Fá nýjan Kana í harða baráttu Njarðvíkingar hafa fundið nýjan Bandaríkjamann í liðið fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Sá heitir Luwane Pipkins og kemur úr gríska boltanum. Körfubolti 11.1.2026 10:17
„Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Vetrarstormurinn „Elli“ hafði mikil áhrif á ferðalag þýska handboltalandsliðsins eftir að það hafði unnið Króatíu í Zagreb á fimmtudagskvöld. Handbolti 11.1.2026 09:02
Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Ethan McLeod, sem lést í bílslysi aðeins 21 árs gamall rétt fyrir jól, var Macclesfield-mönnum hugleikinn þegar þeir fögnuðu hreint ótrúlegum sigri utandeildarliðsins á ríkjandi bikarmeisturum Crystal Palace, í ensku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Enski boltinn 11.1.2026 08:02
Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Grindavík og Tindastóll bættust í kvöld í hóp með Keflavík og verða með í fjögurra liða úrslitavikunni í VÍS-bikar kvenna í körfubolta. Ármann og Hamar/Þór spila svo um fjórða og síðasta farmiðann annað kvöld. Körfubolti 10.1.2026 20:24
Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Aston Villa sló Tottenham út í 64-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld, með 2-1 sigri í Lundúnum. Þar með aukast enn raunir Tottenham-manna en stórkostlegt tímabil Villa heldur áfram. Enski boltinn 10.1.2026 17:16
Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Benoný Breki Andrésson var svo sannarlega hetja Stockport County í dag með sínu fyrsta marki í ensku C-deildinni í fótbolta á þessari leiktíð. Enski boltinn 10.1.2026 19:00
Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Eyjakonur fylgja Val eftir á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með 23-20 sigri gegn Haukum í dag og KA/Þór hóf nýja árið á öflugum sigri gegn ÍR, 23-21. Handbolti 10.1.2026 18:38
Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Nígería sló út Alsír í dag, 2-0, og komst í undanúrslit Afríkukeppninnar í fótbolta þar sem liðið mun mæta heimaþjóðinni, Marokkó, á miðvikudaginn. Fótbolti 10.1.2026 18:22
„Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, átti fá svör þegar topplið deildarinnar, Valur, rúllaði yfir Fram í Olís-deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 11 marka sigri Vals og segir Haraldur að gæðamunurinn á liðunum hafi verið augljós á öllum sviðum leiksins. Handbolti 10.1.2026 17:54
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Frábær frammistaða hjá Keflavík í seinni hálfeik í leik liðsins gegn Haukum í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í Blue-höllinni suður með sjó í dag tryggði Keflavíkurliðinu farseðilinn í undanúrslit. Körfubolti 10.1.2026 15:16
Stjarnan sendi Selfoss á botninn Stjörnukonur unnu afar dýrmætan sigur gegn Selfyssingum í dag, 34-28, þegar Olís-deild kvenna í handbolta hófst að nýju eftir jólafrí, eftir að hafa unnið Fram í síðasta leik fyrir fríið. Handbolti 10.1.2026 17:06
Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Valur sigraði Fram örugglega, 30-19, í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir jólafrí og með sigrinum styrktu Valskonur stöðu sína á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru liðnar. Handbolti 10.1.2026 15:06
Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Antoine Semenyo er kominn í gang hjá nýjum vinnuveitendum. Hann skoraði eitt marka Manchester City í 10-1 sigri á Exeter í enska bikarnum er hann þreytti frumraun sína. Hákon Rafn Valdimarsson komst þá áfram og hélt hreinu fyrir Brentford. Enski boltinn 10.1.2026 16:57
Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Eftir ótrúlega dramatík, vítakeppni og bráðabana er Newcastle komið áfram í 32-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta, með sigri gegn Bournemouth í úrvalsdeildarslag í dag. Enski boltinn 10.1.2026 14:31
Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Brundrottningin Linday Vonn vann annað heimsbikargull sitt á innan við mánuði í keppni í austurrísku ölpunum. Hún varð í desember sú elsta í sögunni til að vinna grein á heimsbikarmóti. Sport 10.1.2026 16:02
Róbert með þrennu í sigri KR KR vann 5-2 sigur á Fylki í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Íslenski boltinn 10.1.2026 15:30
Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sunderland komst áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir útisigur á Everton eftir vítaspyrnukeppni. Robin Roefs, markvörður Sunderland, var magnaður. Enski boltinn 10.1.2026 15:07
Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enskir fótboltasérfræðingar fara fögrum orðum um lið Macclesfield og magnað afrek liðsins er það sló ríkjandi bikarmeistara Crystal Palace úr keppni í FA-bikarnum. Einn sérfræðinganna tengist liðinu meira en aðrir. Enski boltinn 10.1.2026 14:50
Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Benoný Breki Andrésson skoraði sigurmark Stockport á sjöttu mínútu uppbótartíma gegn Huddersfield Town á Englandi í dag. Enski boltinn 10.1.2026 14:31
Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Utandeildarlið Macclesfield gerði sér lítið fyrir og sló bikarmeistara Crystal Palace úr leik í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Enski boltinn 10.1.2026 14:12
Fram lagði Leiknismenn Fram vann 3-1 sigur á Leikni í A-riðli Reykjavíkurmótsins í fótbolta í fimbulkulda í Úlfarsárdal. Íslenski boltinn 10.1.2026 14:00
Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Enska landsliðskonan Georgia Stanway er á förum frá Bayern Munchen í Þýskalandi þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur eftir fjögur ár í Bæjaralandi. Fótbolti 10.1.2026 13:45
Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Norður-makedónsku dómararnir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski fá ekki að dæma á komandi Evrópumóti í handbolta vegna svindls á þolprófi. Handbolti 10.1.2026 13:01
Dyche æfur eftir tapið Sean Dyche, þjálfari Nottingham Forest, var óánægður með tap sinna manna fyrir B-deildarliði Wrexham í ensku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Enski boltinn 10.1.2026 12:15