Fíll í felum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. janúar 2014 06:00 Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun