Óskynsamlegt að skella í lás Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júlí 2014 06:00 Ummæli Jean-Claudes Juncker, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að ekki verði tekin inn ný aðildarríki næstu fimm árin, eru nú túlkuð út og suður í íslenzkri stjórnmálaumræðu. Túlkun utanríkisráðherrans er einna bröttust; hann hefur sagt að ræða Junckers sé „frábær staðfesting á því að Ísland sé ekkert á leiðinni í Evrópusambandið“ og að með henni sé í raun verið að binda enda á aðildarferli Íslands. Einhver hefði haldið að utanríkisráðherra umsóknarríkis um aðild að ESB hefði farið fram á meiri upplýsingar áður en hann gæfi út svona gleiðar yfirlýsingar. Sú túlkun að nú sé búið að binda enda á aðildarferli Íslands er augljóslega röng, jafnvel út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem ræða Junckers felur í sér. Aðildarumsókn Íslands er enn í fullu gildi og ESB hefur marglýst því yfir að það sé hvenær sem er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram. Sú afstaða er ítrekuð í svörum Evrópusambandsins við spurningum Fréttablaðsins, sem birt eru í dag. Það sem við getum hins vegar fullyrt út frá því sem við vitum, er að staða Íslands sem umsóknarríkis er meira virði en ella. Nú er ljóst að ný ríki munu ekki fá þá stöðu næstu fimm árin. Juncker lýsti því yfir að viðræðum yrði haldið áfram við þau ríki sem þegar væru í aðildarferli og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga þann kost að geta hafið viðræður á ný án þess að þurfa að ganga í gegnum allt umsóknarferlið aftur. Úr því sem komið er skiptir varla miklu máli fyrir Ísland að ný aðildarríki verði ekki tekin inn næstu fimm árin. Þrjú ár eru eftir af kjörtímabilinu og núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega engan áhuga á viðræðum við ESB, þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað kjósendum því að þeir fengju að kjósa um framhald þeirra. Ráðherrarnir eru fallnir frá því loforði, nema þá að kosið verði um eitthvað allt annað. Það er því varla raunhæft að ætla að kosið verði á kjörtímabilinu, nema þá í blálokin og það kæmi þá í hlut næstu ríkisstjórnar að halda aðildarviðræðunum áfram ef niðurstaðan yrði á þann veginn. Vitlausasta ályktunin sem dregin er af ræðu Junckers er að hún staðfesti að nú sé rétt að gera eins og Gunnar Bragi lagði til við Alþingi í fyrra og slíta viðræðunum formlega. Með því væri verið að þrengja kosti Íslands í utanríkis- og efnahagsmálum að óþörfu. Enn hefur ríkisstjórnin til dæmis ekki birt neina áætlun um það hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum án þess að raska stöðugleika efnahagslífsins. Fyrst það er búið að ráða útlenda sérfræðinga til verksins, verðum við að gera ráð fyrir að það styttist í planið. En þá er eftir að sjá hvort það gengur upp. Ef það gerir það ekki, væri fullkomlega óskynsamlegt og ábyrgðarlaust að vera búin að skella dyrunum í lás á raunhæfasta kostinn sem Ísland hefur á að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr höftunum til frambúðar. Við skulum þess vegna vona að Gunnar Bragi stökkvi ekki til í frábærum fögnuði sínum og leggi fram nýja slitatillögu, heldur að hann hugi að því að halda kostum Íslands opnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Ummæli Jean-Claudes Juncker, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að ekki verði tekin inn ný aðildarríki næstu fimm árin, eru nú túlkuð út og suður í íslenzkri stjórnmálaumræðu. Túlkun utanríkisráðherrans er einna bröttust; hann hefur sagt að ræða Junckers sé „frábær staðfesting á því að Ísland sé ekkert á leiðinni í Evrópusambandið“ og að með henni sé í raun verið að binda enda á aðildarferli Íslands. Einhver hefði haldið að utanríkisráðherra umsóknarríkis um aðild að ESB hefði farið fram á meiri upplýsingar áður en hann gæfi út svona gleiðar yfirlýsingar. Sú túlkun að nú sé búið að binda enda á aðildarferli Íslands er augljóslega röng, jafnvel út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem ræða Junckers felur í sér. Aðildarumsókn Íslands er enn í fullu gildi og ESB hefur marglýst því yfir að það sé hvenær sem er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram. Sú afstaða er ítrekuð í svörum Evrópusambandsins við spurningum Fréttablaðsins, sem birt eru í dag. Það sem við getum hins vegar fullyrt út frá því sem við vitum, er að staða Íslands sem umsóknarríkis er meira virði en ella. Nú er ljóst að ný ríki munu ekki fá þá stöðu næstu fimm árin. Juncker lýsti því yfir að viðræðum yrði haldið áfram við þau ríki sem þegar væru í aðildarferli og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga þann kost að geta hafið viðræður á ný án þess að þurfa að ganga í gegnum allt umsóknarferlið aftur. Úr því sem komið er skiptir varla miklu máli fyrir Ísland að ný aðildarríki verði ekki tekin inn næstu fimm árin. Þrjú ár eru eftir af kjörtímabilinu og núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega engan áhuga á viðræðum við ESB, þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað kjósendum því að þeir fengju að kjósa um framhald þeirra. Ráðherrarnir eru fallnir frá því loforði, nema þá að kosið verði um eitthvað allt annað. Það er því varla raunhæft að ætla að kosið verði á kjörtímabilinu, nema þá í blálokin og það kæmi þá í hlut næstu ríkisstjórnar að halda aðildarviðræðunum áfram ef niðurstaðan yrði á þann veginn. Vitlausasta ályktunin sem dregin er af ræðu Junckers er að hún staðfesti að nú sé rétt að gera eins og Gunnar Bragi lagði til við Alþingi í fyrra og slíta viðræðunum formlega. Með því væri verið að þrengja kosti Íslands í utanríkis- og efnahagsmálum að óþörfu. Enn hefur ríkisstjórnin til dæmis ekki birt neina áætlun um það hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum án þess að raska stöðugleika efnahagslífsins. Fyrst það er búið að ráða útlenda sérfræðinga til verksins, verðum við að gera ráð fyrir að það styttist í planið. En þá er eftir að sjá hvort það gengur upp. Ef það gerir það ekki, væri fullkomlega óskynsamlegt og ábyrgðarlaust að vera búin að skella dyrunum í lás á raunhæfasta kostinn sem Ísland hefur á að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr höftunum til frambúðar. Við skulum þess vegna vona að Gunnar Bragi stökkvi ekki til í frábærum fögnuði sínum og leggi fram nýja slitatillögu, heldur að hann hugi að því að halda kostum Íslands opnum.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar