Sérhagsmunamatið Ólafur Stephensen skrifar 27. febrúar 2014 07:58 Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar