Sport

Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina
Cleveland Cavaliers er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA í körfubolta, fyrst allra liða, þrátt fyrir að tuttugu leikir séu eftir af deildarkeppninni.

Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players
Tiger Woods er óviss hvort hann keppir á Players meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Hann er enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar.

Níu mörk þegar KR vann ÍBV
Ekki vantaði mörkin þegar KR sigraði ÍBV í riðli 4 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. Lokatölur 6-3, KR-ingum í vil.

FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM
Möguleikar Íslands á að komast aftur á HM í fótbolta gætu aukist ef hugmyndir um enn frekari stækkun mótsins ganga eftir. Til greina kemur að fjölga þátttökuþjóðum í 64 fyrir HM 2030.

Steig á úðara og meiddist á hné
Jordan Walker, leikmaður St. Louis Cardinals í MLB-deildinni í hafnabolta, meiddist á nokkuð sérstakan hátt á dögunum.

Benedikt hættur með kvennalandsliðið
Eftir sex ár í starfi er Benedikt Guðmundsson hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta.

Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark
Liverpool sigraði Paris Saint-Germain, 0-1, á útivelli í Meistaradeild Evrópu í gær. Rauði herinn hefur nú unnið ríkjandi meistara í fjórum af sterkustu deildum Evrópu á tímabilinu.

QPR vildi Þorra en Fram sagði nei
Enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers, sem leikur í næstefstu deild, gerði tilboð í miðvörðinn unga Þorra Stefán Þorbjörnsson í vetur en Fram hafnaði tilboðinu.

Gunnar kveður og Stefán tekur við
Gunnar Magnússon hættir í vor sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, eftir fimm leiktíðir í Mosfellsbænum. Við starfi hans tekur núverandi aðstoðarmaður hans, Stefán Árnason.

Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana
Lucas Akins spilaði fyrir enska C-deildarliðið Mansfield Town sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana.

Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“
Alisson átti frábæran leik í marki Liverpool þegar liðið sigraði Paris Saint-Germain, 0-1, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela
Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár.

Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er það 13. besta í öllum heiminum samkvæmt nýjasta styrkleikalista FIFA og hefur aldrei verið ofar.

Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu
Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og lykilmaður meistaraliðs Vals, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe. Samningurinn tekur gildi í sumar og klárar Elín Rósa tímabilið með Val.

GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða?
Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld.

Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München
Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi.

Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara
Paulo Fonseca, hinn portúgalski stjóri Lyon, var í gær úrskurðaður í níu mánaða bann frá frönskum fótbolta. Fyrstu sjö mánuðina má hann ekki einu sinni koma inn í búningsklefa liðsins.

Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport
Sýn hf. og European Tour Productions hafa undirritað samning um að Stöð 2 Sport verði heimili DP World Tour næstu árin.

Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku
Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta og ein helsta stjarna Olís-deildarinnar, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sænsku meistarana í IK Sävehof.

„Við vorum mikið betri en Liverpool“
Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool.

Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“
Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sér ekki eftir því að hafa tekið stökkið út til Svíþjóðar í fyrra, þó svo að dvölin þar hafi verið einmanaleg og árangurinn ekki eins og hann vildi. Þolinmæði þrautir vinnur allar og í kvöld hefur hann leika á EM.

Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open
Bergrós Björnsdóttir stóð sig best af íslenska CrossFit fólkinu í fyrsta hluta CrossFit Open en opni hlutinn er að vanda upphafið á undankeppni heimsleikanna.

Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað
Það eru ekki aðeins leikmennirnir í bestu fótboltadeildum Evrópu sem fá vel borgað fyrir vinnu sína. Dómararnir í þessum bestu deildum Evrópu fá líka góð laun en bara misgóð laun.

Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd
Það er fullt af beinum útsendingum á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á fimmtudögum.

Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin
Knattspyrnukonan Jacqueline Ovalle skoraði stórglæsilegt en um leið afar óvenjulegt mark á dögunum. Mark hennar var svo flott mark að fólk fór strax að ræða um það sem mögulega flottasta fótboltamark ársins.

„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima.

Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“
Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson.

„Þetta var gott próf fyrir okkur“
Njarðvík vann Keflavík 105-96. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar voru sterkari í fjórða leikhluta. Þetta var sjöundi sigur Njarðvíkur í röð og Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn.

Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon
Barcelona vann 1-0 sigur á Benfica í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna
Bayern München er í fínum málum eftir 3-0 sigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.