Vatnsaflsvirkjanir Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Innlent 24.8.2023 08:34 Um raforkumál á Vestfjörðum Á dögunum birtist á Vísi grein eftir Tómas Guðbjartsson um virkjunarhugmyndir Orkubús Vestfjarða. Undirritaður telur nauðsynlegt að bregðast við þessum skrifum og gera grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er í orkumálum á Vestfjörðum og hvaða orkukostir eru raunhæfir horft til næstu ára frá sjónarhóli Orkubús Vestfjarða. Skoðun 22.8.2023 08:01 Segir að fórnarkostnaður Vatnsfjarðarvirkjunar sé falinn í umræðunni Tómas Guðbjartsson, læknir og umhverfisverndarsinni, segir að mikilfenglegir fossar og árgljúfur Vatnsdalsár séu aldrei sýnd í fjölmiðlaumræðu um Vatnsfjarðarvirkjun. Ekki sé rétt að lítið rask yrði á umhverfinu ef kæmi til virkjunar heldur myndu helstu gimsteinar friðlandsins hverfa. Innlent 18.8.2023 09:22 Feluleikur með fossa í einstöku friðlandi Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn. Skoðun 18.8.2023 08:02 Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Innlent 15.8.2023 18:38 Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. Innlent 29.6.2023 21:48 Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. Innlent 28.6.2023 21:30 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. Innlent 23.6.2023 09:54 Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum. Innlent 21.6.2023 12:00 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. Innlent 15.6.2023 22:55 Vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Landsvirkjun segir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvikjunar er fellt úr gildi, vonbrigði. Ákvörðunin komi á óvart. Innlent 15.6.2023 17:49 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. Innlent 15.6.2023 16:10 Er rammaáætlun hin nýja Grágás náttúrunnar? Dagurinn 14. júní verður lengi í minnum hafður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dagurinn þegar meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Var náttúra og landslag þar að engu höfð. Skoðun 15.6.2023 07:31 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. Innlent 14.6.2023 20:08 Maður og bolti Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Skoðun 14.6.2023 13:31 Sveitarstjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei! Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Skoðun 14.6.2023 12:30 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. Innlent 14.6.2023 10:35 Nýtt minnisblað um áhrif Hvammsvirkjunar á Þjórsárlaxinn Síðastliðinn miðvikudag birtist á Vísimarkverð grein eftir dr. Margaret Filardo, virtan sérfræðing í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska. Hún hefur yfir þrjátíu ára reynslu af vöktun og rannsóknum á laxastofnum Kólumbíufljótsins hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum. Skoðun 9.6.2023 13:30 Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Skoðun 7.6.2023 08:00 Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð Margt hefur verið fullyrt um neikvæð áhrif virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá á fiskistofna árinnar og ekki allt sannleikanum samkvæmt. Raunin er sú að virkjanirnar hafa haft verulega jákvæð áhrif á stærð stofnanna og gengd þeirra upp Þjórsá og þverár hennar. Skoðun 6.6.2023 10:00 Snúum baki við olíu og framleiðum íslenska orku Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir. Skoðun 31.5.2023 14:02 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Innlent 1.5.2023 07:55 Ætla Íslendingar að fórna sínum laxastofnum? Þýskaland horfir nú til baka á langa sögu vatnsfallsvirkjana sem aðferð við raforkuframleiðslu. Á miðöldum var farið að reisa viðar-vatnsmyllur og þá byrjaði sú þróun að hindra rennsli vatnfalla og skipta þeim upp. Í dag eru í Þýskalandi 7.800 vatnsfallsvirkjanir sem hafa breytt fornum fljótum í stöðnuð og ónáttúruleg vatnsföll. Tegundum og fjölbreytni tegunda í þessum vatnsföllum hefur fækkað mikið. Skoðun 27.4.2023 12:01 Landsvirkjun perlar Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu. Skoðun 26.4.2023 08:02 Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Innlent 12.3.2023 13:46 Hyggst sækja verulega hækkun orkuverðs í viðræðum við Alcoa Landsvirkjun hyggst sækja verulega hækkun í viðræðum sem eru að hefjast við Alcoa um endurskoðun raforkuverðs fyrir álverið í Reyðarfirði. Þetta er langstærsti raforkusamningur Landsvirkjunar og tekur til þriðjungs af orkusölu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 27.2.2023 22:42 Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta. Viðskipti innlent 25.2.2023 22:20 Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. Viðskipti innlent 21.2.2023 22:30 Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu. Viðskipti innlent 21.2.2023 12:36 Hvammsvirkjun – „Tilraunaverkefni á manngerðu svæði“ og þögn Landsvirkjunar Í III. áfanga rammaáætlunar sem hófst 2013 var Hvammsvirkjun færð ein þriggja virkjanakosta í Þjórsá í byggð í nýtingarflokk. Hinar virkjanirnar eru Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Skoðun 15.2.2023 15:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Innlent 24.8.2023 08:34
Um raforkumál á Vestfjörðum Á dögunum birtist á Vísi grein eftir Tómas Guðbjartsson um virkjunarhugmyndir Orkubús Vestfjarða. Undirritaður telur nauðsynlegt að bregðast við þessum skrifum og gera grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er í orkumálum á Vestfjörðum og hvaða orkukostir eru raunhæfir horft til næstu ára frá sjónarhóli Orkubús Vestfjarða. Skoðun 22.8.2023 08:01
Segir að fórnarkostnaður Vatnsfjarðarvirkjunar sé falinn í umræðunni Tómas Guðbjartsson, læknir og umhverfisverndarsinni, segir að mikilfenglegir fossar og árgljúfur Vatnsdalsár séu aldrei sýnd í fjölmiðlaumræðu um Vatnsfjarðarvirkjun. Ekki sé rétt að lítið rask yrði á umhverfinu ef kæmi til virkjunar heldur myndu helstu gimsteinar friðlandsins hverfa. Innlent 18.8.2023 09:22
Feluleikur með fossa í einstöku friðlandi Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn. Skoðun 18.8.2023 08:02
Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Innlent 15.8.2023 18:38
Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. Innlent 29.6.2023 21:48
Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. Innlent 28.6.2023 21:30
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. Innlent 23.6.2023 09:54
Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum. Innlent 21.6.2023 12:00
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. Innlent 15.6.2023 22:55
Vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Landsvirkjun segir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvikjunar er fellt úr gildi, vonbrigði. Ákvörðunin komi á óvart. Innlent 15.6.2023 17:49
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. Innlent 15.6.2023 16:10
Er rammaáætlun hin nýja Grágás náttúrunnar? Dagurinn 14. júní verður lengi í minnum hafður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dagurinn þegar meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Var náttúra og landslag þar að engu höfð. Skoðun 15.6.2023 07:31
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. Innlent 14.6.2023 20:08
Maður og bolti Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Skoðun 14.6.2023 13:31
Sveitarstjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei! Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Skoðun 14.6.2023 12:30
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. Innlent 14.6.2023 10:35
Nýtt minnisblað um áhrif Hvammsvirkjunar á Þjórsárlaxinn Síðastliðinn miðvikudag birtist á Vísimarkverð grein eftir dr. Margaret Filardo, virtan sérfræðing í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska. Hún hefur yfir þrjátíu ára reynslu af vöktun og rannsóknum á laxastofnum Kólumbíufljótsins hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum. Skoðun 9.6.2023 13:30
Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Skoðun 7.6.2023 08:00
Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð Margt hefur verið fullyrt um neikvæð áhrif virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá á fiskistofna árinnar og ekki allt sannleikanum samkvæmt. Raunin er sú að virkjanirnar hafa haft verulega jákvæð áhrif á stærð stofnanna og gengd þeirra upp Þjórsá og þverár hennar. Skoðun 6.6.2023 10:00
Snúum baki við olíu og framleiðum íslenska orku Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir. Skoðun 31.5.2023 14:02
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Innlent 1.5.2023 07:55
Ætla Íslendingar að fórna sínum laxastofnum? Þýskaland horfir nú til baka á langa sögu vatnsfallsvirkjana sem aðferð við raforkuframleiðslu. Á miðöldum var farið að reisa viðar-vatnsmyllur og þá byrjaði sú þróun að hindra rennsli vatnfalla og skipta þeim upp. Í dag eru í Þýskalandi 7.800 vatnsfallsvirkjanir sem hafa breytt fornum fljótum í stöðnuð og ónáttúruleg vatnsföll. Tegundum og fjölbreytni tegunda í þessum vatnsföllum hefur fækkað mikið. Skoðun 27.4.2023 12:01
Landsvirkjun perlar Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu. Skoðun 26.4.2023 08:02
Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Innlent 12.3.2023 13:46
Hyggst sækja verulega hækkun orkuverðs í viðræðum við Alcoa Landsvirkjun hyggst sækja verulega hækkun í viðræðum sem eru að hefjast við Alcoa um endurskoðun raforkuverðs fyrir álverið í Reyðarfirði. Þetta er langstærsti raforkusamningur Landsvirkjunar og tekur til þriðjungs af orkusölu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 27.2.2023 22:42
Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta. Viðskipti innlent 25.2.2023 22:20
Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. Viðskipti innlent 21.2.2023 22:30
Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu. Viðskipti innlent 21.2.2023 12:36
Hvammsvirkjun – „Tilraunaverkefni á manngerðu svæði“ og þögn Landsvirkjunar Í III. áfanga rammaáætlunar sem hófst 2013 var Hvammsvirkjun færð ein þriggja virkjanakosta í Þjórsá í byggð í nýtingarflokk. Hinar virkjanirnar eru Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Skoðun 15.2.2023 15:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent