Pólitískar skopparakringlur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. maí 2011 06:00 Nýleg skýrsla svonefndar Verðtryggingarnefndar opinberar, óvænt kannski, djúpstæða kreppu í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efnahagslegum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að leggja spilin á borðið af raunsæi og að væntingar taki mið af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Varast ber að láta eins og þeim vanda sem fjölmargir standa frammi fyrir eftir langvarandi góðæri og á köflum aðgátslitla einkaneyslu sé hægt að þeyta eitthvert út í buskann og þar með sé hann horfinn. Fjórir nefndarmanna í Verðtryggingarnefndinni undir forystu tveggja alþingismanna tóku sér því miður þessa stöðu á pólitíska leiksviðinu með tillögum sem þeir hafa kynnt í tveimur greinum í Fréttablaðinu. Fjórmenningarnir boða það sem skuldugir vilja sjálfsagt helst heyra, að þeir muni ekki þurfa að borga skuldir sínar að fullu. Lagt er til að raunvextir verði lækkaðir á gildandi lánum með handafli og beinlínis nefnt að tiltekin vaxtaprósenta sé á við 20% lækkun höfuðstóls skuldarinnar. Eflaust er það einlægur vilji tillögumannanna að bæta efnahag skuldugs fólks, en þeim er það vel ljóst og það kemur fram í skýrslunni að aðrir muni greiða reikninginn. Skuldir hverfa ekki heldur aðeins færast til. Það sem einn sleppur við verður annar að borga. Það er kjarni málsins. Hinir góðhjörtuðu nefndarmenn ætla með tillögu sinni lífeyrisþegunum að borga. Ellilífeyrir,sem lífeyrissjóðirnir greiða, verður lækkaður gangi tillögurnar eftir, bæði þeirra sem nú þegar taka út sinn lífeyri og eins hinna sem á næstu árum munu fara á eftirlaun. Þetta eru líklega milljarðatugir á hverju ári sem velta á frá þeim sem skulda yfir á herðar hinna sem hafa lagt fyrir til elliáranna. Gamla fólkið á að borga. Bæta á gamla fólkinu upp tekjuskerðinguna að einhverju leyti með því að hækka bætur almannatrygginga úr ríkissjóði. Það fylgir ekki tillögunum hverjir eigi að borga þessi auknu ríkisútgjöld. Það gleymdist. Svona málflutningur er vandamál en ekki lausn og lýsir alvarlegri pólitískri kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg skýrsla svonefndar Verðtryggingarnefndar opinberar, óvænt kannski, djúpstæða kreppu í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efnahagslegum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að leggja spilin á borðið af raunsæi og að væntingar taki mið af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Varast ber að láta eins og þeim vanda sem fjölmargir standa frammi fyrir eftir langvarandi góðæri og á köflum aðgátslitla einkaneyslu sé hægt að þeyta eitthvert út í buskann og þar með sé hann horfinn. Fjórir nefndarmanna í Verðtryggingarnefndinni undir forystu tveggja alþingismanna tóku sér því miður þessa stöðu á pólitíska leiksviðinu með tillögum sem þeir hafa kynnt í tveimur greinum í Fréttablaðinu. Fjórmenningarnir boða það sem skuldugir vilja sjálfsagt helst heyra, að þeir muni ekki þurfa að borga skuldir sínar að fullu. Lagt er til að raunvextir verði lækkaðir á gildandi lánum með handafli og beinlínis nefnt að tiltekin vaxtaprósenta sé á við 20% lækkun höfuðstóls skuldarinnar. Eflaust er það einlægur vilji tillögumannanna að bæta efnahag skuldugs fólks, en þeim er það vel ljóst og það kemur fram í skýrslunni að aðrir muni greiða reikninginn. Skuldir hverfa ekki heldur aðeins færast til. Það sem einn sleppur við verður annar að borga. Það er kjarni málsins. Hinir góðhjörtuðu nefndarmenn ætla með tillögu sinni lífeyrisþegunum að borga. Ellilífeyrir,sem lífeyrissjóðirnir greiða, verður lækkaður gangi tillögurnar eftir, bæði þeirra sem nú þegar taka út sinn lífeyri og eins hinna sem á næstu árum munu fara á eftirlaun. Þetta eru líklega milljarðatugir á hverju ári sem velta á frá þeim sem skulda yfir á herðar hinna sem hafa lagt fyrir til elliáranna. Gamla fólkið á að borga. Bæta á gamla fólkinu upp tekjuskerðinguna að einhverju leyti með því að hækka bætur almannatrygginga úr ríkissjóði. Það fylgir ekki tillögunum hverjir eigi að borga þessi auknu ríkisútgjöld. Það gleymdist. Svona málflutningur er vandamál en ekki lausn og lýsir alvarlegri pólitískri kreppu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun