Sport

Sluppu naum­lega með sigur gegn fallbaráttuliði

Real Madrid slapp naumlega með 3-2 sigur gegn fallbaráttuliðinu Leganes í 29. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappé og Jude Bellingham skoruðu mörk Madrídinga, sem eru nú jafnir Barcelona að stigum í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti

Slæmt tap í fyrsta leik Freys

Slæmt tap beið Freys Alexanderssonar í fyrsta deildarleiknum sem þjálfari Brann. Hann setti Eggert Aron Guðmundsson inn á síðasta hálftímann en ekki tókst að laga stöðuna og 3-0 tap varð niðurstaðan gegn Fredrikstad.

Fótbolti

Elvar marka­hæstur í endur­komu úr meiðslum

Elvar Örn Jónsson sneri aftur úr mánaðarlöngum meiðslum og var markahæstur í 27-22 sigri Melsungen gegn THW Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Elvar skoraði sex mörk úr tíu skotum og gaf tvær stoðsendingar.

Handbolti

Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa

Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda.

Fótbolti

Benoný fagnaði eftir fund með Bolt

Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 2-1, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion.

Enski boltinn

Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum

Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður.

Sport

„Trúi á fyrir­gefningu og að fólk eigi að fá annað tæki­færi“

Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið.

Körfubolti

Sabonis ekki með Lit­háen á EM

NBA stjarnan Domantas Sabonis, leikmaður Sacramento Kings, mun væntanlega ekki leika með Litháen á Evrópumóti karla í körfubolta síðsumars en Sabonis hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í vetur.

Körfubolti