Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja at­hygli

Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu

Taktar félaganna Jared Goff og Jahmyr Gibbs í liði Detroit Lions í öruggum sigri liðsins á Chicago Bears í NFL-deildinni í gær hafa vakið töluverða lukku. Báðir féllu þeir viljandi við til að slá vörn Bjarnanna út af laginu, sem skilaði snertimarki.

Sport
Fréttamynd

„Allt er svo erfitt“

„Sem stendur er allt svo erfitt,“ sagði Portúgalinn Rúben Amorim eftir 3-0 tap Manchester United fyrir Bournemouth á Old Trafford í Manchester í gær. Þetta sagði Portúgalinn á blaðamannafundi sem þurfti að slíta vegna leka í blaðamannaherberginu á Old Trafford.

Enski boltinn
Fréttamynd

Látnir æfa á jóla­dag

Stjörnurnar í Englandsmeistaraliði Manchester City þurfa að mæta til vinnu á jóladag, á fótboltaæfingu, öfugt við það sem þeir eru vanir, eftir skelfilegt gengi liðsins undanfarna tvo mánuði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði

Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp.

Fótbolti
Fréttamynd

Logi frá FH til Króatíu

Logi Hrafn Róbertsson, miðjumaður FH og U21-landsliðs Íslands, var í gær kynntur sem nýjasti leikmaður króatíska knattspyrnufélagsins NK Istra.

Fótbolti
Fréttamynd

Ras­h­ford á lausu yfir jólin

Það á ekki af Marcus Rashford að ganga þessa dagana. Ekki nóg með að það sé búið að dömpa honum úr hópnum hjá Manchester United þá er kærastan búin að gera slíkt hið sama.

Fótbolti
Fréttamynd

Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár

Nú er orðið ljóst hver voru besta íþróttafólk ársins á Íslandi á árinu 2024 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati meðlima SÍ en þetta er í 69. sinn sem samtökin kjósa Íþróttamann ársins.

Sport
Fréttamynd

Dag­skráin í dag: Það er pílan

Það eru ekki margir viðburðir á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en það er þó nóg um að vera þar sem heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram. Þetta er síðasti keppnisdagur fyrir jólafrí, en mótið heldur svo áfram 27. desember.

Sport