Lífið

„Hvaða ráð­herra notar síma­veski?“

Ráðherrar lögðu síma sína til hliðar áður en ríkisstjórnarfundur hófst á Egilsstöðum í dag. Mynd af símunum vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag. Upp spratt umræða um hvaða ráðherrar ættu hvaða síma.

Lífið

„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“

Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin.

Lífið

„Það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla“

„Ég held að tónlistarmyndbanda menningin sé í uppsiglingu á Íslandi,“ segir fjöllistakonan Vigdís Howser en hún leikstýrir tónlistarmyndbandi sem má sjá neðar í pistlinum. Myndbandið er við lagið Elska Allt eftir tónsmiðina Mishu og Hxffa, er fjöllistaverkefni í eðli sínu og framleitt af Kristjáni Erni.

Tónlist

Immortals of Aveum: Erfitt að vera meira miðlungs

Einn af framleiðendum Immortals of Aveum lýsti honum einu sinn sem Call of Duty með galdra og er hann kallaður „Fyrstu persónu galdraskotleikur“. Það er ekkert fjarri lagi en í leiknum setur maður sig í spor hermanns og galdramanns í dularfullum heimi þar sem ríki berjast í endalausu stríði um yfirráð yfir göldrum.

Leikjavísir

„Lífið leiðir mann á þann veg sem maður þarf að ganga“

„Maður þarf bara að halda sér á tánum, vinna hart, halda alltaf áfram og reyna að skapa sér tækifæri sjálfur. Ekki sitja bara og bíða eftir símtali,“ segir leikkonan Eygló Hilmarsdóttir en hún fer með hlutverk í sýningunni Sund sem er frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld. Eygló ræddi við blaðamann um marglaga samband sitt við sundið, sjokkið við að útskrifast úr LHÍ og óhefðbundnar leiðir í leiklistinni.

Lífið

Heitir í háloftunum

Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti.

Lífið

Villeneuve til í þriðju myndina

Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis.

Bíó og sjónvarp

Hug­­myndir að hollu nesti

Anna Eiríksdóttir deildarstjóri hjá Hreyfingu er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að hollu matarræði. Það var því auðsótt að leita ráða hjá henni þegar kemur að hollu nesti nú þegar skólarnir hafa hafið göngu sína á ný.

Lífið

„Fæ bara gæsahúð og tár í augun að hugsa um þetta“

Grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur glímt við skerta heyrn um árabil. Hann segir að það sé tími til kominn að ræða opinskátt um heyrnarskerðingu og það eigi ekki að vera feimnismál að nota heyrnartæki til að heyra frekar en sjónskertir noti gleraugu til að sjá betur.

Lífið

Hafi orðið heyrnar­laus af of miklu Viagra áti

Hugh Hefner, stofnandi, út­gefandi og aðal­rit­stjóri Play­boy-tíma­ritsins varð heyrnar­laus á öðru eyra af því að hann tók of mikið af stinningar­lyfinu Viagra. Þetta segir Crys­tal Hefner, ekkja rit­stjórans.

Lífið

Syngur dúett með yngri út­gáfu af sjálfum sér

Tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson gaf nýverið út sína þriðju sólóplötu sem hann nefnir Aska og Gull. Sem fyrr leggur fjöldi tónlistarmanna honum lið á plötunni en þar er að finna níu lög. Hann segir meginþema plötunnar hverfast í kringum æsku sína. 

Lífið

Baldur's Gate 3: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur

Baldur‘s Gate 3 er líklega besti Dungeons & Dragons leikur sem gerður hefur verið. Spilun hans er einkar skemmtileg og fjölbreytt. Í fljótu bragði man ég ekki eftir að hafa upplifað annað eins frelsi við að leysa úr verkefnum leiks og drepa skrímsli og drullusokka.

Leikjavísir

„Skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs“

„Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það,“ segir lagahöfundurinn og tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir. Hún ræddi við blaðamann um endurkomu Nylon, lífið í Los Angeles og ástina en Alma er trúlofuð leikaranum Ed Weeks og þau ætla að gifta sig á Spáni eftir nokkrar vikur.

Tónlist

Gagn­rýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag.

Lífið

Björk verð­launuð fyrir Cornucopiu

Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september.

Tónlist

Martha Stewart fór á stúfana á Ís­landi með Dor­rit

Martha Stewart, at­hafna­kona og sjón­varps­drottning, var stödd á Ís­landi um helgina en virðist nú vera komin til Græn­lands ef marka má sam­fé­lags­miðla. Hún fór á stúfana með Dor­rit Moussa­i­eff, fyrr­verandi for­seta­frú og heim­sóttu þær ýmis fyrir­tæki, meðal annars Íslenska erfðagreiningu.

Lífið

Berfættur bóndi

Bóndi í Árnessýslu gengur til allra sinna verka berfættur og hefur að eigin sögn öðlast nýtt líf með því þegar stoðkerfið og andleg líðan er annars vegar. Hann hvetur fólk til að vera eins mikið berfætt og hægt er.

Lífið

Ákvað að börnin myndu ekki missa mömmu sína líka

„Það skiptir mig miklu máli að reyna að hafa skaðann eins takmarkaðann og hægt er eftir slíkan harmleik,“ segir fjárfestirinn, Drífa Björk Linnet ekkja Haraldar Loga Hrafnkelssonar. Hún hefur reynt að láta sorgina ekki heltaka líf sitt.

Lífið