Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Marseille og Lazio skildu jöfn | Elías á bekknum í sigri

Nú er öllum leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni lokið. Franska liðið Marseille og ítalska liðið Lazio gerðu 2-2 jafntefli í C-riðli, í leik þar sem bæði lið þurftu á sigri að halda og Elías Rafn Ólafsson vermdi bekkinn hjá Midtjylland sem vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Rauðu Stjörnunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm mörk, þrjú rauð og sigur í fyrsta leik Conte

Fyrsti leikur Antonio Conte sem knattspyrnustjóri Tottenham bauð svo sannarlega upp á allt sem hægt er að biðja um í einum fótboltaleik. Conte og lærisveinar hans fögnuðu 3-2 sigri, en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

West Ham tapaði sínum fyrstu stigum

Enska knattspyrnufélagið West Ham tapaði sínum fyrstu stigum í Evrópudeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Genk í kvöld. Lokatölur 2-2, en þetta voru fyrstu mörkin sem Lundúnaliðið fær á sig í keppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Lærisveinar Steven Gerrard sóttu sín fyrstu stig

Alls fóru fram 14 leikir í Evrópudeild UEFA í dag og í kvöld. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers sóttu sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Brøndby og Napoli hleypti spennu í C-riðil með 3-0 sigri gegn Legia Varsjá svo eitthvað sé nefnt.

Fótbolti
Fréttamynd

Fullkomin byrjun West Ham heldur áfram

West Ham vann í kvöld öruggan 3-0 sigur gegn belgíska liðinu Genk í þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. West Ham hefur unnið alla þrjá leiki sína í H-riðli og á enn eftir að fá á sig mark.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm mörk og tvö rauð spjöld er Spartak Moscow lagði Napoli

Í dag og kvöld eru leiknair alls 16 leikir í Evrópudeildinni í knattspyrnu og nú er átta þeirra lokið. Franska liðið Lyon vann öruggan 3-0 sigur gegn Brøndby frá Danmörku í A-riðli og Spartak Moscow vann góðan 3-2 sigur gegn Napoli í C-riðli svo eitthvað sé nefnt.

Fótbolti
Fréttamynd

Leicester kastaði frá sér sigrinum

Öllum leikjum dagsins í Evrópudeildinni er nú lokið. Leicester gerði 2-2 jefntefli gegn Napoli á heimavelli og Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers töpuðu 2-0 gegn franska liðinu Lyon svo eitthvað sé nefnt.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert Guðmundsson og félagar úr leik þrátt fyrir sigur

Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar tóku á móti Celtic frá skotlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Albert og félagar unnu leikinn 2-1, en Skotarnir unnu fyrri leikinn 2-0 og fara því áfram á samanlögðum úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og félagar töpuðu í Glasgow

Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar eru í slæmri stöðu í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir Celtic í fyrri leik liðanna í Glasgow í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Már og félagar steinlágu í Evrópudeildinni

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í rúmenska liðinu CFR Cluj fengu skell þegar að þeir heimsóttu serbneska liðið Rauðu Stjörnuna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Serbarnir höfðu betur 4-0 og Rúnar Már og félagar þurfa á kraftaverki að halda, ætli þeir sér áfram í riðlakeppnina.

Fótbolti
Fréttamynd

Kepa kom inn fyrir vítakeppnina og tryggði Chelsea Ofurbikarinn

Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin.

Fótbolti