Á að lækka skatta? 24. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun