Kæri kjósandi! Árni Þorvaldur Jónsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Taktu upplýsta afstöðu! Láttu ekki stjórnmálamenn, flokkslínur eða stofnanir segja þér hvað þér eigi að finnast um mikilvæg málefni. Þöggun er aldrei af hinu góða. Hvers vegna vilja til dæmis öfgafullir trúarhópar meina stúlkum að ganga í skóla? Hvers vegna hafa einræðisherrar og öfgahreyfingar víða um heim og á öllum tímum stundað bókabrennur (nú síðast í Malí)? Hvers vegna reyna ríkjandi valdhafar sumra ríkja að takmarka aðgang að alnetinu og ritskoða efni þess? Jú, svarið er einfalt: Það er auðveldara að stjórna óupplýstum lýð! Hvers vegna reyna sumir að stöðva rannsókn og umfjöllun á afbrotum liðinnar tíðar og þagga niður í gagnrýnisröddum? Hvers vegna hvetja þeir kjósendur til að horfa fram á veginn og (þar með) hugsa minna um það sem á undan er gengið? Svarið er augljóst: Því minna sem við vitum og því fyrr sem við gleymum, þeim mun fyrr geta menn tekið upp fyrri iðju og endurtekið afbrotin. Hvers vegna vilja sumir að við ljúkum ekki samningaviðræðum við Evrópusambandið? Er það ekki jafn augljóst? Þannig er auðveldara að segja okkur hvað okkur eigi að finnast, hvað við eigum að kjósa, ef við fáum þá að kjósa um það yfirhöfuð. Þessi afstaða er af sama meiði og mannsins sem þurfti að fá lánaðan tjakk til að geta skipt um dekk á bílnum sínum en gaf sér niðurstöðuna fyrir fram og hreytti framan í bóndann sem kom til dyra: „Þú getur bara átt þennan helv*&#$ tjakk sjálfur!? Erum við ekki í stöðu þessa manns“ Við þurfum ?að skipta um dekk á bílnum svo við getum ekið? fram veginn til betri tíma. Er ekki sjálfsagt að kanna hvaða aðstoð við getum fengið til þess? Ekki getum við lyft bílnum með handafli og skipt um dekk um leið! Ég er ekki í neinu framboði eða að mæla fyrir einhverri flokkslínu. Ég er einfaldlega að mæla fyrir framgangi skynseminnar, og því að fá að taka upplýsta afstöðu þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Taktu upplýsta afstöðu! Láttu ekki stjórnmálamenn, flokkslínur eða stofnanir segja þér hvað þér eigi að finnast um mikilvæg málefni. Þöggun er aldrei af hinu góða. Hvers vegna vilja til dæmis öfgafullir trúarhópar meina stúlkum að ganga í skóla? Hvers vegna hafa einræðisherrar og öfgahreyfingar víða um heim og á öllum tímum stundað bókabrennur (nú síðast í Malí)? Hvers vegna reyna ríkjandi valdhafar sumra ríkja að takmarka aðgang að alnetinu og ritskoða efni þess? Jú, svarið er einfalt: Það er auðveldara að stjórna óupplýstum lýð! Hvers vegna reyna sumir að stöðva rannsókn og umfjöllun á afbrotum liðinnar tíðar og þagga niður í gagnrýnisröddum? Hvers vegna hvetja þeir kjósendur til að horfa fram á veginn og (þar með) hugsa minna um það sem á undan er gengið? Svarið er augljóst: Því minna sem við vitum og því fyrr sem við gleymum, þeim mun fyrr geta menn tekið upp fyrri iðju og endurtekið afbrotin. Hvers vegna vilja sumir að við ljúkum ekki samningaviðræðum við Evrópusambandið? Er það ekki jafn augljóst? Þannig er auðveldara að segja okkur hvað okkur eigi að finnast, hvað við eigum að kjósa, ef við fáum þá að kjósa um það yfirhöfuð. Þessi afstaða er af sama meiði og mannsins sem þurfti að fá lánaðan tjakk til að geta skipt um dekk á bílnum sínum en gaf sér niðurstöðuna fyrir fram og hreytti framan í bóndann sem kom til dyra: „Þú getur bara átt þennan helv*&#$ tjakk sjálfur!? Erum við ekki í stöðu þessa manns“ Við þurfum ?að skipta um dekk á bílnum svo við getum ekið? fram veginn til betri tíma. Er ekki sjálfsagt að kanna hvaða aðstoð við getum fengið til þess? Ekki getum við lyft bílnum með handafli og skipt um dekk um leið! Ég er ekki í neinu framboði eða að mæla fyrir einhverri flokkslínu. Ég er einfaldlega að mæla fyrir framgangi skynseminnar, og því að fá að taka upplýsta afstöðu þegar þar að kemur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun