Boðar frumvarp svo bæta megi túlkaþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:44 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/daníel „Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál. Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
„Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál.
Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30