Fréttamynd

Svaf yfir sig og missti af rútunni

Orri Freyr Þorkelsson kom með seinni skipum á fjölmiðlahitting íslenska landsliðsins í Herning í Danmörku eftir langa nótt. Stór hluti íslenska hópsins fékk að sofa út.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum?

Það hefði verið svo auðvelt að kenna einfaldlega dómurunum um tapið sára gegn Dönum. Skipulagið á mótinu með tilheyrandi ferðalagi. Miðaruglinu sem varð til þess að höllin í Herning var rauð og hvít. Strákarnir okkar eru aftur á móti komnir svo langt sem lið að þeir gerðu sér grein fyrir því að stóra ástæðan fyrir tapinu var sú að í jöfnum leik tveggja frábærra liða þá voru Danir betri. Það vantaði samt svo lítið upp á að okkar menn stigu sigurdans í leikslok. Það er nefnilega ekkert alltaf sterkara liðið á pappírnum sem vinnur sigur heldur sterkara liðið þann daginn. Í því felst fegurð hópíþrótta.

Sport


Fréttamynd

Vildi ekki peninginn

Aganefnd Afríska knattspyrnusambandsins (CAF) hefur ákveðið að refsa bæði Senegal og Marokkó eftir alla dramatíkina í úrslitaleik Afríkukeppninnar á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Pytlick: „Ís­land átti meira skilið í kvöld“

Danska stórskyttan Simon Pytlic skoraði fimm mörk fyrir Dani í sigrinum á Íslandi í undanúrslitum EM í kvöld og hann var öflugur á lokasprettinum í leiknum þegar danska liðið landaði sigrinum. Pytlick hrósaði íslenska liðinu eftir leik.

Handbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Strákanna okkar á móti Dan­mörku: Hetjuleg frammi­staða gegn heimsmeisturunum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sætið á Evrópumótinu. Þetta var ljóst eftir þriggja marka tap Íslands fyrir Danmörku, 31-28, í undanúrslitum í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins var til mikillar fyrirmyndar en fjórfaldir heimsmeistarar Dana náðu yfirhöndinni um miðjan seinni hálfleik og lönduðu sigrinum.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég hugsa að þetta sé EM-met“

„Við hefðum klárlega getað unnið stærri sigur“ sagði Alfreð Gíslason eftir að hafa lagt Króatana hans Dags Sigurðssonar að velli í undanúrslitum EM í handbolta.

Handbolti