Tækjabúnaður í heilbrigðisþjónustu 28. janúar 2013 06:00 Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að góðærið skilaði sér að litlu sem engu leyti til hennar. Stjórnendur og starfsfólk hafa ítrekað bent á að fjárframlög síðustu ára hafa ekki náð að viðhalda nauðsynlegri endurnýjun, jafnvel svo að í óefni horfir nú á sumum sviðum. Hrun gjaldmiðilsins með tilheyrandi hækkun á aðföngum gerir vandann enn meiri. Lögum samkvæmt eru tvö sérgreinasjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á þessum stofnunum fer fram flókin og sérhæfð meðferð sem kallar á sérstaka þörf fyrir sérhæfðan búnað og tæki og er fjárþörf eftir því. Þessar heilbrigðisstofnanir, sem og margar aðrar um land allt, hafa um áratuga skeið notið velvilja félagasamtaka og einstaklinga sem af rausnarskap hafa stutt dyggilega við starfsemi stofnana. Engu að síður er framlag skattgreiðanda í formi ríkisframlags mikilvægast þessum stofnunum, enda ekki unnt að treysta einungis á almannaheillasamtök, þótt öflug séu. Í ljósi þessa hefur nú í fyrsta sinn verið unnin, að beiðni velferðarráðuneytisins, fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann. Í nýrri heilbrigðisáætlun er síðan gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsum og horfa ber til sama fyrirkomulags á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sem upptakt að breyttu og bættu fyrirkomulagi á þessu sviði ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum umtalsvert, eins og sjá má á meðfylgjandi riti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að góðærið skilaði sér að litlu sem engu leyti til hennar. Stjórnendur og starfsfólk hafa ítrekað bent á að fjárframlög síðustu ára hafa ekki náð að viðhalda nauðsynlegri endurnýjun, jafnvel svo að í óefni horfir nú á sumum sviðum. Hrun gjaldmiðilsins með tilheyrandi hækkun á aðföngum gerir vandann enn meiri. Lögum samkvæmt eru tvö sérgreinasjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á þessum stofnunum fer fram flókin og sérhæfð meðferð sem kallar á sérstaka þörf fyrir sérhæfðan búnað og tæki og er fjárþörf eftir því. Þessar heilbrigðisstofnanir, sem og margar aðrar um land allt, hafa um áratuga skeið notið velvilja félagasamtaka og einstaklinga sem af rausnarskap hafa stutt dyggilega við starfsemi stofnana. Engu að síður er framlag skattgreiðanda í formi ríkisframlags mikilvægast þessum stofnunum, enda ekki unnt að treysta einungis á almannaheillasamtök, þótt öflug séu. Í ljósi þessa hefur nú í fyrsta sinn verið unnin, að beiðni velferðarráðuneytisins, fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann. Í nýrri heilbrigðisáætlun er síðan gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsum og horfa ber til sama fyrirkomulags á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sem upptakt að breyttu og bættu fyrirkomulagi á þessu sviði ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum umtalsvert, eins og sjá má á meðfylgjandi riti.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar