Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford

Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Man. Utd og Barcelona mætast

Stórlið Barcelona og Manchester United mætast í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Dregið var í umspilið í dag, í beinni útsendingu á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho kom Roma í umspil

Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma tryggðu sér sæti í umspili um áframhald í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með því að leggja Ludogorets að velli í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. Þá vann West Ham sinn riðil með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Arsenal tryggði sér efsta sætið

Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven.

Fótbolti
Fréttamynd

United vann á Spáni en náði ekki efsta sætinu

Manchester United vann 1-0 útisigur á Real Sociedad þegar liðin mættust í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar nú í kvöld. Sigurinn dugir United þó ekki til að ná efsta sæti riðilsins og þarf liðið því að leika umspilsleik við lið úr Meistaradeildinni til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svona gera bara trúðar“

Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur tryggði United sæti í útsláttarkeppninni

Manchester United vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn þýðir að liðið er öruggt með sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og mætir Real Sociedad í hreinum úrslitaleik um efsta sæti E-riðils.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo með United á morgun

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Cristiano Ronaldo yrði ekki refsað frekar vegna hegðunar sinnar í leiknum gegn Tottenham í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Xhaka skaut Arsenal upp úr A-riðli

Granit Xhaka skoraði eina mark leiksins er Arsenal vann sterkan 1-0 sigur gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven í toppslag A-riðilsins í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn tryggði Arsenal sæti í útsláttarkeppninni og fór langleiðina með að tryggja liðinu sigur í riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi

Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna.

Fótbolti