Hreppaflutningar og hagsmunir fyrirtækja Ólafur Stephensen skrifar 20. desember 2014 07:00 Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun