Samfélag fyrir alla? Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. september 2015 08:00 Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun