Hlustum á börnin! Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. febrúar 2007 05:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar Atburðirnir á unglingaheimilinu í Breiðavík hafa hreyft við mörgum og hefur Kastljós Sjónvarpsins þar vakið athygli á viðkvæmu en mikilvægu máli. Málið hefur nú verið rætt á Alþingi og er sjálfsagt að skoða þessi mál bæði í sögulegu samhengi og til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Við erum svo heppin að búa í ríku samfélagi þar sem kjör manna eru um margt miklu betri en víða annars staðar. Hjartað í þessu samfélagi er það velferðarkerfi sem hér var byggt upp á 20. öld, ekki síst vegna baráttu verkalýðsfélaga fyrir bættum kjörum og velferðarkerfi fyrir alla. Af þessum sökum eru brotalamir í kerfinu áfall fyrir marga en kenna okkur það að alltaf verður að vera vakandi fyrir slíkum götum. Það gleymist oft í því 200% lífi sem margur Íslendingurinn kýs að lifa að börnin okkar eru viðkvæmt fólk sem þarf að gæta vel að. Þau eru valdalítil í samfélaginu og þurfa að reiða sig á fullorðna fólkið um velferð sína. Það er sameiginleg skylda okkar allra að hlú að öllum börnum og gæta þess að ekkert barn falli milli skips og bryggju. Við höfum efni á því að reka slíka barnapólitík, ekki síst vegna þess að til lengri tíma skilar hún arði hvernig sem á málið er litið. Eitt barn sem villist af beinu brautinni kostar samfélagið ómælda fjármuni og ekki verða þeir minni ef viðbrögðin eru að níðast á því. Þá er ekki litið á þær tilfinningar sem eru undir hjá stórum hópi fólks í kringum hverja manneskju. Því má alveg eins segja að við höfum ekki efni á því að láta það eiga sig að móta markvissa stefnu í málefnum barna. Samfélag samtímans er búið til af fullorðnum og að langmestu leyti hannað fyrir fullorðna. Það þarf vilja og kjark til að breyta samfélaginu í þá veru að það verði hlustað meira á börn og borin virðing fyrir þeirra þörfum og skoðunum. En nú er kominn tími til að málefni barna verði þungvæg í stjórnmálaumræðunni. Barnapólitík felst meðal annars í því að auka áhrif barna og leggja áherslu á skólapólitík fyrir börn. Hún felst líka í því að sníða samfélagið þannig að börnin fái meira rými og að foreldrar og börn fái aukin tækifæri til að vera saman. Slík nálgun krefst hugarfarsbreytingar atvinnurekenda, stjórnmálamanna og almennings í landinu en hún mun skila barnvænna samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar Atburðirnir á unglingaheimilinu í Breiðavík hafa hreyft við mörgum og hefur Kastljós Sjónvarpsins þar vakið athygli á viðkvæmu en mikilvægu máli. Málið hefur nú verið rætt á Alþingi og er sjálfsagt að skoða þessi mál bæði í sögulegu samhengi og til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Við erum svo heppin að búa í ríku samfélagi þar sem kjör manna eru um margt miklu betri en víða annars staðar. Hjartað í þessu samfélagi er það velferðarkerfi sem hér var byggt upp á 20. öld, ekki síst vegna baráttu verkalýðsfélaga fyrir bættum kjörum og velferðarkerfi fyrir alla. Af þessum sökum eru brotalamir í kerfinu áfall fyrir marga en kenna okkur það að alltaf verður að vera vakandi fyrir slíkum götum. Það gleymist oft í því 200% lífi sem margur Íslendingurinn kýs að lifa að börnin okkar eru viðkvæmt fólk sem þarf að gæta vel að. Þau eru valdalítil í samfélaginu og þurfa að reiða sig á fullorðna fólkið um velferð sína. Það er sameiginleg skylda okkar allra að hlú að öllum börnum og gæta þess að ekkert barn falli milli skips og bryggju. Við höfum efni á því að reka slíka barnapólitík, ekki síst vegna þess að til lengri tíma skilar hún arði hvernig sem á málið er litið. Eitt barn sem villist af beinu brautinni kostar samfélagið ómælda fjármuni og ekki verða þeir minni ef viðbrögðin eru að níðast á því. Þá er ekki litið á þær tilfinningar sem eru undir hjá stórum hópi fólks í kringum hverja manneskju. Því má alveg eins segja að við höfum ekki efni á því að láta það eiga sig að móta markvissa stefnu í málefnum barna. Samfélag samtímans er búið til af fullorðnum og að langmestu leyti hannað fyrir fullorðna. Það þarf vilja og kjark til að breyta samfélaginu í þá veru að það verði hlustað meira á börn og borin virðing fyrir þeirra þörfum og skoðunum. En nú er kominn tími til að málefni barna verði þungvæg í stjórnmálaumræðunni. Barnapólitík felst meðal annars í því að auka áhrif barna og leggja áherslu á skólapólitík fyrir börn. Hún felst líka í því að sníða samfélagið þannig að börnin fái meira rými og að foreldrar og börn fái aukin tækifæri til að vera saman. Slík nálgun krefst hugarfarsbreytingar atvinnurekenda, stjórnmálamanna og almennings í landinu en hún mun skila barnvænna samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar