Bandaríkin

Fréttamynd

Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi

Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd.

Erlent
Fréttamynd

Mokaði inn pening með því að panta eigin pítsur

Eigandi pítsustaða í Bandaríkjunum halaði inn pening þegar hann komst að því að fyrirtæki sem býður upp á heimsendingar á mat frá veitingastöðum rukkaði viðskiptavini sína minna fyrir pítsu en hún kostaði á veitingastaðnum, á sama tíma og pítsustaðurinn fékk fulla greiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Bóluefni má ekki bara vera fyrir þau ríku“

Bóluefnið verður að vera aðgengilegt fyrir alla. Við getum ekki látið stöðuna verða þá að eingöngu þau ríku geti verið bólusett vegna þess að eitt fyrirtæki eigi réttinn að framleiðslu bóluefnisins,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York á blaðamannafundi sínum vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda

Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti.

Erlent
Fréttamynd

Trump setur WHO afarkosti

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru.

Erlent
Fréttamynd

Býst hvorki við að Obama né Biden verði rannsakaðir

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna býst hvorki við því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, né Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og líklegt forsetaefni demókrata, verði rannsakaðir þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Donalds Trump forseta um óljóst samsæri þeirra. Gaf hann þó í skyn að „aðrir“ gætu verið sóttir til saka.

Erlent
Fréttamynd

Pompeo sagður hafa látið ríkisstarfsmann ganga með hundinn og útrétta fyrir sig

Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn.

Erlent
Fréttamynd

J.C. Penney gjaldþrota

Bandaríski smásölurisinn J.C. Penney hefur óskað eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Neytendur
Fréttamynd

Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum

Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum.

Erlent