Rússar ráða framhaldinu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. júlí 2014 07:00 Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður. Það er ein ríkisstjórn, raunar einn maður, sem hefur í hendi sér hvort það gerist. Það er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússland hefur kynt undir átökunum í Úkraínu með öllum ráðum. Pútín hyggst hugsanlega ekki innlima austurhéruðin eins og hann gerði við Krímskaga, en markmið hans er að minnsta kosti að grafa undan stjórninni í Kænugarði og hegna úkraínskum stjórnvöldum fyrir að halla sér að Vesturlöndum í stað þess að beygja sig undir áhrifavald Rússa. Það tekur raunar enginn mark á því þegar Rússar segja að örlög flugvélar Malaysian Airlines séu úkraínskum stjórnvöldum að kenna. Mjög margt bendir til að uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, hafi skotið flugvélina niður. Sennilega ekki viljandi – þeir héldu líklega í byrjun að þeir hefðu skotið niður flugvél úkraínskra stjórnvalda – en það breytir engu um alvöru málsins og mikilvægi þess að það verði rækilega upplýst. Tali Rússa um að Úkraínustjórn beri ábyrgð á ófriðnum í landinu trúir enginn nema þeir sjálfir. Rússar hafa vopnað uppreisnarmennina og veitt þeim margvíslegan stuðning. Raunar eru engar líkur á að aðskilnaðarsinnarnir hefðu getað beitt vopnum eins og því sem að öllum líkindum grandaði farþegaþotunni nema með aðstoð frá Rússum. Rússnesk stjórnvöld bera þunga ábyrgð á því að 300 manns fórust, hvernig sem á málið er litið. Rússland hefur, þrátt fyrir ítrekuð loforð, látið ónotuð margvísleg tækifæri til að stilla til friðar í Úkraínu. Vegna áframhaldandi stuðnings Rússa við uppreisnarmennina hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið nú hert efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það er til marks um afar sérkennilega forgangsröðun rússneskra stjórnvalda að þau skuli láta sér í léttu rúmi liggja hinn efnahagslega skaða sem hlýst af refsiaðgerðunum og halda áfram ótrauð útþenslu- og yfirgangsstefnu sinni gagnvart nágrannaríkjunum. Rússland hefur í rauninni misst stefnu sína gagnvart Úkraínu úr böndunum. Árásin á farþegaþotuna þýðir að fjölmörg ríki munu gera enn skýrari kröfu en áður um að Rússland beiti sér til að binda enda á ófriðinn í landinu. Pútín hefur nú lagt til að bæði uppreisnarmenn og úkraínski herinn leggi niður vopn og hefji friðarviðræður. Það er ekki nóg. Rússar verða að heita því – og standa við það – að hætta öllum stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þeir verða sömuleiðis að styðja óháða, alþjóðlega rannsókn á því hver ber ábyrgð á ódæðinu og standa að því að viðkomandi verði dregnir til ábyrgðar. Rússland getur ekki varpað ábyrgðinni yfir á neinn annan – rússnesk stjórnvöld geta ráðið því hvort þetta mál þróast með jákvæðum hætti eða fer á versta veg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MH17 Ólafur Stephensen Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður. Það er ein ríkisstjórn, raunar einn maður, sem hefur í hendi sér hvort það gerist. Það er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússland hefur kynt undir átökunum í Úkraínu með öllum ráðum. Pútín hyggst hugsanlega ekki innlima austurhéruðin eins og hann gerði við Krímskaga, en markmið hans er að minnsta kosti að grafa undan stjórninni í Kænugarði og hegna úkraínskum stjórnvöldum fyrir að halla sér að Vesturlöndum í stað þess að beygja sig undir áhrifavald Rússa. Það tekur raunar enginn mark á því þegar Rússar segja að örlög flugvélar Malaysian Airlines séu úkraínskum stjórnvöldum að kenna. Mjög margt bendir til að uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, hafi skotið flugvélina niður. Sennilega ekki viljandi – þeir héldu líklega í byrjun að þeir hefðu skotið niður flugvél úkraínskra stjórnvalda – en það breytir engu um alvöru málsins og mikilvægi þess að það verði rækilega upplýst. Tali Rússa um að Úkraínustjórn beri ábyrgð á ófriðnum í landinu trúir enginn nema þeir sjálfir. Rússar hafa vopnað uppreisnarmennina og veitt þeim margvíslegan stuðning. Raunar eru engar líkur á að aðskilnaðarsinnarnir hefðu getað beitt vopnum eins og því sem að öllum líkindum grandaði farþegaþotunni nema með aðstoð frá Rússum. Rússnesk stjórnvöld bera þunga ábyrgð á því að 300 manns fórust, hvernig sem á málið er litið. Rússland hefur, þrátt fyrir ítrekuð loforð, látið ónotuð margvísleg tækifæri til að stilla til friðar í Úkraínu. Vegna áframhaldandi stuðnings Rússa við uppreisnarmennina hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið nú hert efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það er til marks um afar sérkennilega forgangsröðun rússneskra stjórnvalda að þau skuli láta sér í léttu rúmi liggja hinn efnahagslega skaða sem hlýst af refsiaðgerðunum og halda áfram ótrauð útþenslu- og yfirgangsstefnu sinni gagnvart nágrannaríkjunum. Rússland hefur í rauninni misst stefnu sína gagnvart Úkraínu úr böndunum. Árásin á farþegaþotuna þýðir að fjölmörg ríki munu gera enn skýrari kröfu en áður um að Rússland beiti sér til að binda enda á ófriðinn í landinu. Pútín hefur nú lagt til að bæði uppreisnarmenn og úkraínski herinn leggi niður vopn og hefji friðarviðræður. Það er ekki nóg. Rússar verða að heita því – og standa við það – að hætta öllum stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þeir verða sömuleiðis að styðja óháða, alþjóðlega rannsókn á því hver ber ábyrgð á ódæðinu og standa að því að viðkomandi verði dregnir til ábyrgðar. Rússland getur ekki varpað ábyrgðinni yfir á neinn annan – rússnesk stjórnvöld geta ráðið því hvort þetta mál þróast með jákvæðum hætti eða fer á versta veg.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar