Aftur til hægri Katrín Jakobsdóttir skrifar 7. október 2013 07:00 Að mörgu leyti eru fjárlög mikilvægasta stefnuplagg stjórnvalda á hverjum tíma. Þar birtist forgangsröðun stjórnvalda. Undanfarin ár hefur fjárlagagerð hins vegar borið þess merki að hér varð hrun árið 2008, meðal annars með þeim afleiðingum að halli á ríkissjóði varð hátt í 200 milljarðar. Eðlilega hefur svigrúm stjórnvalda til að leggja pólitískar línur takmarkast af þeirri stöðu. Ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar lyfti grettistaki í að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Um leið birtust pólitískar áherslur þar sem minna var skorið niður í heilbrigðis- og velferðarmálum og menntamálum en öðrum málaflokkum. Pólitískar áherslur birtust líka í því að tekna var aflað og því farin blönduð leið tekjuöflunar og niðurskurðar. Við gerð síðustu fjárlaga fyrir árið 2013 ákvað síðasta ríkisstjórn að setja enga niðurskurðarkröfu á Landspítalann. Enn fremur var ákveðið að fara í sérstaka tekjuöflun til að efla fjárfestingu í landinu. Leiðarljós fjárfestingaáætlunar var fjölbreytt atvinnuuppbygging á sviði ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar og stefnubreytingin er algjör. Aftur er haldið í niðurskurðarleiðangur og í staðinn afsalar ríkisstjórnin almenningi tekjum – t.d. með því að hætta við sérstakt veiðigjald og falla frá hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Boðað er að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur og sama má segja um orkuskattinn. Í stað tekjuöflunar er meiri þungi á niðurskurð á grunnþjónustu. Grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, framhaldsskóla og háskóla. Þá er boðuð aukin gjaldtaka og eru legugjöld á sjúklinga alræmdasta dæmið um það. Í stuttu máli ber fjárlagafrumvarpið skýrt vitni um að horfið er frá félagslegum áherslum og tekin upp skýr hægristefna. Síðast en ekki síst er horfið frá öllum hugmyndum um fjárfestingu og uppbyggingu. Eina atvinnuhugmynd nýrrar ríkisstjórnar er fleiri álver. Þegar langtímaáætlun í ríkisfjármálum er skoðuð má sjá að ekki er gert ráð fyrir neinum afgangi á fjárlögum 2015 og 2016. Það er því ekki stefnt á að greiða niður skuldir í fyrirsjáanlegri framtíð og það virðist engin von um uppbyggingu á innviðum. Þetta er framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Að mörgu leyti eru fjárlög mikilvægasta stefnuplagg stjórnvalda á hverjum tíma. Þar birtist forgangsröðun stjórnvalda. Undanfarin ár hefur fjárlagagerð hins vegar borið þess merki að hér varð hrun árið 2008, meðal annars með þeim afleiðingum að halli á ríkissjóði varð hátt í 200 milljarðar. Eðlilega hefur svigrúm stjórnvalda til að leggja pólitískar línur takmarkast af þeirri stöðu. Ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar lyfti grettistaki í að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Um leið birtust pólitískar áherslur þar sem minna var skorið niður í heilbrigðis- og velferðarmálum og menntamálum en öðrum málaflokkum. Pólitískar áherslur birtust líka í því að tekna var aflað og því farin blönduð leið tekjuöflunar og niðurskurðar. Við gerð síðustu fjárlaga fyrir árið 2013 ákvað síðasta ríkisstjórn að setja enga niðurskurðarkröfu á Landspítalann. Enn fremur var ákveðið að fara í sérstaka tekjuöflun til að efla fjárfestingu í landinu. Leiðarljós fjárfestingaáætlunar var fjölbreytt atvinnuuppbygging á sviði ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar og stefnubreytingin er algjör. Aftur er haldið í niðurskurðarleiðangur og í staðinn afsalar ríkisstjórnin almenningi tekjum – t.d. með því að hætta við sérstakt veiðigjald og falla frá hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Boðað er að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur og sama má segja um orkuskattinn. Í stað tekjuöflunar er meiri þungi á niðurskurð á grunnþjónustu. Grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, framhaldsskóla og háskóla. Þá er boðuð aukin gjaldtaka og eru legugjöld á sjúklinga alræmdasta dæmið um það. Í stuttu máli ber fjárlagafrumvarpið skýrt vitni um að horfið er frá félagslegum áherslum og tekin upp skýr hægristefna. Síðast en ekki síst er horfið frá öllum hugmyndum um fjárfestingu og uppbyggingu. Eina atvinnuhugmynd nýrrar ríkisstjórnar er fleiri álver. Þegar langtímaáætlun í ríkisfjármálum er skoðuð má sjá að ekki er gert ráð fyrir neinum afgangi á fjárlögum 2015 og 2016. Það er því ekki stefnt á að greiða niður skuldir í fyrirsjáanlegri framtíð og það virðist engin von um uppbyggingu á innviðum. Þetta er framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun