Fordómarnir og tvískinnungurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. maí 2014 07:00 Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun