Reynslan er ólygnust Jón Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar