Frelsið orðið að undanþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. október 2014 00:00 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent skólameisturum framhaldsskóla bréf um að áhersla verði lögð á að stytta námsbrautir í þrjú ár. Ráðherrann hefur ennfremur látið hafa eftir sér að eitt verði yfir alla að ganga og skólar sem hafa skipulagt nám sitt út frá fjögurra ára námsbrautum fái engar „undanþágur“ enda sé búið að ákveða að framhaldsskólinn verði til þriggja ára. Þetta gengur þvert á þá stefnu að skólar skuli hafa svigrúm til að móta sér sína sérstöðu en sú stefna var staðfest með lögum árið 2008 í tíð flokkssystur Illuga, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Raunar var lögunum beinlínis fylgt úr hlaði með þeim orðum að hér væri dregið úr miðstýringu, skólarnir myndu sjálfir skipuleggja sínar námsbrautir og skilgreina inntak stúdentsprófs og annarra prófa; enginn einingafjöldi var skilgreindur sem inntak stúdentsprófs og fjölbreytni var fagnað. Ný aðalnámskrá sem kom út 2011 endurspeglar þetta sjálfstæði skóla. Á svipuðum tíma var sett tiltekið einingalágmark en skólum að öðru leyti falið að útfæra námsbrautir sem þeir hafa síðan gert hver af öðrum. Nú kveður við nýjan tón. Farin er leið miðstýringar og skyndilega talað um undanþágur – þegar markmið laganna var einmitt fjölbreytni og því aldrei um að ræða að skólar fengju undanþágur heldur að þeir hefðu frelsi til að vera mismunandi. Þannig þyrftu nemendur ekki allir að velja sams konar leiðir. Frelsið sem hinn nýi Sjálfstæðisflokkur predikar er frelsi fyrir hina fáu. Frelsi hinna fáu til að veiða fiskinn í sjónum, selja áfengi í sínum verslunum eða taka yfir rekstur almannaþjónustu og græða á henni en þegar illa gengur snúa aftur til ríkisins. Það frelsi er ekki frelsi einstaklingsins eða frelsi fagfólks til að byggja upp fjölbreytt skólastarf eins og ætlunin var með lögunum. Þegar til kastanna kemur snýst skólastefna flokksins um miðstýringu og valdboð þar sem engin virðing er borin fyrir gæðum menntunar og góðu skólastarfi um allt land. Kannski ekki að undra að hinn nýi Sjálfstæðisflokkur hafi hrapað í fylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent skólameisturum framhaldsskóla bréf um að áhersla verði lögð á að stytta námsbrautir í þrjú ár. Ráðherrann hefur ennfremur látið hafa eftir sér að eitt verði yfir alla að ganga og skólar sem hafa skipulagt nám sitt út frá fjögurra ára námsbrautum fái engar „undanþágur“ enda sé búið að ákveða að framhaldsskólinn verði til þriggja ára. Þetta gengur þvert á þá stefnu að skólar skuli hafa svigrúm til að móta sér sína sérstöðu en sú stefna var staðfest með lögum árið 2008 í tíð flokkssystur Illuga, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Raunar var lögunum beinlínis fylgt úr hlaði með þeim orðum að hér væri dregið úr miðstýringu, skólarnir myndu sjálfir skipuleggja sínar námsbrautir og skilgreina inntak stúdentsprófs og annarra prófa; enginn einingafjöldi var skilgreindur sem inntak stúdentsprófs og fjölbreytni var fagnað. Ný aðalnámskrá sem kom út 2011 endurspeglar þetta sjálfstæði skóla. Á svipuðum tíma var sett tiltekið einingalágmark en skólum að öðru leyti falið að útfæra námsbrautir sem þeir hafa síðan gert hver af öðrum. Nú kveður við nýjan tón. Farin er leið miðstýringar og skyndilega talað um undanþágur – þegar markmið laganna var einmitt fjölbreytni og því aldrei um að ræða að skólar fengju undanþágur heldur að þeir hefðu frelsi til að vera mismunandi. Þannig þyrftu nemendur ekki allir að velja sams konar leiðir. Frelsið sem hinn nýi Sjálfstæðisflokkur predikar er frelsi fyrir hina fáu. Frelsi hinna fáu til að veiða fiskinn í sjónum, selja áfengi í sínum verslunum eða taka yfir rekstur almannaþjónustu og græða á henni en þegar illa gengur snúa aftur til ríkisins. Það frelsi er ekki frelsi einstaklingsins eða frelsi fagfólks til að byggja upp fjölbreytt skólastarf eins og ætlunin var með lögunum. Þegar til kastanna kemur snýst skólastefna flokksins um miðstýringu og valdboð þar sem engin virðing er borin fyrir gæðum menntunar og góðu skólastarfi um allt land. Kannski ekki að undra að hinn nýi Sjálfstæðisflokkur hafi hrapað í fylgi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar