Sport

Þeir bestu: Fylgt úr hlaði

Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum.

Íslenski boltinn

Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga

Sumarið fyrir 31 ári var sumarið sem hinn fimmtán ára Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. Eiður Smári mætti nánast fullskapaður leikmaður inn í byrjunarlið Valsmanna frá fyrsta leik í Trópídeildinni 1994. Nú þremur áratugum síðar er þetta sumar næstum því horfið úr metabókunum.

Íslenski boltinn

„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“

Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki.

Körfubolti

„Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Georgíu, 33-21, í Laugardalshöll í dag.Leikurinn var síðasti leikur landsliðsins í undankeppni EM 2026 og sigraði íslenska liðið alla sex leikina sína í riðlinum. Fyrir leik voru bæði lið örugg áfram á lokamótið og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, að leikurinn hafi litast af því.

Handbolti

KKÍ breytir reglum varðandi er­lenda leik­menn

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi.

Körfubolti

Sjáðu drauma­mark Ísaks Andra

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði heldur betur glæsilegt mark þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Hammarby á útivelli í efstu deild sænska fótboltans. Markið má sjá hér að neðan.

Fótbolti