Hlustum á börnin! Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. febrúar 2007 05:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar Atburðirnir á unglingaheimilinu í Breiðavík hafa hreyft við mörgum og hefur Kastljós Sjónvarpsins þar vakið athygli á viðkvæmu en mikilvægu máli. Málið hefur nú verið rætt á Alþingi og er sjálfsagt að skoða þessi mál bæði í sögulegu samhengi og til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Við erum svo heppin að búa í ríku samfélagi þar sem kjör manna eru um margt miklu betri en víða annars staðar. Hjartað í þessu samfélagi er það velferðarkerfi sem hér var byggt upp á 20. öld, ekki síst vegna baráttu verkalýðsfélaga fyrir bættum kjörum og velferðarkerfi fyrir alla. Af þessum sökum eru brotalamir í kerfinu áfall fyrir marga en kenna okkur það að alltaf verður að vera vakandi fyrir slíkum götum. Það gleymist oft í því 200% lífi sem margur Íslendingurinn kýs að lifa að börnin okkar eru viðkvæmt fólk sem þarf að gæta vel að. Þau eru valdalítil í samfélaginu og þurfa að reiða sig á fullorðna fólkið um velferð sína. Það er sameiginleg skylda okkar allra að hlú að öllum börnum og gæta þess að ekkert barn falli milli skips og bryggju. Við höfum efni á því að reka slíka barnapólitík, ekki síst vegna þess að til lengri tíma skilar hún arði hvernig sem á málið er litið. Eitt barn sem villist af beinu brautinni kostar samfélagið ómælda fjármuni og ekki verða þeir minni ef viðbrögðin eru að níðast á því. Þá er ekki litið á þær tilfinningar sem eru undir hjá stórum hópi fólks í kringum hverja manneskju. Því má alveg eins segja að við höfum ekki efni á því að láta það eiga sig að móta markvissa stefnu í málefnum barna. Samfélag samtímans er búið til af fullorðnum og að langmestu leyti hannað fyrir fullorðna. Það þarf vilja og kjark til að breyta samfélaginu í þá veru að það verði hlustað meira á börn og borin virðing fyrir þeirra þörfum og skoðunum. En nú er kominn tími til að málefni barna verði þungvæg í stjórnmálaumræðunni. Barnapólitík felst meðal annars í því að auka áhrif barna og leggja áherslu á skólapólitík fyrir börn. Hún felst líka í því að sníða samfélagið þannig að börnin fái meira rými og að foreldrar og börn fái aukin tækifæri til að vera saman. Slík nálgun krefst hugarfarsbreytingar atvinnurekenda, stjórnmálamanna og almennings í landinu en hún mun skila barnvænna samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar Atburðirnir á unglingaheimilinu í Breiðavík hafa hreyft við mörgum og hefur Kastljós Sjónvarpsins þar vakið athygli á viðkvæmu en mikilvægu máli. Málið hefur nú verið rætt á Alþingi og er sjálfsagt að skoða þessi mál bæði í sögulegu samhengi og til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Við erum svo heppin að búa í ríku samfélagi þar sem kjör manna eru um margt miklu betri en víða annars staðar. Hjartað í þessu samfélagi er það velferðarkerfi sem hér var byggt upp á 20. öld, ekki síst vegna baráttu verkalýðsfélaga fyrir bættum kjörum og velferðarkerfi fyrir alla. Af þessum sökum eru brotalamir í kerfinu áfall fyrir marga en kenna okkur það að alltaf verður að vera vakandi fyrir slíkum götum. Það gleymist oft í því 200% lífi sem margur Íslendingurinn kýs að lifa að börnin okkar eru viðkvæmt fólk sem þarf að gæta vel að. Þau eru valdalítil í samfélaginu og þurfa að reiða sig á fullorðna fólkið um velferð sína. Það er sameiginleg skylda okkar allra að hlú að öllum börnum og gæta þess að ekkert barn falli milli skips og bryggju. Við höfum efni á því að reka slíka barnapólitík, ekki síst vegna þess að til lengri tíma skilar hún arði hvernig sem á málið er litið. Eitt barn sem villist af beinu brautinni kostar samfélagið ómælda fjármuni og ekki verða þeir minni ef viðbrögðin eru að níðast á því. Þá er ekki litið á þær tilfinningar sem eru undir hjá stórum hópi fólks í kringum hverja manneskju. Því má alveg eins segja að við höfum ekki efni á því að láta það eiga sig að móta markvissa stefnu í málefnum barna. Samfélag samtímans er búið til af fullorðnum og að langmestu leyti hannað fyrir fullorðna. Það þarf vilja og kjark til að breyta samfélaginu í þá veru að það verði hlustað meira á börn og borin virðing fyrir þeirra þörfum og skoðunum. En nú er kominn tími til að málefni barna verði þungvæg í stjórnmálaumræðunni. Barnapólitík felst meðal annars í því að auka áhrif barna og leggja áherslu á skólapólitík fyrir börn. Hún felst líka í því að sníða samfélagið þannig að börnin fái meira rými og að foreldrar og börn fái aukin tækifæri til að vera saman. Slík nálgun krefst hugarfarsbreytingar atvinnurekenda, stjórnmálamanna og almennings í landinu en hún mun skila barnvænna samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun