Samfélag fyrir alla? Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. september 2015 08:00 Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun