Leikhús

Fréttamynd

Tóku í­þrótta­salinn í gegn og úr varð full­búið leik­hús

Það heyrir almennt ekki til tíðinda að framhaldsskólar setji á svið leikrit, tónleika eða söngleiki, enda hefur slíkt tíðkast hjá nemendafélögum víðs vegar um landið svo lengi sem elstu stúdentar muna. Á tímum kórónuveirunnar hefur það þó reynst menntaskólanemum ærið verkefni, þar sem samkomutakmarkanir og minna aðgengi að sýningarstöðum hefur haft sitt að segja.

Lífið
Fréttamynd

Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns

Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins.

Innlent
Fréttamynd

Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis.

Lífið
Fréttamynd

„Án áhorfenda er ekkert leikhús“

Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður.

Lífið
Fréttamynd

Tilkynning Helga Tómassonar vekur athygli í listaheiminum

Einn kunnasti listamaður Íslendinga, Helgi Tómasson, tilkynnti í gær að hann hygðist láta af störfum á næsta ári sem listrænn stjórnandi og aðaldanshöfundur San Francisco-ballettsins. Helgi, sem orðinn er 78 ára gamall, tók við stjórn ballettflokksins fyrir 35 árum eftir farsælan feril sem ballettdansari þar sem hann skapaði sér nafn sem einn besti karldansari heims.

Menning
Fréttamynd

Einvalalið leikara kveður árið 2020

Borgarleikhúsið bauð landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember var opnaður gluggi og listamenn leikhússins glöddu með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

Jóhanna Guðrún og Ingó verða eitt þekktasta par sögunnar í Grease

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Soffía Karlsdóttir látin

Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri.

Innlent