Að trúa á ritskoðun Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 2. mars 2013 06:00 Þetta snýst ekki um klám. Þetta snýst um ritskoðun. Fyrir erlendar ríkisstjórnir lítur umræðan út eins og Ísland sé alvarlega að íhuga ritskoðun á internetinu. Við höfum heimildir fyrir því að þessi umræða hafi verið þess valdandi að ríkisstjórnir alræðisríkja hafa tekið upp á því að vitna í að í ljósi þess að Ísland sé að ritskoða sitt internet, þá hljóti nú að vera í lagi að þær ritskoði sitt aðeins meira. Ekkert bendir til þess að íslensk yfirvöld séu hæfari nú en nokkru sinni fyrr til að fara með slíkt ofurvald. Fjörutíu og tveir einstaklingar og stofnanir víðs vegar að úr heiminum skrifuðu undir opið bréf til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra þar sem hann var hvattur til þess að endurskoða hugmyndir sínar um ritskoðun á netinu. Þar segir meðal annars að með þessum aðgerðum væri íslenska ríkisstjórnin að standa í vegi fyrir aðgengi að upplýsingum, sem væri ekkert annað en alvarleg ritskoðun. „Á internetinu hefur ritskoðun fengið á sig nýja mynd. Það kemur ekki eingöngu í veg fyrir útgáfu, heldur einnig takmarkar það aðgengi fólks að upplýsingum sem það leitast eftir. Í stað þess að þagga niður rödd, þá er niðurstaðan að skerða hvaða upplýsingum fólk hefur aðgang að.“ Þetta hefur vakið athygli erlendis, og meðal annars fjallar The Guardian um bréfið á vef sínum. Þó það virðist vera einföld og aðgengileg leið að ritskoða internetið með miðstýrðum síum er sú hugmynd ýmsum vandkvæðum bundin. Er þar með talið að auðvelt er að komast fram hjá öllum slíkum hindrunum þar sem það er í eðli netsins að upplýsingar geti flætt með margvíslegum hætti milli staða. Einnig á það að vera einn af hornsteinum lýðræðis að almenningur fái að sjá heiminn eins og hann er, án þess að yfirvöld reyni að hafa áhrif þar á. Málið hefur vakið gríðarlega athygli meðal mannréttindafrömuða og tæknigúrúa víðs vegar um heim. Richard Stallman fylgist vel með þróun mála, en hann er einn virtasti frumkvöðull frjáls hugbúnaðar, sem er það sem Google og fleiri tölvurisar byggja sín kerfi á. Einnig má nefna Sunil Abraham, indverskan frumkvöðul sem fór úr tæknigeiranum í mannréttindageirann til að berjast gegn ritskoðun og takmörkunum á internetinu á Indlandi vegna áhyggja af spillingu þar, en Indland er stærsta lýðræðisríki heims. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir bréfið má nefna Jillian C. York, sem er yfir tjáningarfrelsismálum hjá Electronic Frontier Foundation, og Laurie Penny, feminíska blaðakonu sem er einn ritstjóra tímaritsins New Statesman. Einnig er Ezra Zuckerman meðal undirskrifenda, en hann er prófessor í fjölmiðla- og félagsfræði við MIT og einn stofnandi Global Voices, sem er netsamfélag sem starfar í þróunarríkjum og alræðisríkjum með það að markmiði að auka tjáningarfrelsi. Rétt er að benda á að klámumræðan er ekki eina ritskoðunarumræðan sem er í gangi á Íslandi. Frumvarp liggur fyrir Alþingi um að banna fjárhættuspil á netinu, bæði með því að koma upp netritskoðun og með því að búa til svartan lista yfir lögaðila sem er óheimilt að stunda viðskipti við – sem er ritskoðun á hagkerfinu og brot á viðskiptafrelsi einstaklinga. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni má ritskoðun aldrei í lög leiða, en mælandi þarf hins vegar að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum fyrir laganna dóm. Þar með er komið í veg fyrir að ríkið geti stundað ritskoðun á efni sem þykir óæskilegt heldur felist úrskurðavaldið hjá dómstólum. Það sem hins vegar er verið að leggja til nú er að ríkið, með hjálp tölvutækninnar, leggi mat á allt upplýsingaflæði um netið og skeri úr um hvað Íslendingar megi sjá og heyra og hvað ekki. Það samræmist hvorki íslenskum lagahefðum né lýðræðislegu lagaumhverfi, þar sem takmörkunin mun ekki fara fyrir dómstóla Íslands. Tjáningarfrelsi í þessu samhengi snýst enn fremur ekki bara um réttinn til að tjá sig, heldur einnig réttinn til að hlusta á aðra og sjá heiminn eins og hann er, hvort sem hann er fallegur eða ljótur eða bara stórfurðulegur. Með því að hindra aðgang að efni á Internetinu er verið að dæma fólk fyrir fram og skerða þessi grunnréttindi. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað felst í því að koma hömlum á internetið og hvaða áhrif það hefur í alþjóðasamhengi. Þegar á hólminn er komið er vert að velta fyrir sér hinni klassísku spurningu, hver á að fylgjast með vaktmönnunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Þetta snýst ekki um klám. Þetta snýst um ritskoðun. Fyrir erlendar ríkisstjórnir lítur umræðan út eins og Ísland sé alvarlega að íhuga ritskoðun á internetinu. Við höfum heimildir fyrir því að þessi umræða hafi verið þess valdandi að ríkisstjórnir alræðisríkja hafa tekið upp á því að vitna í að í ljósi þess að Ísland sé að ritskoða sitt internet, þá hljóti nú að vera í lagi að þær ritskoði sitt aðeins meira. Ekkert bendir til þess að íslensk yfirvöld séu hæfari nú en nokkru sinni fyrr til að fara með slíkt ofurvald. Fjörutíu og tveir einstaklingar og stofnanir víðs vegar að úr heiminum skrifuðu undir opið bréf til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra þar sem hann var hvattur til þess að endurskoða hugmyndir sínar um ritskoðun á netinu. Þar segir meðal annars að með þessum aðgerðum væri íslenska ríkisstjórnin að standa í vegi fyrir aðgengi að upplýsingum, sem væri ekkert annað en alvarleg ritskoðun. „Á internetinu hefur ritskoðun fengið á sig nýja mynd. Það kemur ekki eingöngu í veg fyrir útgáfu, heldur einnig takmarkar það aðgengi fólks að upplýsingum sem það leitast eftir. Í stað þess að þagga niður rödd, þá er niðurstaðan að skerða hvaða upplýsingum fólk hefur aðgang að.“ Þetta hefur vakið athygli erlendis, og meðal annars fjallar The Guardian um bréfið á vef sínum. Þó það virðist vera einföld og aðgengileg leið að ritskoða internetið með miðstýrðum síum er sú hugmynd ýmsum vandkvæðum bundin. Er þar með talið að auðvelt er að komast fram hjá öllum slíkum hindrunum þar sem það er í eðli netsins að upplýsingar geti flætt með margvíslegum hætti milli staða. Einnig á það að vera einn af hornsteinum lýðræðis að almenningur fái að sjá heiminn eins og hann er, án þess að yfirvöld reyni að hafa áhrif þar á. Málið hefur vakið gríðarlega athygli meðal mannréttindafrömuða og tæknigúrúa víðs vegar um heim. Richard Stallman fylgist vel með þróun mála, en hann er einn virtasti frumkvöðull frjáls hugbúnaðar, sem er það sem Google og fleiri tölvurisar byggja sín kerfi á. Einnig má nefna Sunil Abraham, indverskan frumkvöðul sem fór úr tæknigeiranum í mannréttindageirann til að berjast gegn ritskoðun og takmörkunum á internetinu á Indlandi vegna áhyggja af spillingu þar, en Indland er stærsta lýðræðisríki heims. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir bréfið má nefna Jillian C. York, sem er yfir tjáningarfrelsismálum hjá Electronic Frontier Foundation, og Laurie Penny, feminíska blaðakonu sem er einn ritstjóra tímaritsins New Statesman. Einnig er Ezra Zuckerman meðal undirskrifenda, en hann er prófessor í fjölmiðla- og félagsfræði við MIT og einn stofnandi Global Voices, sem er netsamfélag sem starfar í þróunarríkjum og alræðisríkjum með það að markmiði að auka tjáningarfrelsi. Rétt er að benda á að klámumræðan er ekki eina ritskoðunarumræðan sem er í gangi á Íslandi. Frumvarp liggur fyrir Alþingi um að banna fjárhættuspil á netinu, bæði með því að koma upp netritskoðun og með því að búa til svartan lista yfir lögaðila sem er óheimilt að stunda viðskipti við – sem er ritskoðun á hagkerfinu og brot á viðskiptafrelsi einstaklinga. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni má ritskoðun aldrei í lög leiða, en mælandi þarf hins vegar að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum fyrir laganna dóm. Þar með er komið í veg fyrir að ríkið geti stundað ritskoðun á efni sem þykir óæskilegt heldur felist úrskurðavaldið hjá dómstólum. Það sem hins vegar er verið að leggja til nú er að ríkið, með hjálp tölvutækninnar, leggi mat á allt upplýsingaflæði um netið og skeri úr um hvað Íslendingar megi sjá og heyra og hvað ekki. Það samræmist hvorki íslenskum lagahefðum né lýðræðislegu lagaumhverfi, þar sem takmörkunin mun ekki fara fyrir dómstóla Íslands. Tjáningarfrelsi í þessu samhengi snýst enn fremur ekki bara um réttinn til að tjá sig, heldur einnig réttinn til að hlusta á aðra og sjá heiminn eins og hann er, hvort sem hann er fallegur eða ljótur eða bara stórfurðulegur. Með því að hindra aðgang að efni á Internetinu er verið að dæma fólk fyrir fram og skerða þessi grunnréttindi. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað felst í því að koma hömlum á internetið og hvaða áhrif það hefur í alþjóðasamhengi. Þegar á hólminn er komið er vert að velta fyrir sér hinni klassísku spurningu, hver á að fylgjast með vaktmönnunum?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun