Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna 21. júní 2004 00:01 Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun