Bíó og sjónvarp Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. Bíó og sjónvarp 28.4.2023 10:48 Sagði einn frægasta brandara Fóstbræðra í Succession Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í nýjustu seríunni af Succession, sem sýnd er á Stöð 2. Hann nýtti tækifærið í nýjasta þættinum og sagði einn þekktasta brandarann úr smiðju Fóstbræðra. Horfa má á atriðið neðar í fréttinni. Jóhannes segist aldrei hafa upplifað eins einstakt tökuferli og í HBO þáttunum vinsælu. Bíó og sjónvarp 28.4.2023 07:00 Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. Bíó og sjónvarp 26.4.2023 22:14 Hámhorfið: Á hvað eru íslenskar söngkonur að horfa? Það kannast líklega flestir við það að hafa legið uppi í sófa og flett í gegnum Netflix í leit að góðum sjónvarpsþáttum, þegar allt í einu er liðinn klukkutími og þú hefur ekki enn fundið neitt. Ástæðan er ekki skortur á úrvali, síður en svo, heldur er framboðið svo mikið að það getur verið yfirþyrmandi. Bíó og sjónvarp 26.4.2023 20:00 Carrie Bradshaw snýr aftur Hinar vinsælu vinkonur Carrie, Miranda og Charlotte snúa aftur á skjáinn í júní í „spin-off“ þáttunum And Just Like That. HBO birti sýnishorn í dag þar sem má sjá nýjum vinum bregða fyrir - sem og gömlum kærasta. Bíó og sjónvarp 26.4.2023 16:52 Tók tveggja ára hlé og missti af hlutverkum í fimm stórmyndum Kanadíska leikkonan Rachel McAdams ákvað að flytja aftur heim og taka sér tveggja ára hlé frá leiklistinni árið 2006. Á þessu tveggja ára tímabili var henni boðið hlutverk í fimm kvikmyndum sem enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar. Bíó og sjónvarp 21.4.2023 09:25 Mischa Barton til liðs við Nágranna Hollywood- og OC-stjarnan Mischa Barton mun ganga til liðs við leikarahóp áströlsku sápuóperunnar Nágranna sem hefja göngu sína að nýju síðar á árinu. Bíó og sjónvarp 18.4.2023 07:57 Kynntu nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og Harry Potter Streymisveitan HBO Max mun fá nýtt nafn, „Max“, á næstu vikum og til stendur að gera nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og um Harry Potter. Þetta kom fram á kynningu hjá Warner Bros. Discovery í gær. Bíó og sjónvarp 13.4.2023 14:11 Fyrsta sýnishorn True Detective Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 12.4.2023 18:22 Kim Kardashian sýnir ógnvekjandi hliðar Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er óhrædd við að takast á við ný og jafnvel ógnvekjandi verkefni, ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar kom fram að Kim fari með hlutverk í væntanlegri seríu af hryllingsþáttunum American Horror Story. Bíó og sjónvarp 11.4.2023 10:55 Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent. Myndin heitir Indiana Jones and the Dial of Destiny, sem gæti útlagst á íslensku sem Indiana Jones og örlagaskífan. Bíó og sjónvarp 7.4.2023 19:23 Þrjár nýjar Star Wars-myndir á leiðinni Tilkynnt var um þrjár nýjar leiknar kvikmyndir sem eiga sér stað í heimi Star Wars í dag. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr sjónvarpsseríunni Ahsoka sem kemur út í ár og fjallar um lærling Anakins. Bíó og sjónvarp 7.4.2023 15:25 Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Bíó og sjónvarp 2.4.2023 19:57 Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. Bíó og sjónvarp 29.3.2023 14:30 Mike Downey heiðraður á Stockfish Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi. Bíó og sjónvarp 21.3.2023 15:30 Ísland óbyggilegt í nýju verkefni Ólafs Darra og félaga Fyrsta verkefni nýs íslensks framleiðslufyrirtækis leikarans Ólafs Darra Ólafssonar og félaga verður átta þátta spennuþáttaröð sem fjallar um afdrif Íslendinga eftir að Ísland verðir óbyggilegt vegna eldgoss. Bíó og sjónvarp 21.3.2023 14:01 Gagnrýna skort á konum í valnefndum Eddunnar Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi segir að jafnrétti kynjanna hafi á engan hátt verið haft að leiðarljósi þegar skipað var í valnefndir Eddunnar 2023, en þær voru gerðar opinberar í dag. Bíó og sjónvarp 20.3.2023 21:37 RIFF á lista yfir mikilvægustu kvikmyndahátíðarnar RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, var á dögunum valin ein af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins af tímaritinu The Moviemaker. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir þetta mikinn heiður. Bíó og sjónvarp 20.3.2023 10:34 „Íslenski hesturinn var besti vinur minn" Leikkonan Noomi Rapace segir undirbúninginn fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsseríunni Django hafa hafist strax í barnæsku, enda sé hún alin upp í kringum íslenska hesta. Bíó og sjónvarp 1.3.2023 09:30 Fyrsti Svíinn til að stýra dómnefndinni í Cannes í fimmtíu ár Sænski leikstjórinn Ruben Östlund verður formaður dómnefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar. Bíó og sjónvarp 28.2.2023 09:47 Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. Bíó og sjónvarp 27.2.2023 08:38 Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. Bíó og sjónvarp 24.2.2023 08:37 Elfar og Anna tóku við verðlaunum í Santa Barbara Sumarljós og svo kemur nóttin var verðlaunuð um helgina sem besta norræna kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara. Bíó og sjónvarp 21.2.2023 15:49 Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum með sjö BAFTA-verðlaun Þýska Netflix kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum bar sigur úr býtum á BAFTA verðlaununum í kvöld. Myndin vann í heildina sjö verðlaun og var þar á meðal valin besta myndin. Hún fékk einnig verðlaun fyrir besta leikstjórn. Bíó og sjónvarp 19.2.2023 22:22 Fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk sögupersónunnar Harley Quinn í nýrri mynd um illmennið Jókerinn. Gaga birti fyrstu mynd af sér í hlutverkinu á Instagram í gær. Bíó og sjónvarp 16.2.2023 18:00 Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. Bíó og sjónvarp 13.2.2023 22:24 NYPD Blue barnastjarna látin Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. Bíó og sjónvarp 13.2.2023 22:08 Frozen 3 og Toy Story 5 í bígerð Aðdáendur Frozen, Toy Story og Zootopia geta nú glaðst því í gær var tilkynnt að framhaldsmyndir væru væntanlegar von bráðar. Bíó og sjónvarp 9.2.2023 15:06 Ætla sér að framleiða fleiri þætti af Hótel Tindastóli Til stendur að endurvekja bresku gamanþættina Fawlty Towers, sem báru nafnið Hótel Tindastóll á íslensku, rúmum fjörutíu árum eftir að gömlu þættirnir voru framleiddir. John Cleese mun snúa aftur sem handritshöfundur og í hlutverk hótelstjórans Basil Fawlty. Bíó og sjónvarp 8.2.2023 07:23 Á bak við tjöldin í Japan á tökustað Snertingar Í Japan standa nú yfir tökur á Snertingu, nýjustu kvikmynd Baltasar Kormáks. Eins og fjallað hefur verið um fer leikarinn Egill Ólafsson með aðaðhlutverkið. Bíó og sjónvarp 6.2.2023 15:31 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 140 ›
Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. Bíó og sjónvarp 28.4.2023 10:48
Sagði einn frægasta brandara Fóstbræðra í Succession Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í nýjustu seríunni af Succession, sem sýnd er á Stöð 2. Hann nýtti tækifærið í nýjasta þættinum og sagði einn þekktasta brandarann úr smiðju Fóstbræðra. Horfa má á atriðið neðar í fréttinni. Jóhannes segist aldrei hafa upplifað eins einstakt tökuferli og í HBO þáttunum vinsælu. Bíó og sjónvarp 28.4.2023 07:00
Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. Bíó og sjónvarp 26.4.2023 22:14
Hámhorfið: Á hvað eru íslenskar söngkonur að horfa? Það kannast líklega flestir við það að hafa legið uppi í sófa og flett í gegnum Netflix í leit að góðum sjónvarpsþáttum, þegar allt í einu er liðinn klukkutími og þú hefur ekki enn fundið neitt. Ástæðan er ekki skortur á úrvali, síður en svo, heldur er framboðið svo mikið að það getur verið yfirþyrmandi. Bíó og sjónvarp 26.4.2023 20:00
Carrie Bradshaw snýr aftur Hinar vinsælu vinkonur Carrie, Miranda og Charlotte snúa aftur á skjáinn í júní í „spin-off“ þáttunum And Just Like That. HBO birti sýnishorn í dag þar sem má sjá nýjum vinum bregða fyrir - sem og gömlum kærasta. Bíó og sjónvarp 26.4.2023 16:52
Tók tveggja ára hlé og missti af hlutverkum í fimm stórmyndum Kanadíska leikkonan Rachel McAdams ákvað að flytja aftur heim og taka sér tveggja ára hlé frá leiklistinni árið 2006. Á þessu tveggja ára tímabili var henni boðið hlutverk í fimm kvikmyndum sem enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar. Bíó og sjónvarp 21.4.2023 09:25
Mischa Barton til liðs við Nágranna Hollywood- og OC-stjarnan Mischa Barton mun ganga til liðs við leikarahóp áströlsku sápuóperunnar Nágranna sem hefja göngu sína að nýju síðar á árinu. Bíó og sjónvarp 18.4.2023 07:57
Kynntu nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og Harry Potter Streymisveitan HBO Max mun fá nýtt nafn, „Max“, á næstu vikum og til stendur að gera nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og um Harry Potter. Þetta kom fram á kynningu hjá Warner Bros. Discovery í gær. Bíó og sjónvarp 13.4.2023 14:11
Fyrsta sýnishorn True Detective Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 12.4.2023 18:22
Kim Kardashian sýnir ógnvekjandi hliðar Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er óhrædd við að takast á við ný og jafnvel ógnvekjandi verkefni, ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar kom fram að Kim fari með hlutverk í væntanlegri seríu af hryllingsþáttunum American Horror Story. Bíó og sjónvarp 11.4.2023 10:55
Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent. Myndin heitir Indiana Jones and the Dial of Destiny, sem gæti útlagst á íslensku sem Indiana Jones og örlagaskífan. Bíó og sjónvarp 7.4.2023 19:23
Þrjár nýjar Star Wars-myndir á leiðinni Tilkynnt var um þrjár nýjar leiknar kvikmyndir sem eiga sér stað í heimi Star Wars í dag. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr sjónvarpsseríunni Ahsoka sem kemur út í ár og fjallar um lærling Anakins. Bíó og sjónvarp 7.4.2023 15:25
Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Bíó og sjónvarp 2.4.2023 19:57
Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. Bíó og sjónvarp 29.3.2023 14:30
Mike Downey heiðraður á Stockfish Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi. Bíó og sjónvarp 21.3.2023 15:30
Ísland óbyggilegt í nýju verkefni Ólafs Darra og félaga Fyrsta verkefni nýs íslensks framleiðslufyrirtækis leikarans Ólafs Darra Ólafssonar og félaga verður átta þátta spennuþáttaröð sem fjallar um afdrif Íslendinga eftir að Ísland verðir óbyggilegt vegna eldgoss. Bíó og sjónvarp 21.3.2023 14:01
Gagnrýna skort á konum í valnefndum Eddunnar Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi segir að jafnrétti kynjanna hafi á engan hátt verið haft að leiðarljósi þegar skipað var í valnefndir Eddunnar 2023, en þær voru gerðar opinberar í dag. Bíó og sjónvarp 20.3.2023 21:37
RIFF á lista yfir mikilvægustu kvikmyndahátíðarnar RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, var á dögunum valin ein af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins af tímaritinu The Moviemaker. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir þetta mikinn heiður. Bíó og sjónvarp 20.3.2023 10:34
„Íslenski hesturinn var besti vinur minn" Leikkonan Noomi Rapace segir undirbúninginn fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsseríunni Django hafa hafist strax í barnæsku, enda sé hún alin upp í kringum íslenska hesta. Bíó og sjónvarp 1.3.2023 09:30
Fyrsti Svíinn til að stýra dómnefndinni í Cannes í fimmtíu ár Sænski leikstjórinn Ruben Östlund verður formaður dómnefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar. Bíó og sjónvarp 28.2.2023 09:47
Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. Bíó og sjónvarp 27.2.2023 08:38
Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. Bíó og sjónvarp 24.2.2023 08:37
Elfar og Anna tóku við verðlaunum í Santa Barbara Sumarljós og svo kemur nóttin var verðlaunuð um helgina sem besta norræna kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara. Bíó og sjónvarp 21.2.2023 15:49
Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum með sjö BAFTA-verðlaun Þýska Netflix kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum bar sigur úr býtum á BAFTA verðlaununum í kvöld. Myndin vann í heildina sjö verðlaun og var þar á meðal valin besta myndin. Hún fékk einnig verðlaun fyrir besta leikstjórn. Bíó og sjónvarp 19.2.2023 22:22
Fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk sögupersónunnar Harley Quinn í nýrri mynd um illmennið Jókerinn. Gaga birti fyrstu mynd af sér í hlutverkinu á Instagram í gær. Bíó og sjónvarp 16.2.2023 18:00
Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. Bíó og sjónvarp 13.2.2023 22:24
NYPD Blue barnastjarna látin Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. Bíó og sjónvarp 13.2.2023 22:08
Frozen 3 og Toy Story 5 í bígerð Aðdáendur Frozen, Toy Story og Zootopia geta nú glaðst því í gær var tilkynnt að framhaldsmyndir væru væntanlegar von bráðar. Bíó og sjónvarp 9.2.2023 15:06
Ætla sér að framleiða fleiri þætti af Hótel Tindastóli Til stendur að endurvekja bresku gamanþættina Fawlty Towers, sem báru nafnið Hótel Tindastóll á íslensku, rúmum fjörutíu árum eftir að gömlu þættirnir voru framleiddir. John Cleese mun snúa aftur sem handritshöfundur og í hlutverk hótelstjórans Basil Fawlty. Bíó og sjónvarp 8.2.2023 07:23
Á bak við tjöldin í Japan á tökustað Snertingar Í Japan standa nú yfir tökur á Snertingu, nýjustu kvikmynd Baltasar Kormáks. Eins og fjallað hefur verið um fer leikarinn Egill Ólafsson með aðaðhlutverkið. Bíó og sjónvarp 6.2.2023 15:31