn megi vera krýndur formaður
Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun.

Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum.

Áslaug Arna boðar til fundar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA.

Íhugar formannsframboð
Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar.

Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem einn hefur lýst yfir framboði til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, segist sigurviss. Það er þrátt fyrir að eiga ekki sæti á landsfundi flokksins eins og sakir standa. Hann reynir nú að ráða úr því bót.

Fleiri skora á Guðrúnu
Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins.

Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu
Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi.

Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokks á komandi landsfundi. Hún sækist ekki heldur eftir varaformannssætinu áfram.

Ærandi þögn og klukkan tifar
Þögnin er ærandi þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Enginn líklegur hefur opinberlega boðið fram krafta sína til formanns þó eitt formannsefni vinni hörðum höndum að framboði.

Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð.

Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri
Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála.

Bjarni Ben í þátíð
Eftir japl og jaml og fuður hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að keyra á snjódekkjum á landsfund og þar verður kosinn nýr formaður. Þá segir fólk ekki lengur Bjarni er, heldur Bjarni var.

Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum
Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður, segist ekki vera á bak við framboðssíðu sem er í hans nafni á Instagram. Hann hafi ekki leitt hugann að framboði vegna anna í starfi.

Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi
Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir.

Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur sem vilji eiga erindi inn í framtíðina þurfi að skilja framtíðina. Þótt hún hafi lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn eftir brotthvarf formannsins vill hún ekki að svo stöddu lýsa formlega yfir að hún bjóði sig fram.

Landsfundi ekki frestað
Landsfundi Sjálfstæðismanna verður ekki frestað og hann fer fram um mánaðamót febrúar og mars. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar flokksins, sem lauk um klukkan 14:30.

Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku.

Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun
Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks.

Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu.