Uppreist æru og tilgangur refsivistar 6. september 2006 06:00 Það var á björtum miðvikudagsmorgni sem undirritaður sat á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík. Annað augað fylgdi kennaranum, hitt hafði meiri áhuga á því nýjasta sem fréttavefir landsins höfðu að segja. Stórfrétt dagsins var án efa sú að handhafar forsetavalds, í fjarveru forseta Íslands, höfðu undirritað skjal þess efnis að veita Árna Johnsen fyrrverandi alþingismanni uppreist æru, að beiðni Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra. Uppreist æruOrðmyndin uppreist æru kann að hafa komið einhverjum spánskt fyrir sjónir, en finna má hugtakið í lögum um kosningar til Alþingis. Hefur uppreist sömu merkingu og uppreisn. Í kjölfar tíðindanna er því tilvalið tækifæri að fjalla nánar um það í stuttu máli hvað felst í því að hljóta uppreist æru.Það að hljóta uppreist æru felur í sér að fá aftur að njóta þeirra réttinda sem glötuðust í kjölfar þess að einstaklingur hefur setið af sér dóm. Nú reka eflaust margir upp stór augu og spyrja, hvort einstaklingur sé ekki búinn að greiða skuld sína við þjóðfélagið með afplánun dóms, og njóti því aftur fullra réttinda? Svo er ekki. Þetta má glögglega sjá í lögum um kosningar til Alþingis. Kemur þar fram að kjörgengi við kosningar til Alþingis njóti hver sá sem er íslenskur ríkisborgari og náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili hér á landi. Síðast en ekki síst er svo tekið fram að krafa sé gerð um óflekkað mannorð.En hvað felst í því að hafa flekkað mannorð? Skilgreiningu hugtaksins "flekkað mannorð" má einnig finna í lögum um kosningar til Alþingis. Kemur þar fram að enginn teljist hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti, nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar. Tekið er þó fram að dómur valdi ekki flekkun mannorðs, nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára að aldri er hann framdi brotið og refsing sé fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta eða öryggisgæsla sé dæmd.Í almennum hegningarlögum má finna ákvæði er fjalla um lausn undan flekkuðu mannorði. Kemur þar skýrt fram að sé um fyrsta dóm að ræða og refsing fari ekki fram úr 1 árs fangelsi, fær viðkomandi að liðnum 5 árum frá því að refsingu var lokið, til baka öll þau réttindi sem fást með uppreist á æru, að uppfylltum vissum skilyrðum. Einnig má finna heimildarákvæði þess efnis er kveður á um það, að séu þegar liðin 2 ár af þeim 5 getur forseti veitt hinum dómfellda uppreist æru, hafi hann hegðað sér vel og falist eftir því.Árni JohnsenÁ grundvelli ofangreinds ákvæðis undirrituðu handhafar forsetavalds skjal þess efnis að veita skuli Árna Johnsen uppreist æru. Það er engum vafa undirorpið að alþingismaðurinn Árni Johnsen er umdeildur, enda ekki í fyrsta sinn sem hann er bitbein eða þrætuepli þjóðfélagsumræðunnar. Það er þó enginn vafi á því að fáir alþingismenn hafa unnið eins ötullega að málefnum Vestmannaeyinga. Í ljósi þess má færa rök fyrir því að hinn fyrrverandi alþingismaður eigi fullt erindi aftur inn á Alþingi Íslendinga. Mætti segja að Árni Johnsen sé það besta sem hent hefur eyjabúa síðan símastrengurinn var lagður til Vestmannaeyja árið 1911 frá Landeyjasandi. Hann vill raunar gera gott betur en það. Hann vill göng.Ætti það ekki að vera réttur þeirra sem búsettir eru í Suðurkjördæmi að ráða því hvaða fulltrúa þeir senda á Alþingi? Einnig má setja fram þá spurningu hvort tækt sé að gerðar séu strangari kröfur til kjörgengis við kosningar til Alþingis en gerðar eru til kjörgengis forseta Íslands, æðsta embættis ríkisins. Í 4. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er fjallað um kjörgengi til forseta. Kemur þar hvergi fram að gerðar séu kröfur um óflekkað mannorð.Tilgangur refsivistarSamkvæmt stefnu og markmiðum Fangelsismálastofnunar ríkisins kemur skýrt fram að tilgangur með rekstri fangelsa er að fullnusta refsidóma samkvæmt efni þeirra, þannig að dæmdir menn taki út þá refsingu sem þeim hefur verið ákvörðuð í dómi. Er því meginmarkmiðið: "Að afplánun fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif fangelsisvistarinnar séu virt." Að mati höfundar eru fyrrgreind meginmarkmið af hinu góða, en þykir þarft að benda á að meginmarkmiðin hljóta einnig að vera þau, að afplánun skuli vera föngum til góða. Er það ástæða þess að talað er um "betrunarvist".Ætti afplánun að vera samspil skyldu og hvatningar. Fangi greiðir skuld sína gagnvart þjóðfélaginu og hvatning hans væri sú að gerast betri einstaklingur, skuldlaus gagnvart þjóðfélaginu. Með það að leiðarljósi ætti tilgangi refsingar að stórum hluta að vera náð út frá þjóðfélagslegu sjónarmiði. Hvaða hvatning felst í því að afplána refsingu, verði viðkomandi ekki skuldlaus gagnvart þjóðfélaginu? Í ljósi þessa mætti spyrja hvort ekki sé bæði eðlilegt og sanngjarnt að einstaklingur sem tekið hefur út sína refsingu, ætti að eiga jafnan rétt og við hin, í hinu daglega lífi? Svari hver fyrir sig. Höfundur er nemandi Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það var á björtum miðvikudagsmorgni sem undirritaður sat á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík. Annað augað fylgdi kennaranum, hitt hafði meiri áhuga á því nýjasta sem fréttavefir landsins höfðu að segja. Stórfrétt dagsins var án efa sú að handhafar forsetavalds, í fjarveru forseta Íslands, höfðu undirritað skjal þess efnis að veita Árna Johnsen fyrrverandi alþingismanni uppreist æru, að beiðni Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra. Uppreist æruOrðmyndin uppreist æru kann að hafa komið einhverjum spánskt fyrir sjónir, en finna má hugtakið í lögum um kosningar til Alþingis. Hefur uppreist sömu merkingu og uppreisn. Í kjölfar tíðindanna er því tilvalið tækifæri að fjalla nánar um það í stuttu máli hvað felst í því að hljóta uppreist æru.Það að hljóta uppreist æru felur í sér að fá aftur að njóta þeirra réttinda sem glötuðust í kjölfar þess að einstaklingur hefur setið af sér dóm. Nú reka eflaust margir upp stór augu og spyrja, hvort einstaklingur sé ekki búinn að greiða skuld sína við þjóðfélagið með afplánun dóms, og njóti því aftur fullra réttinda? Svo er ekki. Þetta má glögglega sjá í lögum um kosningar til Alþingis. Kemur þar fram að kjörgengi við kosningar til Alþingis njóti hver sá sem er íslenskur ríkisborgari og náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili hér á landi. Síðast en ekki síst er svo tekið fram að krafa sé gerð um óflekkað mannorð.En hvað felst í því að hafa flekkað mannorð? Skilgreiningu hugtaksins "flekkað mannorð" má einnig finna í lögum um kosningar til Alþingis. Kemur þar fram að enginn teljist hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti, nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar. Tekið er þó fram að dómur valdi ekki flekkun mannorðs, nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára að aldri er hann framdi brotið og refsing sé fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta eða öryggisgæsla sé dæmd.Í almennum hegningarlögum má finna ákvæði er fjalla um lausn undan flekkuðu mannorði. Kemur þar skýrt fram að sé um fyrsta dóm að ræða og refsing fari ekki fram úr 1 árs fangelsi, fær viðkomandi að liðnum 5 árum frá því að refsingu var lokið, til baka öll þau réttindi sem fást með uppreist á æru, að uppfylltum vissum skilyrðum. Einnig má finna heimildarákvæði þess efnis er kveður á um það, að séu þegar liðin 2 ár af þeim 5 getur forseti veitt hinum dómfellda uppreist æru, hafi hann hegðað sér vel og falist eftir því.Árni JohnsenÁ grundvelli ofangreinds ákvæðis undirrituðu handhafar forsetavalds skjal þess efnis að veita skuli Árna Johnsen uppreist æru. Það er engum vafa undirorpið að alþingismaðurinn Árni Johnsen er umdeildur, enda ekki í fyrsta sinn sem hann er bitbein eða þrætuepli þjóðfélagsumræðunnar. Það er þó enginn vafi á því að fáir alþingismenn hafa unnið eins ötullega að málefnum Vestmannaeyinga. Í ljósi þess má færa rök fyrir því að hinn fyrrverandi alþingismaður eigi fullt erindi aftur inn á Alþingi Íslendinga. Mætti segja að Árni Johnsen sé það besta sem hent hefur eyjabúa síðan símastrengurinn var lagður til Vestmannaeyja árið 1911 frá Landeyjasandi. Hann vill raunar gera gott betur en það. Hann vill göng.Ætti það ekki að vera réttur þeirra sem búsettir eru í Suðurkjördæmi að ráða því hvaða fulltrúa þeir senda á Alþingi? Einnig má setja fram þá spurningu hvort tækt sé að gerðar séu strangari kröfur til kjörgengis við kosningar til Alþingis en gerðar eru til kjörgengis forseta Íslands, æðsta embættis ríkisins. Í 4. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er fjallað um kjörgengi til forseta. Kemur þar hvergi fram að gerðar séu kröfur um óflekkað mannorð.Tilgangur refsivistarSamkvæmt stefnu og markmiðum Fangelsismálastofnunar ríkisins kemur skýrt fram að tilgangur með rekstri fangelsa er að fullnusta refsidóma samkvæmt efni þeirra, þannig að dæmdir menn taki út þá refsingu sem þeim hefur verið ákvörðuð í dómi. Er því meginmarkmiðið: "Að afplánun fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif fangelsisvistarinnar séu virt." Að mati höfundar eru fyrrgreind meginmarkmið af hinu góða, en þykir þarft að benda á að meginmarkmiðin hljóta einnig að vera þau, að afplánun skuli vera föngum til góða. Er það ástæða þess að talað er um "betrunarvist".Ætti afplánun að vera samspil skyldu og hvatningar. Fangi greiðir skuld sína gagnvart þjóðfélaginu og hvatning hans væri sú að gerast betri einstaklingur, skuldlaus gagnvart þjóðfélaginu. Með það að leiðarljósi ætti tilgangi refsingar að stórum hluta að vera náð út frá þjóðfélagslegu sjónarmiði. Hvaða hvatning felst í því að afplána refsingu, verði viðkomandi ekki skuldlaus gagnvart þjóðfélaginu? Í ljósi þessa mætti spyrja hvort ekki sé bæði eðlilegt og sanngjarnt að einstaklingur sem tekið hefur út sína refsingu, ætti að eiga jafnan rétt og við hin, í hinu daglega lífi? Svari hver fyrir sig. Höfundur er nemandi Háskólans í Reykjavík.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar